Bloggfærslur höfundar munu snúast bæði um málefni líðandi stundar og þeirra sem liðnar eru. Bæði innanlands og erlendis. Höfundur hefur frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á sögu og kennir efnið, ásamt fleiri samfélagsgreinum við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Gunnar er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk MA prófi i Austur-Evrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, árið 1997.
Á tímum þess sem kallaðist ,,Kalda stríðið" og stóð frá árunum 1945-1991 um það bil, voru háð nokkur stríð þar sem risaveldin, Bandaríkin og Sovétríkin (1922-1991) háðu grimmilega baráttu um forræðið í heiminum. Skyldi heimurinn vera kapítalískur með ,,Kanann" sem leiðtoga eða kommúnískur undir stjórn Rússa/Sovétríkjanna? Eitt þessara stríða var Víetnam-stríðið en um þessar mundir eru einmitt liðin um 55...
Hungurleikar Pútíns grimma
Sá atburður sem mun líma árið 2022 í minni mannkyns er innrás og stríð Vladimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árásarstríð sem ,,keisarinn“ í Kreml (Pútín forseti ræður nánast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. febrúar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagður var á ,,æfingu“, til innrásar á helstu vinaþjóð Rússa. Lítið er um vinaþel, eins og...
Brúin í Mostar - öfgar og skautun
Hinn 9.nóvember er mjög sögulegur dagur, Berlínarmúrinn féll þennan dag árið 1989 og árið 1799 tók Napóleón Bonaparte völdin í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evrópu. Árið 1923 framkvæmdi svo náunginn Adolf Hitler sína Bjórkjallarauppreisn í Þýskalandi, en hún misheppnaðist. Adolf var dæmdur í fangelsi en notaði tímann þægilega til að skrifa Mein Kampf, Barátta mín. Kristalnóttina árið 1938 bar einnig upp á þennan dag, en...
Rafmagnaðar kosningar í Svíþjóð 11.september?
Rafmagnskosningarnar? Kannski verður það nafnið sem þingkosningarnar árið 2022 í Svíþjóð verða kallaðar í sögubókum framtíðarinnar, sem fara fram næsta sunnudag, 11. september. Það er að sjálfsögðu vegna stríðsins í Úkraínu og þeirra hrikalegu hækkana á orkuverði sem nú tröllríða Evrópu. Margir Svíar eru komnir að sársaukamörkum varðandi raforkuverð og það mikið rætt í kosningabaráttunni. En það er fleira sem...
Eystrasaltsríkin: Málstaður þeirra er okkar
Fyrir skömmu komu forsetar þjóðanna við Eystrasaltið; Lettlands, Litháens og Eistlands hingað til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru liðin frá því að þau öðluðust frelsi og losnuðu undan járnhæl Sovétríkjanna (1922-1991). Ísland tók upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú þann 26.ágúst árið 1991. Þá var yfirstaðin misheppnuð valdaránstilraun gegn þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Mikail Gorbatsjov, en hann lést 30.8 2022. Ísland, með þáverandi...
Hálft ár frá innrás Rússa í Úkraínu - ítarleg umfjöllun í Stundinni
Um þessar mundir er hálft ár frá því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu og hefja þar með mesta stríð í Evrópu sem geisað hefur þar síðan seinni heimsstyrjöld lauk. Í nýjasta hefti Stundarinnar er ítarleg umfjöllun eftir undirritaðan um málið og meðal annars er þar að finna viðtal við tvo af helstu...
Svarti bletturinn á sögu Rússlands
Mánudaginn 9.maí verður Vladimír Pútín á Rauða torginu í Moskvu að fagna og sýna sig. Þá mun hann fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimsstyrjöld. Hinum alvöru nasistum, Adolf Hitler og félögum. Sigurdagurinn er sennilega einn heilagasti dagur rússneskrar sögu, en af nógu er að taka. Dagurinn er eiginlega risastór goðsögn, þar sem ættingjar þeirra sem féllu ganga um götur Moskvu með myndir af þeim, því sagt er að þeir lifi...
Stunda Rússar þjóðernishreinsanir í Úkraínu?
Slobodan Milosevic, leiðtogi Serbíu í borgarastríðinu á árunum 1991-1995 í gömlu Júgóslavíu (og síðar forseti Serbíu) átti sér draum um Stór-Serbíu. Þessi draumur hans byggðist meðal annars á atburðum sem gerðust árið 1389 þar sem nú er Kosovo. Þar börðust Serbar við Ottómana (Tyrki). Fyrir meira en 600 árum síðan. Í stríðinu í Júgóslavíu var beitt grimmilegum þjóðernishreinsunum (,,ethninc cleansing“), sem fólust í því að...
Barbarossa Pútíns
Það er alþekkt staðreynd að það þarf ekki marga villinga til að gera allt vitlaust. Ef við horfum á Evrópu sem íbúðahverfi þá eru Vladimír Pútín og Alexander Lúkasjénkó, forseti Hvíta-Rússlands ,,vitleysingarnir í hverfinu“ sem skapa ógn og skelfingu með framferði sínu. Sænski sagnfræðingurinn Kristian Gerner sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið um Pútín; ...,,hann hegðar sér eins og klassískur gangster, notar hótanir og ofbeldi, skapar skelfingu...
Reiði kallinn í Kreml
Pútín er fúll og Pútín er reiður, hann er eins og kallarnir í kvikmyndinni ,,Grumpy Old Men“ – í stöðugri fýlu. Pútin er í raun búinn að vera í fýlu síðan 2007/8, hefur haft allt á hornum sér. En það versta er að hann hefur milljónir manna undir vopnum og þúsundir allskonar vígtóla sem hann ræður bara sjálfur yfir og...
Græna, græna byltingin?
Eru tíu umhverfisflokkar í framboði? Er ,,græna byltingin“ – sem Spilverk þjóðanna söng um, runnin upp? Eða eru bara persónur í framboði, en ekki flokkar (ef dæma má af auglýsingum)? Þetta eru spurningar sem leita á hugann nú fyrir þessar kosningar, þar sem tíu flokkar bjóða fram á landsvísu og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Græn stjórnmál eru ekki...
Kabúl, stjórnarherinn og Afganistan hrundu sem spilaborg
Yfirtaka Talíbana á Afganistan í ágúst árið 2021, á sennilega eftir að fara í sögubækurnar sem ein mesta snilldaraðgerð hernaðarsögunnar, því miður. Ég vil taka það strax fram að ég tek með engu undir þá hugmyndafræði sem Talíbanar aðhyllast og vilja innleiða í Afganistan og óska þeim sem stystrar dvalar við völd í landinu. Ég skrifaði um daginn pistil...
Blóði drifinn draumur - seinni hluti: Menningarbylting og fleira
Hér á eftir fer seinni hluti umfjöllunar minnar um glæpi Kommúnistaflokks Kína, en í fyrri hlutanum var helsta umfjöllunarefnið það sem kallast ,,Stóra stökkið." Nú er komið að því sem kallast ,,Menningarbyltingin." Mikilvægur atburður í sögu Kína sem vert er að staldra við kallast ,,Menningarbyltingin“ en hún stóð frá 1966 til dauðdags Maó, áratug síðar. En í raun á...
Blóði drifinn draumur - fyrri hluti: Stóra stökkið
Í byrjun júlí birti sendiherra Kína á Íslandi grein í tilefni af aldarafmæli Kommúnistaflokks Kína, sem hefur stjórnað landinu frá byltingunni sem Maó og félagar gerðu árið 1949. Þá komst Kína undir stjórn kommúnista og alræðis þeirra og er þar enn. Grein sendiherra Kína, Jin Zhijian, er ein allsherjar lofrulla um um ,,afrek“ flokksins við að stjórna og halda...
Afganistan: Til hvers og hvað nú?
Þann 11.september á þessu ári verða 20 ár liðin frá einni alræmdustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið, en það er árás Al-Kaída samtakanna á Tvíburaturnana í New York. Turnar þessir voru að mörgu leyti táknmynd Bandaríkjanna, kapítalisma og vestrænna lifnaðarhátta. Osama Bin Laden var leiðtogi Al Kaída á þessum tíma og var þegar þarna var komið hundeltur af bandarískum yfirvöldum,...
Um sérhagsmuni og aðra hagsmuni
Þann 19.júni brautskráðist um 1% þjóðarinnar með háskólapróf. Það vekur mann til umhugsunar, sérstaklega að því leytinu til að þá vaknar spurningin; hvar fær allt þett fólk vinnu? Ísland tók stökk inn í nútímann fyrir um 70 árum síðan, eða um og eftir síðari heimsstyrjöld (,,blessað stríðið sem gerði syni okkar ríka“). Það var einskær ,,tilviljun.“ Hvað hefði gerst á...
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.