Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Fundað í gjánni

Árið 2004 synjaði forseti Íslands frumvarpi um fjölmiðla sem Alþingi hafði samþykkt. Þingið hafði samþykkt lög sem meirihluti Íslendinga var á móti, að kominn væri gjá milli þings og þjóðar.

Það hefur auðvitað oft verið gjá á milli valdstjórnarinnar og fólksins, tveir menn samþykktu stuðning þjóðar við Íraksstríð þrátt fyrir að yfir 90% sömu þjóðar væru andvíg því. Flekaskil verða varla breiðari en það.

Samt hefur þingið reynt sitt besta til að breikka bilið. Á tíma þegar verið var að reyna að sannfæra þjóðina um að reglulegar 2% launahækkanir væru málið, ákvað þingið sjálft að taka sér 45% hækkun. Til þess að þingmenn sjálfir þyrftu ekki að skíta sig út létu þeir vini sína í Kjararáði sjá um gjörninginn, en aðalmenn þar komu úr flokkunum framsókn, sjálfstæðisflokki og VG, þessum sem mynda núverandi ríkisstjórn.

Á sama tíma eru stjórnvöld í stríði við hér um bil alla sem vilja fá kjarabætur. Ljósmæður, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara, sjómenn, lögreglu, listamenn og svona hér um bil alla sem ekki hafa orðið „stjórnandi“ einhvers staðar í starfstitlinum.

Það er ansi breið gjá.

Svo það er auðvitað ekki nema viðeigandi að Alþingi haldi hátíðarfund ofan í gjá sem myndaðist á mörkum jarðfleka.

Gott val.

Og svo er auðvitað hægt að skella sér til sunds í hylnum við hliðina með hátíðargestinum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni