Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

Hrós dagsins fær Þórhildur Sunna aðalþingkona Pírata úr Reykjavík Suður fyrir að vera ekki að skafa af því í umræðum um traust á þinginu í dag.

Umræðuefnið var skýrsla um traust sem forsætisráðherra pantaði. Sennilega er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sú ríkisstjórn sem hefur verið hvað duglegust að panta skýrslur og skipa nefndir, bara svo hægt sé að fresta hinum allra augljósustu aðgerðum aðeins lengur.

Það getur verið ágætt að panta skýrslur og leitast eftir tillögum um aðgerðir, en þegar maður hefur ráðherra í ríkisstjórn sem hafa verið dæmdir fyrir lögbrot í hæstarétti, brotið upplýsingalög, falið skýrslur fyrir Alþingi og átt eignir í skattaskjólum, þá má velta fyrir sér hvort að nokkur aðgerð önnur en að skipta um ráðherra myndi auka traust. Þessir ráðherrar tóku ekki þátt í umræðunni um skýrsluna. Sem betur fer kannski.

Eða eins og Þórhildur Sunna orðaði það um ráðherrana tvo sem voru fjarverandi í umræðunni:

Í mínum huga væri fjarvera þeirra frá ráðherrabekknum næstu misserin mikilvægt skref í að efla traust á stjórnmálum á Íslandi.

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni