Þessi færsla er rúmlega 7 mánaða gömul.

Rafmagnaðar kosningar í Svíþjóð 11.september?

Rafmagnaðar kosningar í Svíþjóð 11.september?

Rafmagnskosningarnar? Kannski verður það nafnið sem þingkosningarnar árið 2022 í Svíþjóð verða kallaðar í sögubókum framtíðarinnar, sem fara fram næsta sunnudag, 11. september.

Það er að sjálfsögðu vegna stríðsins í Úkraínu og þeirra hrikalegu hækkana á orkuverði sem nú tröllríða Evrópu. Margir Svíar eru komnir að sársaukamörkum varðandi raforkuverð og það mikið rætt í kosningabaráttunni.

En það er fleira sem Svíar þurfa að hafa áhyggjur af, til að mynda aukið ofbeldi og hugmyndir fólks um öryggi. Það er sláandi staðreynd, en það sem af er ári hafa um 47 manns verið skotnir í Svíþjóð, til og með 1.september. Alls hafa 74 slasast í skotárásum fram að sama tíma, samkvæmt tölum frá sænsku lögreglunni.

Þetta er grafalvarlegt mál, en niðurskurður í löggæslu hefur löngum verið mikill í Svíþjóð. Um 200 löggur eru pr.100.000 íbúa í Svíþjóð, en voru 216 árið 2010. Aðeins Finland og Danmörk eru með færri löggur pr. 100.000 íbúa.

Þetta ástand hafa Svíþjóðardemókratar nýtt til hins ítrasta, en þeir eru nú orðnir annar stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum. Þeir græða á óánægju fólks. Margt bendir til þess að Hægriflokkurinn (Moderaterna) muni fá slæma kosningu og eru spekúlantar þegar farnir að ræða um eftirmann í staðinn fyrir Ulf Kristerson. Stefnir í verstu kosningu þeirra síðan 2002, þegar flokkurinn fékk aðeins um 15% fylgi. Fylgið er nú um 17% samkvæmt könnunum.

Magdalena Anderson, forsætisráðherra, hefur lofað 10.000 nýjum löggum á götur landsins vinni hún kosningarnar. Hún er formaður flokks, sem er vanur að stjórna í Svíþjóð, en á síðustu öld voru sænskir jafnaðarmenn í ríkisstjórn um 80% af öldinni. Það var nánast ekki mynduð ríkisstjórn á síðustu öld í Svíþjóð, nema ,,Sossarnir“ væru þar við völd.

Þeir eru núna með um 29% fylgi samkvæmt könnunum, en það fór hæst í júní á þessu ári í 33,7%. Hefur heldur dalað. Stjórnin þarf 50% eða meira til að fá meirihluta og er það æskilegast, þó svo að oft hafi minnihlutastjórnir verið í Svíþjóð, þar sem Jafnaðarmenn hafa t.d. reitt sig á stuðning Vinstriflokks eða Umhverfisflokksins, til að ná málum í gegn. En þetta hefur oft ekki gengið andskotalaust fyrir sig.

Ástandið í orkumálunum og umrót vegna ofbeldismála hefur sett önnur hefðbundnari mál út á jaðarsvæði kosningabaráttunnar. Mál á borð við skólamál, heilbrigðismál, málefni barna og aldraðra. Sem og umhverfismálin. Þetta er óvenjulegt.

Eitt sem fræðimenn telja sig líka sjá er að flokkshollusta virðist vera á stöðugu undanhaldi í Svíþjóð. Kjósendur virðast vera reiðubúnari að skipta um flokk og jafnvel kjósa ,,taktískt“. Þetta sagði stjórnmálafræðiprófessorinn Henrik Oscarsson frá Gautaborg í samtali við Sænska ríkisútvarpið á dögunum. Flökt kjósenda er nú meira en áður.

Alls eru átta flokkar sem bjóða sig fram; Jafnaðarmenn, Hægriflokkurinn, Svíþjóðardemókratar, Frjálslyndi flokkurinn, Miðflokkurinn, Kristilegir demókratar, Umhverfisflokkurinn og Vinstriflokkurinn.

Þrír þessara eru ,,stórir“: Jafnaðarmenn(turninn), Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn. Hinir eru allir undir 10% í fylgi og sumir hafa verið tæpir í könnunum að komast yfir 4% þröskuldinn, sem þarf til að ná inn á sænska þingið, þar sem eru 349 þingmenn í einni deild. Eins og staðan er núna virðast þó allir þessir flokkar komast á þing.

Blokkirnar, sú vinstri og sú hægri, eru nánast jafnar að stærð og er staðan tvísýn. Mestu skiptir hvort Jafnaðarmenn nái að gera góða kosningu og hversu mikið fylgi Svíþjóðardemókrata verður.

Hvort þeir nái að næla sér í fleiri óánægjuatkvæði, t.d. vegna aukinnar morðtíðni og himinhás orkuverðs kemur í ljós á næstu dögum. Orkuverðið kemur við budduna hjá fólki og það skiptir máli í pólitík. Eða eins og einhver sagði; ,,it‘s the economy, stupid.“

Ps. Myndin er auðvitað af sænskum kjötbollum. Hver verður stærsta kjötbollan eftir kosningarnar? Jú, sennilega ,,jafnaðarmannakjötbollan.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Tilvistarkreppa
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

Til­vist­ar­kreppa

Emm­anu­el Macron vildi sig­ur Úkraínu­manna en án þess þó að Rúss­ar töp­uðu, var sagt í frönsk­um fjöl­miðl­um.
Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
Skýring

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
Vinir skipta sköpum fyrir hamingju okkar
Ingrid Kuhlman
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Vin­ir skipta sköp­um fyr­ir ham­ingju okk­ar

Al­þjóða­dag­ur ham­ingju er hald­inn há­tíð­leg­ur í dag, mánu­dag­inn 20. mars. Með­fylgj­andi er grein um vináttu en hún spil­ar stór­an þátt í ham­ingju og vellíð­an okk­ar.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum
Fréttir

Ekki sett af stað vinnu við til­raun­ir með hug­víkk­andi efni á föng­um

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.
Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Fréttir

Rio Tinto greið­ir millj­arða­sekt vegna mútu­brota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.
Ég tala oft um að missa vitið við þessar aðstæður
Viðtal

Ég tala oft um að missa vit­ið við þess­ar að­stæð­ur

Elva Björk Ág­ústs­dótt­ir sál­fræði­kenn­ari seg­ir að næst­um all­ir gangi í gegn­um ástarsorg ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni, svo sem á unglings­ár­un­um eða á full­orð­ins­ár­un­um. Eða bæði. Og hún hef­ur reynslu af því.
Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum
Fréttir

Netsvik­ar­ar höfðu 372 millj­ón­ir af Ís­lend­ing­um í fyrra: Einn tap­aði 80 millj­ón­um

Lög­regl­unni bár­ust 119 til­kynn­ing­ar um netsvik í fyrra. Fjár­hæð svik­anna nem­ur rúm­um 372 millj­ón­um króna. Eitt mál sker sig úr þar sem netsvik­ar­ar höfðu 80 millj­ón­ir af ein­um ein­stak­lingi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Að sigra eða sigra ekki heiminn
Menning

Að sigra eða sigra ekki heim­inn

Í litl­um bæ, um 50 kíló­metr­um frá Berlín, er göm­ul mylla þar sem unn­ið hef­ur ver­ið hörð­um hönd­um við að ryðja út 13 tonn­um af stáli til að breyta­henni í lista­stúd­íó. Mað­ur­inn á bak við verk­efn­ið er ís­lenski mynd­list­ar­mað­ur­inn, Eg­ill Sæ­björns­son, sem hef­ur hasl­að sér völl í lista­sen­unni víða um heim. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir langa dvöl er­lend­is þá sé teng­ing­in við Ís­land mik­il – enda séu ræt­urn­ar, þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft, þar.
Sagði skilið við kjánalegar gamanhrollvekjur fyrir sveppasýkta uppvakninga
Fréttir

Sagði skil­ið við kjána­leg­ar gaman­hroll­vekj­ur fyr­ir sveppa­sýkta upp­vakn­inga

Fyr­ir nokkr­um ár­um voru helstu af­rek Craig Maz­in að skrifa hand­rit að Scary Movie 4 og Hango­ver Part III. Hann ákvað að veita sér frelsi til að losna úr viðj­um gaman­hand­rita­höf­und­ar­ins og það virk­aði eins og sjón­varps­serí­urn­ar Cherno­byl og The Last of Us sýna.
Loka auglýsingu