Þessi færsla er meira en ársgömul.

Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Spurt var á málþinginu Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. „Hvert er sjónarhorn þitt út frá lífsskoðun og afstöðu - til náttúru og umhverfis?“ Hér er svarið mitt.

Manneskjan þarf að læra að vinna verkin af alúð sem vekur vinsemd og virðingu, friðsemd sem vinnur lífinu aldrei mein, krafti til að skapa heillaríkt líf og góðvild sem er uppspretta þakklætis og leyndardómur velgengni.

Allt rask er alvarlegt, því það skapar ójafnvægi, færir eitthvað úr lagi, eitthvað fer úrskeiðis. Rask er ekki aðeins rask á jarðvegi, dal, á, landslagi eða loftslagi. Rask er skemmd, truflun á fegurð og jafnvægi, eyðilegging á griðlandi jurta, fiska, dýra, samveru og gleðistundum.

Friðlýsa má óbyggð víðerni: stór landsvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið sem ekkert og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum. Að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum er af svipuðum meiði og friðlýsing á landi, markmiðið er að koma í veg fyrir meira rask.

Allt tengist saman í einni jörð undir einum himni, einni tímarás, einu lífi. Öll náttúra á hnettinum þarf á góðvild og virðingu að halda til að lifa og dafna, því að við getum elskað hvert annað og við getum elskað dýrin og landið og aðrir geta elskað okkur á móti eða að minnsta kosti sýnt okkur væntumþykju.

Hvernig lærum við að elska náttúruna?

Ástin á lífinu bætir samband fólks við náttúruna sjálfa. Náttúran býr yfir auðlindum sem gera svæði lífvænleg og vistvæn fyrir fólk og aðrar lífverur – eða gerir þau óbyggileg. Jörðin er frjósöm eða hrjóstrug og hún breytist í sífellu. Náttúran gefur og

með því að þiggja gjöfina lærum við
að elska hana og virða.

Verkefnið okkar er að rækta sambandið við náttúruna og lífið á jörðinni. Við erum ekki aðeins íbúar í borg, bæjum og sveitarfélögum. Við erum einnig háð staðnum sem við stöndum á, landslagi og náttúrunni allri, í lofti, láði og legi.

Manneskjan er ekki annað og meira en ein af þeim lífverum sem fram hafa komið í sögu lífsins á jörðinni. Framkoma hennar gagnvart náttúrunni þarf því að einkennast af hrokalausri virðingu. Allir þurfa að gæta sín á hrokanum.  Besta ráðið til að verða hrokanum ekki að bráð felst meðal annars í því að læra samlíðun, góðvild, þakklæti og vinsemd.  ,,Ég mun vernda jörðina og lífið á henni,” er loforð húmanistans og ,,Ég verð góður granni gagnvart fólkinu sem deilir jörðinni með mér og mun leggja mitt af mörkum til að gera jörðina að betri stað fyrir okkur öll.”

Verkefnið felst í því að rækta sambandið við krafta náttúrunnar. Náttúruást einkennist af innlifun og barnslegri undrun. Hún sprettur af gnótt og hrikafegurð og hún streymir um æðar.

Virðing lífgar samband manns og náttúru.

Fátt er vænlegra til að efla virðinguna og rækta kærleikann gagnvart náttúrunni, bláa hnettinum okkar og sólkerfinu öllu, heldur en hæfnin til að undrast. Að sjá fegurð fjallanna, heyra fuglasönginn og niðinn í ánni, finna lykt hinna ólíku staða, snerta og dýfa tánum í læk, bragða á berjunum, yrkja jörðina og leika sér í fjörunni. Það er að vera ástfanginn af landinu, hafinu og lífinu.

Virðing felst í því að hlusta, skoða, greina, og meta með framtíðina í huga, ekki aðeins næstu þrjú ár, heldur þrjátíu og þrjú og ekki aðeins það heldur þrjú hundruð þrjátíu og þrjú. Allt okkar líf og næstu kynslóða.

Við þurfum að læra góðvild sem umfaðmar komandi kynslóðir.

Góðvild er nátengd farsælu lífi til framtíðar. Hún er dygð alls mannkyns. Hamingjan er falin í þeirri athöfn að gera eitthvað fyrir aðra, fyrir þau sem við munum aldrei hitta.*1 Getum við það?

Getum við það?

Tenglar

Erindi flutt á málþinginu Öll á sama báti í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 29. október 2021.

*1P.S. "Helping someone else through difficulty is where civilization starts," Margaret Mead.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall
Fréttir

Olíu­bíl­stjór­ar og fleiri hót­el­starfs­menn úr Efl­ingu á leið í verk­fall

Yf­ir 80 pró­sent þeirra sem greiddu at­kvæði um frek­ari verk­falls­að­gerð­ir Efl­ing­ar síð­ustu daga sam­þykktu að­gerð­irn­ar. Um er að ræða bíl­stjóra hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi og starfs­menn tveggja hót­elkeðja.
Auðlindin okkar
Indriði Þorláksson
Aðsent

Indriði Þorláksson

Auð­lind­in okk­ar

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri skrif­ar um auð­linda­stefn­ur Nor­egs ann­ars veg­ar og Ís­lands hins veg­ar.
Djúptækni – þróunarsjóður
Hans Guttormur Þormar
Aðsent

Hans Guttormur Þormar

Djúp­tækni – þró­un­ar­sjóð­ur

Hans Gutt­orm­ur Þormar skrif­ar um hlut­verk rík­is­ins í stuðn­ingi við djúp­tækni og legg­ur til að kom­ið verði á fót Djúp­tækni-þró­un­ar­sjóði sem tek­ur að sér að byggja upp stuðn­ingsnet, fag­legt mat og fjár­mögn­un fyr­ir verk­efni á sviði djúp­tækni.
„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“
Fréttir

„Al­þingi hef­ur ver­ið tek­ið í gísl­ingu af Pír­öt­um“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki ánægð­ur með fram­göngu Pírata í um­ræðu um út­lend­inga­frum­varp­ið og sak­ar flokk­inn um að halda Al­þingi í gísl­ingu. Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist vera sama sinn­is en hann sagði á þingi í dag að það að ör­fá­ir þing­menn héldu þing­inu í gísl­ingu væri „vont fyr­ir stjórn­mál­in á Ís­landi“ og alls ekki til heilla fyr­ir þjóð­ina.
Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Fréttir

Grein­ing­ar­deild­in taldi ör­yggi rík­is­sátta­semj­ara ógn­að

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.
Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“
Fréttir

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“

Um­ræða um út­lend­inga­frum­varp­ið held­ur áfram á Al­þingi en Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í af­stöðu henn­ar gagn­vart um­deild­um lög­un­um í gær.
Orðið nær fullskipað í aðstoðarmannaliðinu – 26 manns aðstoða ráðherra og ríkisstjórn
Fréttir

Orð­ið nær full­skip­að í að­stoð­ar­manna­lið­inu – 26 manns að­stoða ráð­herra og rík­is­stjórn

Í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­son bætti við sig öðr­um að­stoð­ar­manni hafa all­ir 12 ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú tvo að­stoð­ar­menn sér til halds og trausts. Rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is um banka­hrun­ið taldi á sín­um tíma vert að styrkja póli­tíska stefnu­mót­un í ráðu­neyt­um, en setti fjölda að­stoð­ar­manna þó í sam­hengi við stærð og fjölda ráðu­neyta í til­lög­um sín­um þar að lút­andi. Ráðu­neyt­in hafa aldrei ver­ið fleiri en nú frá því að heim­ilt varð að ráða tvo að­stoð­ar­menn á hvern ráð­herra ár­ið 2011.
Góður svefn vinnur gegn streitu
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Pistill

Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Góð­ur svefn vinn­ur gegn streitu

Við vit­um að langvar­andi streita tek­ur sann­ar­lega sinn toll og get­ur haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu okk­ar. Hvað er hægt að gera?
Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.