Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Hvernig líður þér Maní?

Hvernig líður þér Maní?

MYND: DAVÍÐ ÞÓR

EINSEMD er sammannlegur sannleikur sem býr í hverju hjarta. Allir ættu því að geta sett sig í spor íranska transdrengsins Maní Shahidi sem óttast einangrun og ofbeldi og þráir hlutdeild í því öryggi sem við erum stolt af hér á Íslandi.

Einsemd einstaklinga ræðst af því trausti sem þeir skynja frá öðrum og til annarra. Útskúfun úr samfélagi sem einstaklingur vill tilheyra er yfirlýsing um algjört vantraust og verstu refsingu. Við þurfum ekki sálfræðing eða geðlækni til að segja okkur það, við þurfum aðeins að muna eftir að einnig við sjálf getum skynjað kraftmikla einsemd.

Einsemdin er mælikvarði á stöðu okkar í heiminum. Tengsl við aðra þurfa að vera vinaleg og þessi tengsl þarf að rækta og bæta. Traust tengsl þurfa að myndast milli einstaklinga og samfélagið þarf að sýna þeim góðvild.

Einsemdin vex sem tilfinning þegar löngun/þrá til að tengjast öðrum er hafnað, þá breytist hún í nístandi sorg. Maní hefur opnað sig gagnvart okkur. Hann hefur fundið sig sem persónu, myndað tengsl, sýnt okkur traust og skynjað öruggi. Getum við svipt hann öllu þessu?

Hann kvelst af einsemd og þráir tækifæri hér á landi, það kostar okkur ekkert að veita það, í samanburði því þjáninguna sem annars yrði vakin. Maní getur ekki bara skipt um viðhorf og hætt að vera einmana, þetta er rótgróin sammanleg tilfinning sem vex eða dvín. Framtíð hans er í okkar höndum.

Við getum veitt honum og foreldrum hans trausta undirstöðu og dregið úr óttanum og óvissunni. Brottvísun skapar vantraust sem eykur vanlíðan þeirra. Maní hefur þegar misst heilsuna vegna þess að hjálpin lætur á sér standa og refsingin vofir yfir.

Maní hefur ekki verið spurður af íslenskum ráðherra eða yfirvöldum um hvernig honum líði eða hvað hann vilji, enginn hefur hringt nema löggan. Brottvísun fjölskyldunnar var frestað vegna þess að hann var lagður inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Maní á heima hér og hefur myndað tengsl, hann gengur í skóla, hefur eignast vini, komið fram sem transstrákur. Einsemdin hætti að vaxa um stund. Við getum ekki refsað barni fyrir að vera heiðarlegt og kippt undan því fótunum með harkalegum hætti. Brottvísun er það versta sem við getum gert.

Hversu fátækleg er mannúðin?

Hversu lítið hefur áunnist fyrst innlifun í aðstæður þessarar fjölskyldu er svo takmörkuð?

Veitum fjölskyldunni umsvifalaust alþjóðlega vernd á Íslandi! 

Tenglar

Undirskriftarsöfnun fyrir Maní og fjölskyldu

Opið bréf frá kennurum Maní til stuðnings

NOBORDERS ICELAND

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni