Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...

BAN­AÐ Í BAN­HEIA Enn um nor­ræn saka­mál og sitt­hvað um óritrýnda skruddu

Ég mun hefja mál mitt á að ræða nokkra dóma í  norsk­um morð­mál­um, dóma sem tekn­ir hafa ver­ið upp á ný. Svo mun ég bera þessi mál sam­an við G&G mál­ið ís­lenska og benda á að bók Jóns Daní­els­son­ar um mál­ið er  óritrýnd og því tæp­ast mark­tæk. Rétt­ar­hneyksli í Nor­egi  Á dög­un­um af­hjúp­að­ist eitt mesta rétt­ar­hneyksli í sögu Nor­egs, dóm­ur­inn...

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...

Skatt­ar, for­tíð og upp­runi auðs

Frjáls­hyggju­menn tala einatt um skatt­heimtu sem e.k. rán, það ger­ir t.d. William Irw­in í bók sinni The Free Mar­ket Ex­istential­ist. En for­senda þeirr­ar hyggju er sú að sér­hver ein­stak­ling­ur sé upp­sprettu­lind  alls þess sem hann þén­ar og á, nema sá auð­ur sem hon­um áskotn­ast vegna frjálsra samn­inga við aðra. Þetta er alrangt, all­ar tekj­ur og auð­ur eiga sér marg­ar og...

Sam­ein­uð Evr­ópa eina lausn­in?

Eins og stend­ur styðja Banda­rík­in Úkraínu hressi­lega. En hvað ger­ist ef Re­públi­kan­ar ná meiri­hluta í báð­um þing­deild­um? Mörg þing­manns­efni þeirra eru höll und­ir Rússa og/eða ef­ins um ágæti þess að dæla fé í Úkraínu. John Bolt­on, fyrr­um ráð­gjafi Trumps, sagði í við­tali að hefði Trump náð end­ur­kjöri væri Pútín í Kænu­garði nú. Fyrr eða síð­ar mun ein­hvers kon­ar Trump sitja...

GERSKA ÆV­IN­TÝR­IÐ 2.0. Erna Ýr í aust­ur­vegi.

Á dög­um Stalíns fór Hall­dór Kilj­an Lax­ness til Moskvu að fylgj­ast með „rétt­ar­höld­um“ yf­ir fyrr­um stór­bol­sé­vík­um. Er ekki að orð­lengja að hann kok­g­leypti sov­éska áróð­ur­inn, skildi ekki að rétt­ar­höld­in voru fars­ar, lið­ur í hrika­legri kúg­un og of­beldi al­ræð­is­herr­ans. Lax­ness sá Sov­ét­rík­in í rós­rauðu ljósi en skildi  ekki að hann var blekkt­ur af áróð­ur­svél hins morð­óða Stalíns. Lof­söng­ur­inn um Sov­ét­rík­in og...

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...

Vala Höll

Systkin­in Val­ur og  Vala Höll eru höll und­ir Sjalla svo ekki sé dýpra í ár­inni tek­ið. Enda er öll Höll­fjöl­skyld­an D-list­ans meg­in í til­ver­unni, for­eldr­arn­ir  vellauð­ugt við­skipta­fólk. Epl­ið fell­ur sjald­an langt frá epla­trénu, Sjalla­börn halda tryggð við flokk for­eldra sinna. Skyldi það bara vera af hug­sjóna­ástæð­um? Skyldi það vera til­vilj­un að ungt framá­fólk  í Sjálf­stæð­is­flokkn­um er einatt af­kvæmi rík­is­bubba?  ...

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu