Þessi færsla er meira en ársgömul.

Nýársþanki á Klakanum á kínverskum nótum

Nýársþanki á Klakanum á kínverskum nótum

Blábyrjun árs er ekki öll þar sem hún er séð þrátt fyrir flugeldasýningar. Allt líður hiklaust hjá eins og halastjarna á himni.

Lífið líður hjá, líf hvers og eins líður hjá. Það er vandalaust að leyfa öllu að líða hjá, láta sig reka stefnulaust eða láta aðra draga sig þangað sem þeir fara.

Ég greip því bók í hönd til að stöðva tímann (sem tókst auðvitað ekki) og lesturinn hafði umsvifalaust áhrif á mig þótt textinn væri túlkun á sígildum texta Konfúsíusar og lestur minn enn önnur túlkun. Þetta er smáritið Úr gagnleysisskálanum – Esseyjur um Kína eftir Kínafræðinginn Simon Leys í þýðingu Geirs Sigurðssonar heimspekings.

Texti hefur áhrif á hugsun og getur breytt viðhorfum ef hann fær leyfi til að flæða um æðar. Tímasetning lestursins, Gamlársdagur, hafði áhrif á túlkun mína og nú á Nýársdag skrifa ég það sem ég hugsaði í óbeinum tengslum við það sem Simon Leys skrifaði, Konfúsíus sagði og Geir þýddi.

Undur þegar gamalt verður nýtt

Nú árið er liðið, en það er ekki farið neitt frekar en önnur ár sem líða hjá eins og tungl á himni. Árin sem búa í okkur, eru „andlega virk og áþreifanlega ósýnileg“ (12). Sama á við um dauða persónu, hún verður áfram til í minningu annarra og ef til vill áfram í hugum þeirra sem á eftir koma: orð, athafnir og verk hennar – oft fyrir tilstilli hins ritaða orðs eða munnmæli (29).

Gamalt getur orðið nýtt í huga lesanda. Konfúsíus fæddist á 6. öld f.o.t. en Munnmæli hans (Speki Konfúsíusar) sem skráð voru af nemendum hans geta gefið lesendum á 21. öldinni aðra eða óvænta sýn á tilveru sína. Orðin berast milli kynslóða, þau líða ekki alfarið hjá heldur sáldrast yfir tímaskeiðin eins og stjörnuryk. Er það ekki mikið undur?

Orð aldanna sáldrast
yfir okkur eins og stjörnuryk

Hugljómun um stund

Það merkilega er, að til að ákveðið fyrirbæri hafi áhrif í nútímanum, þarf það ekki nauðsynlega að hafa verið til. Sagan um það eða mýtan þarf ekki á hlutlægri tilveru að halda sem þarft er að sanna. Fortíðin felst í orðum, myndum og tónum, ekki í grjóti. Hún er í huganum, bókunum, pennanum, á blaðinu, í ljóðunum, túlkuninni og tóninum.

Undrið felst í því að sjá það sem er ósýnilegt. Aðferðin er að brjótast út úr flokkunarkerfi hugans um stundarsakir og undrast yfir því sem passar ekki inn í fastar skilgreiningar og hugtök. Það víkkar sjóndeildarhringinn.

Ef okkur lánast að sjá það sem ekki sést þá ljómum við um stund. Seinna getum við efast um þessa „sýn“, að hún hafi átt sér stað, því hún er/var ekki innan skynsemismarka og rökin festast ekki við þessa hugljómum, koma henni ekki heldur í orð.

Hver sem les Munnmæli Konfúsíusar (sem glíma við spurningar um mannlega reynslu) þarf að horfast í augu við sjálfan sig, spyrja sig síðan t.a.m. Hvað get ég lagt til eða gert til að efla traust í samfélaginu? (Eða annarra mikilvægra spurninga).

Það er m.a. hægt að gera með því að samstilla nöfn og hugtök við raunveruleikann, þannig að staðreyndin og orðin passi saman, aðeins með því móti geta ákvarðanir orðið til heilla (87).

Almannaheill raungerist þegar
hugtökin falla að staðreyndum

Veröldin á bak við orðin

Forvitni, menntun og góðvild er leiðin til mannúðar, ekki mælskulist eða ríkidæmi (91). Ljómun hugans þarf ekki að orða eða segja, það má þegja um hana. Er það ekki fallegt? Jafnvel þótt texti veiti innsýn í leyndardóma þá getur svarið búið handan stafanna og bak við setningarnar.

Rithöfundur getur bent lesandum sínum í áttina til sannleikans með þögnum í textanum. Tilraunir til að festa hann í orðum eru dæmdar til að mistakast (93). Aðeins vísbendingar standa til boða og þær finnum við í fortíðinni, liðnum árum, eldri textum, tónlist og listum.

Tökumst á við árið 2022 af virðingu og metnaði, góðvild og þolinmæði. Látum það ekki bara líða hjá eins og hvert annað ár. Hlutverk okkar er að stilla saman samfélag okkar við allt lífið á hnettinum, með einhverju móti og hver með sínum hætti.

Gleðilegt nýár,
það er enginn skortur á góðum verkefnum og takk Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir nýju smáritin!

p.s. Úr gagnleysisskálanum – Esseyjur um Kína eftir Simon Leys er eitt af þremur smáritum Stofnunar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem komu út í desember hin tvö eru næst á lesdagskránni. Þau eru eftir danska heimspekinginn og guðfræðinginn Dorthe Jørgensen og nefnist Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið? – Af siðaskiptum og fagurfræði, í þýðingu Gísla Magnússonar. Þriðja ritið er eftir fransk-marokkóska rithöfundinn og blaðakonuna Leïla Slimani og kallast Kynlíf, nauðung og lygar í Marokkó, í þýðingu Irmu Erlingsdóttur.

p.p.s. Blaðsíðutölin í hugleiðingunni vísa í óbeinar og frjálsar tilvitnanir mínar í bók Simons Leys. Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: Leys, Jörgensen, Slimani.

p.p.p.s. Ragnar Baldursson hefur þýtt Munnmælin, undir heitinu: Speki Konfúsíusar. Simon Leys skrifar að þessi texti sé geti veitt okkur aðgang að hinum kínverska heimi. Bæta má við að hann veitir líka betri aðgang að okkar eigin hugarheimi. 

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós

 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall
Fréttir

Olíu­bíl­stjór­ar og fleiri hót­el­starfs­menn úr Efl­ingu á leið í verk­fall

Yf­ir 80 pró­sent þeirra sem greiddu at­kvæði um frek­ari verk­falls­að­gerð­ir Efl­ing­ar síð­ustu daga sam­þykktu að­gerð­irn­ar. Um er að ræða bíl­stjóra hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi og starfs­menn tveggja hót­elkeðja.
Auðlindin okkar
Indriði Þorláksson
Aðsent

Indriði Þorláksson

Auð­lind­in okk­ar

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri skrif­ar um auð­linda­stefn­ur Nor­egs ann­ars veg­ar og Ís­lands hins veg­ar.
Djúptækni – þróunarsjóður
Hans Guttormur Þormar
Aðsent

Hans Guttormur Þormar

Djúp­tækni – þró­un­ar­sjóð­ur

Hans Gutt­orm­ur Þormar skrif­ar um hlut­verk rík­is­ins í stuðn­ingi við djúp­tækni og legg­ur til að kom­ið verði á fót Djúp­tækni-þró­un­ar­sjóði sem tek­ur að sér að byggja upp stuðn­ingsnet, fag­legt mat og fjár­mögn­un fyr­ir verk­efni á sviði djúp­tækni.
„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“
Fréttir

„Al­þingi hef­ur ver­ið tek­ið í gísl­ingu af Pír­öt­um“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki ánægð­ur með fram­göngu Pírata í um­ræðu um út­lend­inga­frum­varp­ið og sak­ar flokk­inn um að halda Al­þingi í gísl­ingu. Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist vera sama sinn­is en hann sagði á þingi í dag að það að ör­fá­ir þing­menn héldu þing­inu í gísl­ingu væri „vont fyr­ir stjórn­mál­in á Ís­landi“ og alls ekki til heilla fyr­ir þjóð­ina.
Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Fréttir

Grein­ing­ar­deild­in taldi ör­yggi rík­is­sátta­semj­ara ógn­að

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.
Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“
Fréttir

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“

Um­ræða um út­lend­inga­frum­varp­ið held­ur áfram á Al­þingi en Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í af­stöðu henn­ar gagn­vart um­deild­um lög­un­um í gær.
Orðið nær fullskipað í aðstoðarmannaliðinu – 26 manns aðstoða ráðherra og ríkisstjórn
Fréttir

Orð­ið nær full­skip­að í að­stoð­ar­manna­lið­inu – 26 manns að­stoða ráð­herra og rík­is­stjórn

Í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­son bætti við sig öðr­um að­stoð­ar­manni hafa all­ir 12 ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú tvo að­stoð­ar­menn sér til halds og trausts. Rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is um banka­hrun­ið taldi á sín­um tíma vert að styrkja póli­tíska stefnu­mót­un í ráðu­neyt­um, en setti fjölda að­stoð­ar­manna þó í sam­hengi við stærð og fjölda ráðu­neyta í til­lög­um sín­um þar að lút­andi. Ráðu­neyt­in hafa aldrei ver­ið fleiri en nú frá því að heim­ilt varð að ráða tvo að­stoð­ar­menn á hvern ráð­herra ár­ið 2011.
Góður svefn vinnur gegn streitu
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Pistill

Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Góð­ur svefn vinn­ur gegn streitu

Við vit­um að langvar­andi streita tek­ur sann­ar­lega sinn toll og get­ur haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu okk­ar. Hvað er hægt að gera?
Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.