Þessi færsla er meira en ársgömul.

Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Spurt var á málþinginu Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. „Hvert er sjónarhorn þitt út frá lífsskoðun og afstöðu - til náttúru og umhverfis?“ Hér er svarið mitt.

Manneskjan þarf að læra að vinna verkin af alúð sem vekur vinsemd og virðingu, friðsemd sem vinnur lífinu aldrei mein, krafti til að skapa heillaríkt líf og góðvild sem er uppspretta þakklætis og leyndardómur velgengni.

Allt rask er alvarlegt, því það skapar ójafnvægi, færir eitthvað úr lagi, eitthvað fer úrskeiðis. Rask er ekki aðeins rask á jarðvegi, dal, á, landslagi eða loftslagi. Rask er skemmd, truflun á fegurð og jafnvægi, eyðilegging á griðlandi jurta, fiska, dýra, samveru og gleðistundum.

Friðlýsa má óbyggð víðerni: stór landsvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið sem ekkert og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum. Að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum er af svipuðum meiði og friðlýsing á landi, markmiðið er að koma í veg fyrir meira rask.

Allt tengist saman í einni jörð undir einum himni, einni tímarás, einu lífi. Öll náttúra á hnettinum þarf á góðvild og virðingu að halda til að lifa og dafna, því að við getum elskað hvert annað og við getum elskað dýrin og landið og aðrir geta elskað okkur á móti eða að minnsta kosti sýnt okkur væntumþykju.

Hvernig lærum við að elska náttúruna?

Ástin á lífinu bætir samband fólks við náttúruna sjálfa. Náttúran býr yfir auðlindum sem gera svæði lífvænleg og vistvæn fyrir fólk og aðrar lífverur – eða gerir þau óbyggileg. Jörðin er frjósöm eða hrjóstrug og hún breytist í sífellu. Náttúran gefur og

með því að þiggja gjöfina lærum við
að elska hana og virða.

Verkefnið okkar er að rækta sambandið við náttúruna og lífið á jörðinni. Við erum ekki aðeins íbúar í borg, bæjum og sveitarfélögum. Við erum einnig háð staðnum sem við stöndum á, landslagi og náttúrunni allri, í lofti, láði og legi.

Manneskjan er ekki annað og meira en ein af þeim lífverum sem fram hafa komið í sögu lífsins á jörðinni. Framkoma hennar gagnvart náttúrunni þarf því að einkennast af hrokalausri virðingu. Allir þurfa að gæta sín á hrokanum.  Besta ráðið til að verða hrokanum ekki að bráð felst meðal annars í því að læra samlíðun, góðvild, þakklæti og vinsemd.  ,,Ég mun vernda jörðina og lífið á henni,” er loforð húmanistans og ,,Ég verð góður granni gagnvart fólkinu sem deilir jörðinni með mér og mun leggja mitt af mörkum til að gera jörðina að betri stað fyrir okkur öll.”

Verkefnið felst í því að rækta sambandið við krafta náttúrunnar. Náttúruást einkennist af innlifun og barnslegri undrun. Hún sprettur af gnótt og hrikafegurð og hún streymir um æðar.

Virðing lífgar samband manns og náttúru.

Fátt er vænlegra til að efla virðinguna og rækta kærleikann gagnvart náttúrunni, bláa hnettinum okkar og sólkerfinu öllu, heldur en hæfnin til að undrast. Að sjá fegurð fjallanna, heyra fuglasönginn og niðinn í ánni, finna lykt hinna ólíku staða, snerta og dýfa tánum í læk, bragða á berjunum, yrkja jörðina og leika sér í fjörunni. Það er að vera ástfanginn af landinu, hafinu og lífinu.

Virðing felst í því að hlusta, skoða, greina, og meta með framtíðina í huga, ekki aðeins næstu þrjú ár, heldur þrjátíu og þrjú og ekki aðeins það heldur þrjú hundruð þrjátíu og þrjú. Allt okkar líf og næstu kynslóða.

Við þurfum að læra góðvild sem umfaðmar komandi kynslóðir.

Góðvild er nátengd farsælu lífi til framtíðar. Hún er dygð alls mannkyns. Hamingjan er falin í þeirri athöfn að gera eitthvað fyrir aðra, fyrir þau sem við munum aldrei hitta.*1 Getum við það?

Getum við það?

Tenglar

Erindi flutt á málþinginu Öll á sama báti í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 29. október 2021.

*1P.S. "Helping someone else through difficulty is where civilization starts," Margaret Mead.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
Skýring

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
Vinir skipta sköpum fyrir hamingju okkar
Ingrid Kuhlman
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Vin­ir skipta sköp­um fyr­ir ham­ingju okk­ar

Al­þjóða­dag­ur ham­ingju er hald­inn há­tíð­leg­ur í dag, mánu­dag­inn 20. mars. Með­fylgj­andi er grein um vináttu en hún spil­ar stór­an þátt í ham­ingju og vellíð­an okk­ar.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum
Fréttir

Ekki sett af stað vinnu við til­raun­ir með hug­víkk­andi efni á föng­um

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.
Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Fréttir

Rio Tinto greið­ir millj­arða­sekt vegna mútu­brota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.
Ég tala oft um að missa vitið við þessar aðstæður
Viðtal

Ég tala oft um að missa vit­ið við þess­ar að­stæð­ur

Elva Björk Ág­ústs­dótt­ir sál­fræði­kenn­ari seg­ir að næst­um all­ir gangi í gegn­um ástarsorg ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni, svo sem á unglings­ár­un­um eða á full­orð­ins­ár­un­um. Eða bæði. Og hún hef­ur reynslu af því.
Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum
Fréttir

Netsvik­ar­ar höfðu 372 millj­ón­ir af Ís­lend­ing­um í fyrra: Einn tap­aði 80 millj­ón­um

Lög­regl­unni bár­ust 119 til­kynn­ing­ar um netsvik í fyrra. Fjár­hæð svik­anna nem­ur rúm­um 372 millj­ón­um króna. Eitt mál sker sig úr þar sem netsvik­ar­ar höfðu 80 millj­ón­ir af ein­um ein­stak­lingi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Að sigra eða sigra ekki heiminn
Menning

Að sigra eða sigra ekki heim­inn

Í litl­um bæ, um 50 kíló­metr­um frá Berlín, er göm­ul mylla þar sem unn­ið hef­ur ver­ið hörð­um hönd­um við að ryðja út 13 tonn­um af stáli til að breyta­henni í lista­stúd­íó. Mað­ur­inn á bak við verk­efn­ið er ís­lenski mynd­list­ar­mað­ur­inn, Eg­ill Sæ­björns­son, sem hef­ur hasl­að sér völl í lista­sen­unni víða um heim. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir langa dvöl er­lend­is þá sé teng­ing­in við Ís­land mik­il – enda séu ræt­urn­ar, þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft, þar.
Sagði skilið við kjánalegar gamanhrollvekjur fyrir sveppasýkta uppvakninga
Fréttir

Sagði skil­ið við kjána­leg­ar gaman­hroll­vekj­ur fyr­ir sveppa­sýkta upp­vakn­inga

Fyr­ir nokkr­um ár­um voru helstu af­rek Craig Maz­in að skrifa hand­rit að Scary Movie 4 og Hango­ver Part III. Hann ákvað að veita sér frelsi til að losna úr viðj­um gaman­hand­rita­höf­und­ar­ins og það virk­aði eins og sjón­varps­serí­urn­ar Cherno­byl og The Last of Us sýna.
Skjálfti
Bíó Tvíó#229

Skjálfti

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Tinnu Hrafns­dótt­ur frá 2022, Skjálfti.
Loka auglýsingu