Þessi færsla er meira en ársgömul.

Að standa vörð um kraftmikla fjölmiðla

Að standa vörð um kraftmikla fjölmiðla

Við fjölmenntum á Austurvöll Í Reykjavík og Ráðhústorginu á Akureyri 19. febrúar 2022 til að sýna samstöðu með frjálsum fjölmiðlum og mótmæla ofsóknum gegn fjölmiðlafólki. Við eigum ekki sitja hjá, ekki vera sama, heldur styðja góð málefni, það er nefnilega ekki réttlætanlegt að vera bara áhorfandi og láta öðrum eftir að móta framtíðina.

„Að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla til yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi,“ sagði í fundarboði ungliðahreyfinga Sósíalista, Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Viðreisna.

Auður Jónsdóttir rithöfundur hélt ávarp á Austurvelli og vitnaði í Um harðstjórn eftir Timothy Snyder sem skrifar að siðferðislega skyldan sé að leggja sitt af mörkum til að vernda frjálsa fjölmiðlun. Styrkja og vera áskrifandi að sjálfstæðum, einka­reknum fjölmiðlum.

Mig langar til að taka undir með Auði og benda fólki líka á þessa bók sem hún vitnaði í því efni hennar gefur okkur kjark til að vernda lýðræðið sem nú verður sífellt fyrir árásum. Guðmundur Andri Thorsson þýddi bókina og Mál og menning gaf út 2018. Svetlana Alexievich nóbelsverðlaunahafi, höfundur Tsjernobyl-bænarinnar,  sagði um skrif Timothy Snyders: „Við stefnum hraðbyri í átt að fasisma. Þessi bandaríski rithöfundur lætur okkur ekki komast upp með neina sjálfsblekkingu.“

Timothy Snyder prófsessor í sagnfræði við Yale-háskólann dregur tuttugu lærdóma af tuttugustu öldinni sem m.a. hvetur okkur til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi og vera virk í andstöðu við stríðsrekstur harðstjóranna sem nú birtist við landamæri Úkraníu.

Hér er snögg upprifjun á bókinni en ég hvet ykkur til að lesa hana umsvifalaust.

Látum ekki grafa undan trausti á fjölmiðlum

Timothy Snyder  minnir okkur á að órannsakað líf er einskis virði eins og Sókrates fullyrti forðum. Ekki láta aðra hugsa fyrir ykkur og stjórna lífi ykkar. Ekki hlýða í blindni, við eigum betra skilið.

Hlustið ekki á óvildarmenn sem vilja leggja stofnanir niður sem eiga að þjóna almenningi. Ekki láta valdafólk grafa undan trausti á fjölmiðlum með því að gera þá tortryggilega.

Ásýnd samfélagsins er ekki aðeins á ábyrgð annarra heldur einnig okkar sjálfra. Látið ekki telja ykkur trú um að sannleikurinn sé ákvörðunarefni og háður aðstæðum. Lærið að gera greinarmun á lygi og sannleika, réttu og röngu og temjið ykkur yfirvegun. Ekki láta sefjun stjórna lífinu, skerið ykkur úr ef með þarf í stað þess að þegja yfir óréttlætinu.

Talið um hlutina, horfist í augu og skiptist á skoðunum. Ekki þykjast vita svarið áður en umræðan hefst, njótið þess að rannsaka málið sjálf. Forðist hægindastólinn, farið á vettvang, í kröfugöngur, mótmæli, verið sýnileg og takið þátt. Talið við ókunnuga og takið þátt í félagasamtökum, styðjið góðgerðarsamtök, styrkið siðað samfélag og kennið öðrum að láta líka gott af sér leiða. Ekki vera værukær og skeytingarlaus.

Temjið ykkur að reiðast yfir óréttlæti og hafnið öfgastefnum snarlega. Veitið ekki undanþágu frá mannúð. Látið enga harðstjórn takmarka tjáningarfrelsi ykkar eða breyta réttarkerfinu.

Elskið land ykkar og þjóð en látið ekki hvarfla að ykkur að ein þjóð geti verið framar annarri eða einn hópur öðrum fremri. Safnið vinaþjóðum, ekki óvinum. Gerið eitthvað fyrir aðra og verið hugrökk.

Timothy Snyder sýnir með dæmum að komist harðstjórar til valda muni þeir nota fyrsta tækifæri til að eyðileggja lýðræðið, t.d. með því að lýsa yfir neyðarástandi gagnvart ógn og leggja svo niður þær stofnanir sem þjóna almenningi, banna fjölmiðlaumfjöllun. Þetta þarf ekki að taka langan tíma. Okkur er ógnað um þessar mundir.

Fjölmiðlar geta ekki bara varið sig sjálfir, þeir þurfa að fólkinu að halda, gerist áskrifendur. 

Vakið hugrökk á verðinum!

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Þessi grein er okkur góð áminning.

    Gleymum ekki einræðistilburðum Davíð Oddssonar sumarið 2004 !!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Heimildin í vikulega útgáfu
Fréttir

Heim­ild­in í viku­lega út­gáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Fréttir

Hér­aðs­dóm­ur neit­ar að af­henda dóm­inn

Bæði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur og embætti rík­is­lög­manns neita að af­henda dóm­inn í máli Jó­hanns Guð­munds­son­ar. Hann starf­aði sem skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi um sumar­ið en var sagt upp í kjöl­far­ið og kærð­ur til lög­reglu.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Fréttir

Seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un geyma eng­ar raun­veru­leg­ar að­gerð­ir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.
Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum
Fréttir

Frétta­blað­ið hætt­ir að koma út og Hring­braut hætt­ir út­send­ing­um

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.
Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fréttir

BSRB-fé­lög und­ir­rita kjara­samn­inga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.
Loka auglýsingu