Þessi færsla er meira en ársgömul.

Kabúl, stjórnarherinn og Afganistan hrundu sem spilaborg

Kabúl, stjórnarherinn og Afganistan hrundu sem spilaborg

Yfirtaka Talíbana á Afganistan í ágúst árið 2021, á sennilega eftir að fara í sögubækurnar sem ein mesta snilldaraðgerð hernaðarsögunnar, því miður.

Ég vil taka það strax fram að ég tek með engu undir þá hugmyndafræði sem Talíbanar aðhyllast og vilja innleiða í Afganistan og óska þeim sem stystrar dvalar við völd í landinu.

Ég skrifaði um daginn pistil um málefni Afganistan, ekki vegna þess að ég er sérfræðingur, heldur vegna þess að ég er áhugamaður um alþjóðastjórnmál.

Í pistlinum sagði ég að það væri sennilega ekki langt að bíða þess að Talíbanar myndu ráða öllu landinu og nú er það raunin og gerðist mun hraðar en menn létu sér detta í hug og kom þetta alþjóðasamfélaginu í opna skjöldu.

Það var hinsvegar mjög ,,áhugavert“ að fylgjast með hvernig Talíbanar tóku hverja héraðshöfuðborgina á fætur annari og mynduðu einskonar hestaskeifu utan um Kabúl, höfuðborg landsins.

Síðan féll hún með slíkum hraða að erlend ríki hafa átt í mesta basli með að koma sínu fólki frá borginni. Talíbanar tóku Kabúl á aðeins 10 dögum, sem er með ólíkindum.

Afganski herinnn féll eins og spilaborg og það sýndi sig að allir þeir milljarðar dollara sem eytt hefur verið á undanförnum árum í að ,,byggja upp“ stjórnarherinn, þeim var nánast ,,hent út um gluggann“ eins og sagt er.

Stór þáttur í samanbroti hans er talið vera ákvörðun Bandaríkjamanna að yfirgefa herstöð sína í Bagram, rétt fyrir utan Kabúl, nánast yfir nótt og án þess að láta ráðamenn Afganistan vita, og þar með skrúfa fyrir stuðning úr lofti við afganska stjórnarherinn.

Þetta virðist vera svolítið stíll Bandaríkjamanna, en það má rifja það upp að Bandaríkjamenn kvöddu Ísland og herstöð sína á Keflavíkurflugvelli nánast með einu símtali haustið 2006. Aðstæður hér og í Afganistan eru að sjálfsögðu í engu sambærilegar, en aðferðafræðin kannski ekkert svo ólík því sem gerðist fyrir nokkrum vikum í Afganistan.

Fall Kabúl nú kemst á söguspjöldin sem mjög dramatískur atburður og má til samanburðar nefna fall Saigon, eftir Víetnam-stríðið vorið 1975 og yfirtaka Rauðu Kmeranna á höfuðborg Kambódíu, Pnom Pen, sama ár/sama vor, en þar hafði geisað blóðugt borgarastríð, sem tengist Víetnam-stríðinu órjúfanlegum böndum.

Eftir fall Saigon komust kommúnistar til valda í Víetnam (og eru enn) og við fall Pnom Pen hófust Rauðu kmerarnir, undir stjórn hins morðóða Pol Pot, til við að tæma borgir landsins og reka alla út í sveit.

Árið 0 var sett á og var þetta upphafið að grimmdarstjórn, sem tókst að myrða 2 milljónir manna á næstu fjórum árum. Valdatíð Pol Pot er talin vera með þeim grimmustu sem vitað er um, t.d. var fólk myrt fyrir það eitt að vera með gleraugu (það benti til þess að það kynni að lesa og væri menntað).

Óskarsverðlaunakvikmyndin ,,The Killing Fields“ segir frá þessari hræðilegu sögu og byggir á sönnum atburðum.

En hvað gera Talibanar nú, mennirnir hvers nánast eina vopn er afdankaður AK-47 rifill?  Nú þurfa þeir að sjá um rekstur þess lands sem þeir hafa tekið yfir, land sem er í raun misheppnað ríki (,,failed state").

En þeir hafa áður verið við völd í Afganistan, frá 1996-2001 og þá viðurkenndu aðeins fjögur ríki tilvist ríkis þeirra; Pakistan, Túrkmenistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádí-Arabía.

Hugmyndafræði Talíbana verður best lýst með orðinu alræði, en þeir viðurkenna enga andstöðu og gagnrýni og þeir kúga íbúa landsins, karlmönnum verður t.d. sennilega skylt að láta sér vaxa skegg, en hlutskipti kvenna og stúlkna verður að öllum líkindum mun verra og verða þær það sem kalla mætti ,,þriðja flokks þegnar“ – ekki leyfta að afla sér menntunar, eða taka þátt í þjóðlífinu með því að við myndum kalla ,,eðlilegum hætti.“

Hugmyndafræði Talíbana (,,sá sem leitar að þekkingu“/,,nemandi“) er samkvæmt rithöfundinum Ahmed Rashid öfgafyllsta og afskræmdasta form á íslam, sem hugsast getur.

Frá þessu segir hann í bók sinni ,,Taliban“ sem kom út í endurskoðaðri útgáfu árið 2010 og er talin vera ein besta bókin sem til er um þennan sérkennilega hóp manna, sem talinn er vera allt frá 75.000-200.000 manns að stærð.

Og að öllum líkindum mun á næstu vikum hefjast flóttamannastraumur frá Afganistan, en nú þegar er talið að um 3 milljónir flóttamanna frá Afganistan séu t.d. í Pakistan, vegna þeirra átaka sem geisað hafa á undanförnum árum.

Afganistan hefur veið kallað ,,grafreitur stórvelda“ og urðu bæði Sovétríkin (innrás þeirra 1979-1989) og Bretland (um miðja 19.öld) illa fyrir barðinu á Afgönum. Sjálfir lýsa margir Afganir þjóð sinni sem ,,stríðsþjóð“ og það kannski skýrir hvernig komið er fyrir þeim í dag.

Nú hafa Bandaríkin fengið alvöru kjaftshögg frá Talíbönum og í raun bæði bandarísk stjórnvöld og NATO-löndin verið niðurlægð af þeim.

Ljóst er að þeir voru gríðarlega vel skipulagðir og gengu fumlaust til verks, gegn andstæðingi, sem þegar upp var staðið sprakk eins og blaðra. Þrátt fyrir eina mestu hernaðaraðstoð í sögu mannkyns!

Mynd: Samsett mynd, sú efri er frá Kabúl og Getty Images, en sú neðri er eftir franska ljósmyndarann Roland Neveu, sem var einn af fáum vestrænum ljósmyndurum sem urðu eftir í Pnom Pen þegar Rauðu Kmerarnir tóku yfir landið um miðjan apríl árið 1975. Fjórum árum síðar réðust  Víetnamar inn í Kambódíu og boluðu Pol Pot frá völdum, en hann lést árið 1998.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Ára­móta­heit­in: 3. Að hætta að drekka áfengi

Við ára­mót er vin­sælt að stíga á stokk og strengja þess heit að hætta ein­hverju eða byrja á ein­hverju. Hér er pist­ill handa þeim sem lang­ar til að hætta að drekka áfengi en það er eng­inn skort­ur á ástæð­um og rök­um fyr­ir slíkri ákvörð­un. Alkó­hól er ávana­bind­andi efni og neysl­an er samof­in sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu, það telst því tölu­verð áskor­un...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
5
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...

Nýtt efni

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
Við erum sennilega búin að tapa
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Við er­um senni­lega bú­in að tapa

Tæki­fær­ið til að leið­rétta það rang­læti sem sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið fel­ur í sér er lík­leg­ast far­ið. Þau sem hagn­ast mest á kerf­inu eru bú­in að vinna. Þau eru fá­veld­ið sem rík­ir yf­ir okk­ur.
Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu
Fréttir

Nota barna­bæt­ur til að vinna nið­ur van­skil á leigu

Rekstr­ar­töl­ur Bjargs íbúða­fé­lags benda til að fólk noti barna­bæt­ur til greiða nið­ur van­skil á leigu­greiðsl­um. Sömu töl­ur sýna að van­skil hafa auk­ist veru­lega síð­asta hálfa ár­ið. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og vara­formað­ur stjórn­ar Bjargs, vill að Al­þingi setji neyð­ar­lög sem stöðvi hækk­un leigu­greiðslna.
Stjórnvöldum verði heimilt að afla gagna um farsæld barna við gerð mælaborðs
Fréttir

Stjórn­völd­um verði heim­ilt að afla gagna um far­sæld barna við gerð mæla­borðs

Stjórn­völd vinna að gerð mæla­borðs um far­sæld barna. Svo það verði að veru­leika tel­ur mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið nauð­syn­legt að inn­leiða sér­stök lög sem heim­ila stjórn­völd­um að afla gagna um líð­an, vel­ferð og far­sæld barna.
Trans fólk mun alltaf verða til
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Pistill

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Trans fólk mun alltaf verða til

Skoð­un ein­hvers á ver­ald­ar­vefn­um um kyn mitt mun ekki koma til með að breyta neinu um hver ég er.
Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála
Fréttir

Úti­lok­að­ur frá fót­bolta í rúma níu mán­uði vegna veð­mála

Fyrr­ver­andi leik­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar fær ekki að spila fót­bolta á kom­andi keppn­is­tíma­bili, vegna veð­mála hans á fót­bolta á síð­asta sumri. Aga- og úr­skurð­ar­nefnd KSÍ seg­ir hann hafa brot­ið gegn grund­vall­ar­reglu með veð­mál­um á leiki sem hann sjálf­ur tók þátt í.
Orðaleikur dómsmálaráðherra
Eiríkur Rögnvaldsson
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Orða­leik­ur dóms­mála­ráð­herra

Mál­fars­legi að­gerðasinn­inn og mál­fræð­ing­ur­inn Ei­ríku Rögn­valds­son velt­ir fyr­ir sér orðanotk­un og hug­tök­um í um­ræð­unni og rýn­ir í hugs­un­ina sem þau af­hjúpa.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Fréttir

Efl­ing mun ekki af­henda fé­laga­tal sitt

Efl­ing stétt­ar­fé­lag neit­ar að af­henda rík­is­sátta­semj­ara fé­laga­tal sitt og tel­ur að hann hafi eng­ar heim­ild­ir til að fá það af­hent. Með­an svo er er ekki hægt að greiða at­kvæði um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar gagn­rýn­ir Að­al­stein Leifs­son rík­is­sátta­semj­ara harð­lega og seg­ir hann hafa kynnt full­trú­um annarra stétt­ar­fé­laga að hann hyggð­ist leggja fram miðl­un­ar­til­lögu en aldrei hafa haft sam­ráð við Efl­ingu.
Um helmingur fyrirtækjastyrkja til stjórnarflokka komu frá sjávarútvegi
Úttekt

Um helm­ing­ur fyr­ir­tækja­styrkja til stjórn­ar­flokka komu frá sjáv­ar­út­vegi

Þeg­ar kem­ur að fram­lög­um fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka á kosn­inga­ári skera sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sig úr. Þau gefa miklu meira en aðr­ir at­vinnu­veg­ir. Alls fóru næst­um níu af hverj­um tíu krón­um sem fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gáfu til flokka 2021 til þeirra þriggja sem mynda nú rík­is­stjórn.