Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Brúin í Mostar - öfgar og skautun

Brúin í Mostar - öfgar og skautun

Hinn 9.nóvember er mjög sögulegur dagur, Berlínarmúrinn féll þennan dag árið 1989 og árið 1799 tók Napóleón Bonaparte völdin í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evrópu. Árið 1923 framkvæmdi svo náunginn Adolf Hitler sína Bjórkjallarauppreisn í Þýskalandi, en hún misheppnaðist.

Adolf var dæmdur í fangelsi en notaði tímann þægilega til að skrifa Mein Kampf, Barátta mín. Kristalnóttina árið 1938 bar einnig upp á þennan dag, en þá réðust trylltir nasistar gegn Gyðingum í Þýskalandi. Sú nótt var einskonar upphitun fyrir Helförina.

Súrefni Hitlers var hatur og fordómar. Um sex milljónir gyðinga, 95% af heildarfjöldanum í Evrópu, fengu að gjalda fyrir það með lífi sínu, sem og tugir milljóna hermanna og almennra borgara í seinni heimsstyrjöldinni, sem hann setti af stað í byrjun september árið 1939.

Rúmlega fimm áratugum síðar geisaði svo önnur styrjöld í Evrópu, sú blóðugasta síðan þeirri seinni lauk. Þetta var borgarastríðið í Júgóslavíu. Það grundvallaðist líka að stórum hluta á fordómum og stórveldisdraumum.

Verst var það í Bosníu-Herzegóvínu, sem var eitt af lýðveldum Júgóslvíu. Þennan dag, 9.nóvember, var brú nokkur sprengd í frumeindir sínar, en þetta var brúin í borginn Mostar, en orðið ,,most“ í serbó-króatísku (reyndar rússnesku líka) þýðir brú eða brúarmannvirki.

Brýr eru frábær fyrirbæri, þær gera hið ómögulega mögulegt, þær tengja og þjóna. Þessi brú, yfir ána Neretva í Bosníu var byggð af Ottómanveldinu á 16.öld og var talin vera fyrirtaks dæmi um byggingalist múslima á Balkanskaga.

En á þessum tíma, veturinn 1992, höfðu múslimum og Krótötum í borginni lent saman, en þeir voru einnig að berjast við Serba í blóðugu borgarastríði sem braust út sumarið 1991 og stóð fram í nóvember árið 1995. Verstu fjöldamorð i Evrópu frá lokum seinna stríðs voru framin í Srebrenica sumarið 1995, en þá voru um 7000 múslimskir karlmenna myrtir af Serbum í þessum bæ, sem átti að vera undir vernd Sameinuðu þjóðanna.

Brúin í Mostar, Stari Most, hafði í árhundruð verið álitin tákn um umburðarlyndi og friðsæla sambúð mismunandi þjóðernishópa í Bosníu. En þarna varð hún hatrinu og fordómunum að bráð. Á næsta ári verða liðin 30 ár frá þessum atburði.

Talið er að yfirmaður hers Bosníu-Króata hafi fyrirskipað eyðileggingu brúarinnar og að um 60 fallbyssuskotum hafi verið skotið á hana, þar til hún hrundi. Síðar var hún reyndar endurbyggð og upprunalegir bitar meðal annars hífðir upp úr ánni. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í átökunum í Bosníu.

Umburðarlyndi er skortvara í stjórnmálum samtímans. Hatur og fordómar eru á uppleið austanhafs og vestan. Stríð í Úkraínu grundvallast að stórum hluta á fordómum og vísvitandi rangtúlkunum á sögunni. Svokölluð ,,skautun“ er þema samtímans, þar sem skoðanaágreiningur verður nánast óyfirstíganlegur og fjarlægð á milli einstaklinga og hópa eykst.

Í liðnum millikosningum í Bandaríkjunum sögðust margir kjósendur hafa þungar áhyggjur af lýðræðinu í landinu og þar buðu sig fram hátt í um 300 manns sem neita því staðfastlega að Joe Biden sé rétt kjörinn forseti. Trylltur skríll réðist þar á þinghúsið þann 6.janúar árið 2020, hvattur áfram af Donald Trump.

Á Ítalíu eru hægri-öfgamenn komnir til valda, en þar fæddist fasisminn og árið 1922, fyrir réttum 100 árum, komust þeir til valda á Ítalíu undir stjórn fasista nr.1, Benito Mussolini.

Í Svíþjóð er annar stærsti flokkur landsins og einn sá áhrifamesti í nýrri hægri-stjórn, Svíþjóðardemókratar, grundvallaður á hópum og hreyfingum sem aðhylltust eða aðhyllast nasisma.

Á hvaða leið erum við? Hvar endar þessi þróun? Öfl sem aðhyllast frjálslyndi, lýðræði og almenn mannréttindi, verða að spyrna við fótum. Hér er verkefnið ærið.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Rómantísk Reykvísk tímavél
Gagnrýni

Róm­an­tísk Reyk­vísk tíma­vél

Ás­geir H. Ing­ólfs­son bók­mennta­fræð­ing­ur skrif­ar um fyrstu frum­sömdu bók árs­ins hér á mark­aði – Þar sem mal­bik­ið end­ar eft­ir Magneu J. Matth­ías­dótt­ur.
Það er ekki laust við að þetta sé magnaður tími
Eggert Gunnarsson
Aðsent

Eggert Gunnarsson

Það er ekki laust við að þetta sé magn­að­ur tími

Eggert Gunn­ars­son kryf­ur helstu tíð­indi janú­ar­mánuð­ar með­an hann velt­ir fyr­ir sér hvað hann eigi að gera við tíu­þús­und­kall­inn sem enn leyn­ist í rassvas­an­um.
Erum við að tala um krónur eða kaupmátt?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Er­um við að tala um krón­ur eða kaup­mátt?

Ef hús­næð­is­kostn­að­ur á höf­uð­borg­ar­svæði er mun hærri en á Ísa­firði, Eg­ils­stöð­um eða Ak­ur­eyri þá kaupa sömu krón­ur minna af hús­næði, kaup­mátt­ur er minni.
Ríkissáttasemjari: Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði
Fréttir

Rík­is­sátta­semj­ari: Lagði til­lög­una fram og kynnti hana sem ákvörð­un án kosts á sam­ráði

Í grein­ar­gerð Efl­ing­ar fyr­ir Fé­lags­dómi er því hald­ið fram að Efl­ingu hafi aldrei gef­ist tæki­færi á að ræða miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara held­ur hafi hún ver­ið kynnt sem ákvörð­un sem bú­ið væri að taka. Efl­ing tel­ur það í and­stöðu við lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.
N4 hættir starfsemi og óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Fréttir

N4 hætt­ir starf­semi og ósk­ar eft­ir gjald­þrota­skipt­um

Fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið N4 ehf. hef­ur ósk­að eft­ir gjald­þrota­skipt­um í kjöl­far þess að til­raun­ir til að tryggja fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins gengu ekki upp.
Auðsveipnin við auðræðið
Jóhann Hauksson
Aðsent

Jóhann Hauksson

Auð­sveipn­in við auð­ræð­ið

Jó­hann Hauks­son seg­ir í að­sendri grein að deil­an um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara snú­ist ekki um heim­ild­ir embætt­is­ins „held­ur verk­falls­rétt­inn sjálf­an sem með lævís­leg­um hætti hef­ur ver­ið skert­ur á Ís­landi“.
Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018
Fréttir

Icelanda­ir sér fram á bjart­ari tíma eft­ir 80 millj­arða tap frá 2018

Upp­gjör Icelanda­ir Group fyr­ir ár­ið 2022 var birt í gær. Þar má lesa að fé­lag­ið horfi fram á bjart­ari tíma, í kjöl­far þess að hafa tap­að 826 millj­ón­um króna á síð­asta ári, sé mið­að við árs­loka­gengi banda­ríkja­dals. Upp­safn­að tap fé­lags­ins frá ár­inu 2018 nem­ur um 80 millj­örð­um. „Við höf­um náð vopn­um okk­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri.
Hvers vegna er hann á nærbuxunum?
Helga Rakel Rafnsdóttir
Pistill

Helga Rakel Rafnsdóttir

Hvers vegna er hann á nær­bux­un­um?

Helga Rakel Rafns­dótt­ir skrif­ar rýni og pæl­ing­ar um menn­ing­ar­ástand. Hér fjall­ar hún um ásýnd fólks með fötl­un á ljós­mynd­um.
Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Þröst­ur Helga­son hætt­ir sem dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Þröst­ur mun starfa á Rás 1 út mán­uð­inn en Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir tek­ur við skyld­um hans sem dag­skrár­stjóri.
Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar
Fréttir

Bæj­ar­stjór­inn á Akra­nesi ráð­inn for­stjóri Orku­veit­unn­ar

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tek­ur við af Bjarna Bjarna­syni sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur 1. apríl næst­kom­andi. Rúm­lega tutt­ugu manns sótt­ust eft­ir starf­inu, sem var aug­lýst í nóv­em­ber­mán­uði. Sæv­ar Freyr hef­ur ver­ið bæj­ar­stjóri á Akra­nesi frá ár­inu 2017 en var áð­ur for­stjóri bæði Sím­ans og 365 miðla.
Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum
Fréttir

Flug­menn segja söl­una á TF-SIF brot á al­þjóða­skuld­bind­ing­um

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna tel­ur að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra vegi að þjóðarör­ygg­is­stefnu Ís­lands með ákvörð­un sinni um að selja skuli flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni
ÚttektTíu staðreyndir

Er­lend­um rík­is­borg­ur­um aldrei fjölg­að meira á einu ári í Ís­lands­sög­unni

Fjöldi er­lendra rík­is­borg­ara sem búa á Ís­landi hef­ur þre­fald­ast á ell­efu ár­um. Nú búa fleiri slík­ir hér­lend­is en sem búa sam­an­lagt í Reykja­nes­næ, Ak­ur­eyri og Garða­bæ. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um mann­fjölda­þró­un á Ís­landi ár­ið 2022.