Þessi færsla er rúmlega 4 mánaða gömul.

Brúin í Mostar - öfgar og skautun

Brúin í Mostar - öfgar og skautun

Hinn 9.nóvember er mjög sögulegur dagur, Berlínarmúrinn féll þennan dag árið 1989 og árið 1799 tók Napóleón Bonaparte völdin í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evrópu. Árið 1923 framkvæmdi svo náunginn Adolf Hitler sína Bjórkjallarauppreisn í Þýskalandi, en hún misheppnaðist.

Adolf var dæmdur í fangelsi en notaði tímann þægilega til að skrifa Mein Kampf, Barátta mín. Kristalnóttina árið 1938 bar einnig upp á þennan dag, en þá réðust trylltir nasistar gegn Gyðingum í Þýskalandi. Sú nótt var einskonar upphitun fyrir Helförina.

Súrefni Hitlers var hatur og fordómar. Um sex milljónir gyðinga, 95% af heildarfjöldanum í Evrópu, fengu að gjalda fyrir það með lífi sínu, sem og tugir milljóna hermanna og almennra borgara í seinni heimsstyrjöldinni, sem hann setti af stað í byrjun september árið 1939.

Rúmlega fimm áratugum síðar geisaði svo önnur styrjöld í Evrópu, sú blóðugasta síðan þeirri seinni lauk. Þetta var borgarastríðið í Júgóslavíu. Það grundvallaðist líka að stórum hluta á fordómum og stórveldisdraumum.

Verst var það í Bosníu-Herzegóvínu, sem var eitt af lýðveldum Júgóslvíu. Þennan dag, 9.nóvember, var brú nokkur sprengd í frumeindir sínar, en þetta var brúin í borginn Mostar, en orðið ,,most“ í serbó-króatísku (reyndar rússnesku líka) þýðir brú eða brúarmannvirki.

Brýr eru frábær fyrirbæri, þær gera hið ómögulega mögulegt, þær tengja og þjóna. Þessi brú, yfir ána Neretva í Bosníu var byggð af Ottómanveldinu á 16.öld og var talin vera fyrirtaks dæmi um byggingalist múslima á Balkanskaga.

En á þessum tíma, veturinn 1992, höfðu múslimum og Krótötum í borginni lent saman, en þeir voru einnig að berjast við Serba í blóðugu borgarastríði sem braust út sumarið 1991 og stóð fram í nóvember árið 1995. Verstu fjöldamorð i Evrópu frá lokum seinna stríðs voru framin í Srebrenica sumarið 1995, en þá voru um 7000 múslimskir karlmenna myrtir af Serbum í þessum bæ, sem átti að vera undir vernd Sameinuðu þjóðanna.

Brúin í Mostar, Stari Most, hafði í árhundruð verið álitin tákn um umburðarlyndi og friðsæla sambúð mismunandi þjóðernishópa í Bosníu. En þarna varð hún hatrinu og fordómunum að bráð. Á næsta ári verða liðin 30 ár frá þessum atburði.

Talið er að yfirmaður hers Bosníu-Króata hafi fyrirskipað eyðileggingu brúarinnar og að um 60 fallbyssuskotum hafi verið skotið á hana, þar til hún hrundi. Síðar var hún reyndar endurbyggð og upprunalegir bitar meðal annars hífðir upp úr ánni. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í átökunum í Bosníu.

Umburðarlyndi er skortvara í stjórnmálum samtímans. Hatur og fordómar eru á uppleið austanhafs og vestan. Stríð í Úkraínu grundvallast að stórum hluta á fordómum og vísvitandi rangtúlkunum á sögunni. Svokölluð ,,skautun“ er þema samtímans, þar sem skoðanaágreiningur verður nánast óyfirstíganlegur og fjarlægð á milli einstaklinga og hópa eykst.

Í liðnum millikosningum í Bandaríkjunum sögðust margir kjósendur hafa þungar áhyggjur af lýðræðinu í landinu og þar buðu sig fram hátt í um 300 manns sem neita því staðfastlega að Joe Biden sé rétt kjörinn forseti. Trylltur skríll réðist þar á þinghúsið þann 6.janúar árið 2020, hvattur áfram af Donald Trump.

Á Ítalíu eru hægri-öfgamenn komnir til valda, en þar fæddist fasisminn og árið 1922, fyrir réttum 100 árum, komust þeir til valda á Ítalíu undir stjórn fasista nr.1, Benito Mussolini.

Í Svíþjóð er annar stærsti flokkur landsins og einn sá áhrifamesti í nýrri hægri-stjórn, Svíþjóðardemókratar, grundvallaður á hópum og hreyfingum sem aðhylltust eða aðhyllast nasisma.

Á hvaða leið erum við? Hvar endar þessi þróun? Öfl sem aðhyllast frjálslyndi, lýðræði og almenn mannréttindi, verða að spyrna við fótum. Hér er verkefnið ærið.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Tilvistarkreppa
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

Til­vist­ar­kreppa

Emm­anu­el Macron vildi sig­ur Úkraínu­manna en án þess þó að Rúss­ar töp­uðu, var sagt í frönsk­um fjöl­miðl­um.
Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
Skýring

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
Vinir skipta sköpum fyrir hamingju okkar
Ingrid Kuhlman
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Vin­ir skipta sköp­um fyr­ir ham­ingju okk­ar

Al­þjóða­dag­ur ham­ingju er hald­inn há­tíð­leg­ur í dag, mánu­dag­inn 20. mars. Með­fylgj­andi er grein um vináttu en hún spil­ar stór­an þátt í ham­ingju og vellíð­an okk­ar.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum
Fréttir

Ekki sett af stað vinnu við til­raun­ir með hug­víkk­andi efni á föng­um

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.
Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Fréttir

Rio Tinto greið­ir millj­arða­sekt vegna mútu­brota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.
Ég tala oft um að missa vitið við þessar aðstæður
Viðtal

Ég tala oft um að missa vit­ið við þess­ar að­stæð­ur

Elva Björk Ág­ústs­dótt­ir sál­fræði­kenn­ari seg­ir að næst­um all­ir gangi í gegn­um ástarsorg ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni, svo sem á unglings­ár­un­um eða á full­orð­ins­ár­un­um. Eða bæði. Og hún hef­ur reynslu af því.
Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum
Fréttir

Netsvik­ar­ar höfðu 372 millj­ón­ir af Ís­lend­ing­um í fyrra: Einn tap­aði 80 millj­ón­um

Lög­regl­unni bár­ust 119 til­kynn­ing­ar um netsvik í fyrra. Fjár­hæð svik­anna nem­ur rúm­um 372 millj­ón­um króna. Eitt mál sker sig úr þar sem netsvik­ar­ar höfðu 80 millj­ón­ir af ein­um ein­stak­lingi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Að sigra eða sigra ekki heiminn
Menning

Að sigra eða sigra ekki heim­inn

Í litl­um bæ, um 50 kíló­metr­um frá Berlín, er göm­ul mylla þar sem unn­ið hef­ur ver­ið hörð­um hönd­um við að ryðja út 13 tonn­um af stáli til að breyta­henni í lista­stúd­íó. Mað­ur­inn á bak við verk­efn­ið er ís­lenski mynd­list­ar­mað­ur­inn, Eg­ill Sæ­björns­son, sem hef­ur hasl­að sér völl í lista­sen­unni víða um heim. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir langa dvöl er­lend­is þá sé teng­ing­in við Ís­land mik­il – enda séu ræt­urn­ar, þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft, þar.
Sagði skilið við kjánalegar gamanhrollvekjur fyrir sveppasýkta uppvakninga
Fréttir

Sagði skil­ið við kjána­leg­ar gaman­hroll­vekj­ur fyr­ir sveppa­sýkta upp­vakn­inga

Fyr­ir nokkr­um ár­um voru helstu af­rek Craig Maz­in að skrifa hand­rit að Scary Movie 4 og Hango­ver Part III. Hann ákvað að veita sér frelsi til að losna úr viðj­um gaman­hand­rita­höf­und­ar­ins og það virk­aði eins og sjón­varps­serí­urn­ar Cherno­byl og The Last of Us sýna.
Loka auglýsingu