Þessi færsla er meira en ársgömul.

Kabúl, stjórnarherinn og Afganistan hrundu sem spilaborg

Kabúl, stjórnarherinn og Afganistan hrundu sem spilaborg

Yfirtaka Talíbana á Afganistan í ágúst árið 2021, á sennilega eftir að fara í sögubækurnar sem ein mesta snilldaraðgerð hernaðarsögunnar, því miður.

Ég vil taka það strax fram að ég tek með engu undir þá hugmyndafræði sem Talíbanar aðhyllast og vilja innleiða í Afganistan og óska þeim sem stystrar dvalar við völd í landinu.

Ég skrifaði um daginn pistil um málefni Afganistan, ekki vegna þess að ég er sérfræðingur, heldur vegna þess að ég er áhugamaður um alþjóðastjórnmál.

Í pistlinum sagði ég að það væri sennilega ekki langt að bíða þess að Talíbanar myndu ráða öllu landinu og nú er það raunin og gerðist mun hraðar en menn létu sér detta í hug og kom þetta alþjóðasamfélaginu í opna skjöldu.

Það var hinsvegar mjög ,,áhugavert“ að fylgjast með hvernig Talíbanar tóku hverja héraðshöfuðborgina á fætur annari og mynduðu einskonar hestaskeifu utan um Kabúl, höfuðborg landsins.

Síðan féll hún með slíkum hraða að erlend ríki hafa átt í mesta basli með að koma sínu fólki frá borginni. Talíbanar tóku Kabúl á aðeins 10 dögum, sem er með ólíkindum.

Afganski herinnn féll eins og spilaborg og það sýndi sig að allir þeir milljarðar dollara sem eytt hefur verið á undanförnum árum í að ,,byggja upp“ stjórnarherinn, þeim var nánast ,,hent út um gluggann“ eins og sagt er.

Stór þáttur í samanbroti hans er talið vera ákvörðun Bandaríkjamanna að yfirgefa herstöð sína í Bagram, rétt fyrir utan Kabúl, nánast yfir nótt og án þess að láta ráðamenn Afganistan vita, og þar með skrúfa fyrir stuðning úr lofti við afganska stjórnarherinn.

Þetta virðist vera svolítið stíll Bandaríkjamanna, en það má rifja það upp að Bandaríkjamenn kvöddu Ísland og herstöð sína á Keflavíkurflugvelli nánast með einu símtali haustið 2006. Aðstæður hér og í Afganistan eru að sjálfsögðu í engu sambærilegar, en aðferðafræðin kannski ekkert svo ólík því sem gerðist fyrir nokkrum vikum í Afganistan.

Fall Kabúl nú kemst á söguspjöldin sem mjög dramatískur atburður og má til samanburðar nefna fall Saigon, eftir Víetnam-stríðið vorið 1975 og yfirtaka Rauðu Kmeranna á höfuðborg Kambódíu, Pnom Pen, sama ár/sama vor, en þar hafði geisað blóðugt borgarastríð, sem tengist Víetnam-stríðinu órjúfanlegum böndum.

Eftir fall Saigon komust kommúnistar til valda í Víetnam (og eru enn) og við fall Pnom Pen hófust Rauðu kmerarnir, undir stjórn hins morðóða Pol Pot, til við að tæma borgir landsins og reka alla út í sveit.

Árið 0 var sett á og var þetta upphafið að grimmdarstjórn, sem tókst að myrða 2 milljónir manna á næstu fjórum árum. Valdatíð Pol Pot er talin vera með þeim grimmustu sem vitað er um, t.d. var fólk myrt fyrir það eitt að vera með gleraugu (það benti til þess að það kynni að lesa og væri menntað).

Óskarsverðlaunakvikmyndin ,,The Killing Fields“ segir frá þessari hræðilegu sögu og byggir á sönnum atburðum.

En hvað gera Talibanar nú, mennirnir hvers nánast eina vopn er afdankaður AK-47 rifill?  Nú þurfa þeir að sjá um rekstur þess lands sem þeir hafa tekið yfir, land sem er í raun misheppnað ríki (,,failed state").

En þeir hafa áður verið við völd í Afganistan, frá 1996-2001 og þá viðurkenndu aðeins fjögur ríki tilvist ríkis þeirra; Pakistan, Túrkmenistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádí-Arabía.

Hugmyndafræði Talíbana verður best lýst með orðinu alræði, en þeir viðurkenna enga andstöðu og gagnrýni og þeir kúga íbúa landsins, karlmönnum verður t.d. sennilega skylt að láta sér vaxa skegg, en hlutskipti kvenna og stúlkna verður að öllum líkindum mun verra og verða þær það sem kalla mætti ,,þriðja flokks þegnar“ – ekki leyfta að afla sér menntunar, eða taka þátt í þjóðlífinu með því að við myndum kalla ,,eðlilegum hætti.“

Hugmyndafræði Talíbana (,,sá sem leitar að þekkingu“/,,nemandi“) er samkvæmt rithöfundinum Ahmed Rashid öfgafyllsta og afskræmdasta form á íslam, sem hugsast getur.

Frá þessu segir hann í bók sinni ,,Taliban“ sem kom út í endurskoðaðri útgáfu árið 2010 og er talin vera ein besta bókin sem til er um þennan sérkennilega hóp manna, sem talinn er vera allt frá 75.000-200.000 manns að stærð.

Og að öllum líkindum mun á næstu vikum hefjast flóttamannastraumur frá Afganistan, en nú þegar er talið að um 3 milljónir flóttamanna frá Afganistan séu t.d. í Pakistan, vegna þeirra átaka sem geisað hafa á undanförnum árum.

Afganistan hefur veið kallað ,,grafreitur stórvelda“ og urðu bæði Sovétríkin (innrás þeirra 1979-1989) og Bretland (um miðja 19.öld) illa fyrir barðinu á Afgönum. Sjálfir lýsa margir Afganir þjóð sinni sem ,,stríðsþjóð“ og það kannski skýrir hvernig komið er fyrir þeim í dag.

Nú hafa Bandaríkin fengið alvöru kjaftshögg frá Talíbönum og í raun bæði bandarísk stjórnvöld og NATO-löndin verið niðurlægð af þeim.

Ljóst er að þeir voru gríðarlega vel skipulagðir og gengu fumlaust til verks, gegn andstæðingi, sem þegar upp var staðið sprakk eins og blaðra. Þrátt fyrir eina mestu hernaðaraðstoð í sögu mannkyns!

Mynd: Samsett mynd, sú efri er frá Kabúl og Getty Images, en sú neðri er eftir franska ljósmyndarann Roland Neveu, sem var einn af fáum vestrænum ljósmyndurum sem urðu eftir í Pnom Pen þegar Rauðu Kmerarnir tóku yfir landið um miðjan apríl árið 1975. Fjórum árum síðar réðust  Víetnamar inn í Kambódíu og boluðu Pol Pot frá völdum, en hann lést árið 1998.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
FréttirSnjóflóð í Neskaupsstað

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.