Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Um sérhagsmuni og aðra hagsmuni

Um sérhagsmuni og aðra hagsmuni

Þann 19.júni brautskráðist um 1% þjóðarinnar með háskólapróf. Það vekur mann til umhugsunar, sérstaklega að því leytinu til að þá vaknar spurningin; hvar fær allt þett fólk vinnu?

Ísland tók stökk inn í nútímann fyrir um 70 árum síðan, eða um og eftir síðari heimsstyrjöld (,,blessað stríðið sem gerði syni okkar ríka“). Það var einskær ,,tilviljun.“ Hvað hefði gerst á Íslandi ef Hitler hefði ekki ráðist inn í Pólland 1.september 1939? Það er áhugaverð spurning.

Aðeins eru rúmlega 100 ár frá því að rafmagn ruddi sér til rúms hér á Íslandi, og það kom mest frá Evrópu, þ.e.a.s. sú tækni og  sú kunnátta (,,know-how“) sem um ræðir í því sambandi.

En aftur að seinna stríði: Þegar því lauk og á næstu áratugum helltu Íslendingar sér inn í það sem kallað er nútímavæðing (,,modernisation“). Þá var ekki aftur snúið.

Síðan þá hafa Íslendingar verið í fararboddi að skaffa sér nýja tækni; Ipodda, tölvur, farsíma, internet og allt sem þessu fylgir. Ísland er eitt netvæddasta samfélag jarðar, sem telur um 7 milljarða manna. Hver hefði trúað því?

Á sama tíma eru við völd hagsmunaklíkur sem eru frá þeirri forneskju og því myrkri sem réði áður en rafmagnið kom og lýsti allt upp.

Á hverju ári eru um 15.000 milljónir, 15 milljarðar, settir í landbúnað á Íslandi, til þess að styrkja það sem kalla mætti ,,hirðingjabúskap“ – að láta rolluna ganga frjálsa og éta sundur gróður landsins.

Það er fyrst og fremst sú hagsmunaklíka sem heitir,,Framsóknarflokkurinn“ sem hefur staðið fyrir þessu. Hvar er framsókn Framsóknarflokksins?

Oflurlítil bændaklíka, sem hefur þó náð fáránlega góðum pólitískum árangri í skjóli meðal annars ,,vanskapaðs kosningakerfis“ – svo eittvað sé nefnt.

Ásgeir Jónssson, bankastjóri Seðlabanka Íslands gerði völd sérhagsmuna á Íslandi að umtalsefni ekki fyrir löngu síðan og var það áhugavert. Seðlabankastjóri Íslands mætti gera meira af því að tjá sig með álíka hvassyrtum hætti.

En kjarni málsins er þessi: Saga Íslands er í raun saga sérhagsmuna. Hingað komu menn frá Noregi um 870 eftir Krist og hófu að búa til það sem kallast samfélag. Það gekk vel til að byrja með en um 1220 fór allt í hund og kött og við töpuðum sjálfstæðinu (og okkur sjálfum) og næstu árhundruð vorum við undir stjórn Norðmanna og síðar Dana.

Árið 1550 fórum við yfir í lútherskan sið (mótmælendatrú) og erum þar enn. Völd kirkjunnar voru mikil, eignsafn hennar var eins og Michelin-maðurinn á sterum! Bændur og höfðingjar réðu samt ríkjum í sveitum landsins. Á kostnað bláfátæks almennings.

Fullveldi frá Dönum kom 1918 og sjálfstæði 1944, það er því enn nokkuð langt í að við getum fagnað öld sem sjálfstæð þjóð, það er áhugaverð staðreynd.

Landbúnaður og sveitastörf réðu ríkjum allt fram til aldamóta 1900, en um það leyti var fyrsti mótorinn settur í árabát og þá hófst vélvæðing í sjávarútvegi. Vistarband/vistaránuð var algeng og allskyns kúgun í boði landbúnaðarelítunnar.

En saga 20.aldarinnar er engu að síður saga minnkandi áhrifa landbúnaðar á kostnað sjávarútvegs (nokkuð sem landbúnaðurinn reyndi efti fremsta megni að koma í veg fyrir) og sem svo nær hámarki með tilkomu kvótakerfis í sjávarútvegi (um og eftir 1985) sem býr til fyrstu milljóna/milljarðamæringana á Íslandi og það sem kalla mætti ,,ólígarka“ – gríðarlega valdamikla menn sem nýta völd sín í þágu sinna sérhagsmuna.

Takið eftir: Alltaf hafa almannahagsmunir, hagsmunir hins almenna borgara setið á hakanum í íslensku samfélagi!

Þetta færir umræðuna að unga fólkinu, sem er að útskrifast, búið að leggja á sig strit og jafnvel skuldir til að klára sitt nám.

Er það sem kallað er ,,verðleikasamfélag“ sem bíður þessa unga fólks? Eða er um að ræða samfélag sem er fast á klafa fortíðar, sérhagsmuna og klíkuskapar?

Skuldum við ekki unga fólkinu sem var að útkrifast eitthvað annað og meira?

Stjórnmálakerfi Íslands er að mörgu leyti stórgallað. Hér er lýðræði að forminu til, en Íslandi hefur verið haldið á klafa sérhagsmuna árhundruðum saman. Og fyrir það hefur landinn goldið hátt verð.

Frjálslyndi og nútímaleg viðhorf hafa átt erfitt uppdráttar.

Mestu framfaraskref landins hafa verið tekin þegar Ísland hefur fært sig nær Evrópu; með aðild að EFTA um 1970 og samningnum um hið evrópska efnahagssvæði (EES) árið 1995. Þá tókst klókum alþjóðasinnum að fá aðild Íslands að þeim samningi í gegn.

Má segja að skörð hafi verið höggvin í varðstöðu sérhagsmunanna á Ísland með aðildinni að EES. Almenningur á Íslandi finnur fyrir því með allskyns réttindum til orðs og æðis sem annars væru ekki til staðar.

Sjaldan hafa verið stigin jafn mikil framfaraskref hér á landi, það hafa talsmenn allra stjórnmálaflokka viðurkennt, jafnvel þeirra sem mest hafa verið á móti ,,Evrópu."

Ísland á að vera opið og víðsýnt samfélag. Hér eiga að vera tækifæri fyrir alla og þessi tækifæri eiga birtast í samvinnu við aðrar þjóðir og þar liggur Evrópa næst okkur.

Við getum kastað af okkur oki sérhagsmuna og skapað samfélag þar sem verðleikar hvers og eins fá að njóta sín.

Í samvinnu við aðrar frjálslyndar þjóðir.

 

 

  

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu