Þessi færsla er rúmlega 2 mánaða gömul.

Hungurleikar Pútíns grimma

Hungurleikar Pútíns grimma

Sá atburður sem mun líma árið 2022 í minni mannkyns er innrás og stríð Vladimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árásarstríð sem ,,keisarinn“ í Kreml (Pútín forseti ræður nánast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. febrúar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagður var á  ,,æfingu“, til innrásar á helstu vinaþjóð Rússa. Lítið er um vinaþel, eins og staðan er í dag.

Stríðið er grundvallað á lygum og fölsunum en hefur haft og mun hafa gríðarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir Evrópu, heldur alla heimsbyggðina. Stríð sem var algerlega ónauðsynlegt.

Pútín virðist staðráðinn í að sprengja bræðraþjóðina Úkraínu aftur á steinöld og helst lengra ef marka má orð hans og umræðuna meðal æðstu valdamanna landsins. Lagðar eru jarðsprengjur og ræktunarsvæði eru gerð óræktanleg í þessu gjöfula landi, kallað ,,brauðkarfa“ Evrópu. Ný Kambódía er í uppsiglingu, en óvíða í heiminum hefur eins mörgum jarðsprengjum verið komið fyrir per ferkílómetra og þar. Úkraína er því að komast í þann óæskilega flokk.

Fyrir nokkrum vikum kvaddi Pútín um 300.000 varaliða í herinn. Þá flúðu einnig nokkur hundruð þúsund manns frá Rússlandi því þeir vilja ekki taka þátt í slátrun Pútíns, bæði sem gerendur og þolendur. Mannfall hefur verið mikið meðal Rússa, sem og Úkraínumanna, en við vitum ekki nákvæmlega rússnesku töluna, þar sem Rússland er í dag harðlæst og lokað einræðisríki undir járnhæl Pútíns. Allt sem kallast lýðræði hefur verið brotið á bak aftur og kæft. Fjöldi Rússa flúði einnig frá landinu eftir að innrásin hófst.

Gríðarlegt mannfall

Samkvæmt frétt vefmiðilsins Kiev Post hafa Úkraínumenn misst á bilinu frá 10-13.000 fallna frá upphafi innrásar. Talið er að þeir missi 50-100 menn á dag og að um 500 særist. Í annarri frétt frá The Economist er talið að mannfall Rússa sé heldur meira eða um 15.000 manns (samkvæmt tölum frá CIA). Og þá er bara verið að tala um hermenn, en þúsundir almennra borgara hafa látist og um 7 milljónir Úkraínumanna eru nú á flótta. Nokkur hundruð börn hafa látist, en mögulega eru tölur um látna og slasaða mun hærri og því allskyns getgátur á lofti. Líklega fáum við aldrei réttar tölur um þessi átök.

Hinir herkvöddu

Aftur að hinum herkvöddu, hvað ætlar Pútín að gera við þá? Jú, ýmsir sérfræðingar velta fyrir sér að hann sé jafnvel að undirbúa stórsókn á næstu vikum. Það er alls ekki ólíkleg sviðsmynd. Hann hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í stríðinu  (sem átti bara að taka nokkra daga) og er meðal annars búinn að tapa svæðum og borgum sem hann hefur ,,frelsað“ og innlimað í Rússland. Hann hefur tapað næst stærstu borginni, Karkív í norðri og einnig Kherson í suðri. Honum mistókst að hertaka höfuðborgina Kíev. Pútín á einfaldlega í miklu basli með þetta stríð sitt og ekkert bendir til þess að Úkraínumenn séu að brotna, þvert á móti. Pútín þarf því að ,,rétta hlut“ sinn.

Notaði orðið ,,stríð“ í fyrsta sinn

Það sem er helst fréttnæmt frá Rússum (burtséð frá daglegum árásum, meðal annars nú um jólin) er að í fyrsta sinn notaði Pútín orðið ,,stríð“ um þessar hörmungar sem hann hefur hrint af stað. Það gerðist þann 22. desember síðastliðinn. Fram að því var rússneskum almenning selt stríðið sem ,,sérstök hernaðaraðgerð.“ Hvernig á að kalla þetta annað en stríð? Sérstaklega þegar búið er að kveða hundruð þúsunda manna í herinn og líkin hrannast upp? Menn komast ekki endalaust upp með lygar og falsanir. Kannski er Pútín einnig að fá einhverskonar jarðtengingu, nú þegar hann er búinn að vera næstum ár í stríði við nágrannaþjóð sína, hver veit?

Hungurleikarnir

Nú þegar við Íslendingar erum búnir a renna niður jólasteikinni blasir við jólahátíð Rússa, þeir halda jólin seinna en við vegna júlíanska tímatalsins sem þeir nota. Þau eru þann 7. Janúar. Þá verða hallir virkisins þar sem Pútín býr, Kremlin, vel upp hitaðar, bjartar og væntanlega hlaðnar kræsingum.

Það verður hins vegar ekki þannig hjá milljónum Úkraínumanna, konum, börnum og öldruðum. Pútín hefur bókstaflega varpað djúpum skugga yfir daglegt líf íbúa Úkraínu, t.d. með því að sprengja í sundur raforkukerfi landsins. Hann hefur orsakað dauða og hörmungar, en það er nokkuð sem hann þekkir vel af eigin reynslu frá heimaborg sinni Leníngrad, nú Sankti Pétursborg.

Í nýrri bók eftir Svíann Martin Kragh, ,,Hið fallna heimsveldi“ er meðal annars sagt frá Pútín og ferli hans. Fæddur í Leníngrad árið 1952, faðir hans barðist í seinni heimsstyrjöld gegn Þjóðverjum og særðist, en um borgina sátu nasistar í tæplega 900 daga, sem var lengsta og banvænasta umsátur stríðsins, um milljón almennra borgara féll. Fimm föðurbræður Pútíns féllu einnig í stríðinu, sem Rússar kalla ,,Föðurlandsstríðið mikla.“ Foreldrar Pútíns misstu tvo eldri syni úr hungurtengdum sjúkdómum, annan fyrir stríð og hinn í stríðinu sjálfu. Móðir hans, María,  var nær dauða en lífi í umsátrinu. Því var Pútín einn eftir og bjó hann ásamt foreldrum sínum í íbúð sem hvorki hafði salerni né rennandi vatn.

En það eru einmitt svona örlög og aðstæður sem Pútín vinnur nú hörðum höndum við að skapa til handa Úkraínumönnum. Árásir hers hans undanfarið hafa fyrst og fremst miðað að því að eyðileggja innviði; rafmagn, vatn, hita. Allt sem gerir líf fólks þægilegt og mannsæmandi, í landi þar sem frosthörkur eru gríðarlegar. Með aðgerðum sínum er rússneski herinn að ræna Úkraínumenn mannvirðingunni. Pútín kallar hungur, kulda og vosbúð yfir úkraínsku þjóðina. Þetta eru hungurleikar Pútíns grimma, sem hikar ekki við að láta eldflaugum rigna yfir íbúðarblokkir, skóla og sjúkrahús, en ráðist hefur verið á nokkur hundruð slíka staði.

Aðrir ólýsanlegir stríðsglæpir hafa verið framdir og eru í rannsókn. Alls er verið að tala um allt að 50.00 atvik sem eru skráð og eru til skoðunar. Fyrir skömmu  birti The New York Times nýtt og ítarlegt myndband um hroðann í Bucha en þar er talið að Rússar hafi þar myrt nokkur hundruð almenna borgara.

,,Hvar er sonur minn“?

Undir venjulegum kringumstæðum ætti Pútín að gera tvennt um þessar mundir sem er mikilvægur hluti af starfi hans sem forseti Rússlands. Hann á að halda ræðu um stöðu landsins fyrir þingheim Dúmunnar, rússneska þingsins. Þetta er samkvæmt stjórnarskránni, sem á sínum tíma var breytt þannig að Pútín geti setið til ársins 2036.

Svo á hann að halda það sem kallast ,,bein lína“ – en það er einskonar fundur hans með rússnesku þjóðinni i beinni útsendingu í sjónvarpi. Báðum þessu atburðum hefur nú verið frestað, enda hefur Pútín engar góðar fréttir að færa. Einnig er líklegt að hann fengi spurningar á borð við ,,hvar er sonur minn“, en á samfélagsmiðlum má sjá myndbönd frá Úkraínu þar sem úkraínskir hermenn ganga fram á rotnandi lík rússneskra hermanna, sem ekkert er hirt um að koma til ættingja sinna. Þeir hafa verið skildir eftir, fórnað á altari Pútíns. Enn ein grimmdarhliðin á þessu ónauðsynlega stríði sem enginn veit hvenær tekur enda. Í ofanálag virðast líkur á friðarviðræðum í augnablikinu hverfandi. Því verður árið 2023 sennilega enn eitt ,,stríðsárið“ í Evrópu. Undarleg orð að skrifa.

Það sem við vitum hins vegar er að þjáningar úkraínsku þjóðarinnar munu halda áfram en við vitum líka að samstaða hennar er með ólíkindum. Vesturlönd þurfa að halda áfram að hjálpa úkraínsku þjóðinni í átökunum við Rússland og Pútín með öllum tiltækum ráðum. Hún berst í raun fyrir lífi sínu, í því sem kannski mætti kalla ,,Orrustuna um Úkraínu.“

Hvað vill Pútín?

En hvað vill Pútín? Upphaflega sagðist hann ætla að ,,afvopna“ úkraínsku þjóðina, því henni væri stjórnað af ,,nasistum“ eða fasistum eins og Rússar segja alltaf. Sem er auðvitað uppspuni, enda forseti landsins af gyðingaættum og fleiri í yfirstjórn þess. Pútín vill ráða yfir Úkraínu og helst lama starfsemi úkraínska ríkisins, enda er hann búnn að innlima ákveðin svæði í austurhlutanum, þó hann ráði ekki að fullu yfir þeim. Sem er afar sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt. Úkraína á að vera hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Pútín.

Allt hefur þetta brölt hans þó meira eða minna mistekist, en í stað þess þá virðist einvaldurinn í Kreml staðráðinn í því að valda Úkraínu og úkraínsku þjóðinni eins miklum skaða og hægt er. Ef Úkraína væri einstaklingur væri markmiðið sennilega að gera viðkomandi að ósjálfbjarga öryrkja. Talið er að eins og staðan sé núna, kosti það hátt í 500 milljarða bandaríkjadala að byggja upp landið eftir eyðileggingarstríð Rússa.

Pútín er mesti skaðvaldur í Evrópu síðan Adolf Hitler var og hét. Á fundi með herforingjum sínum þann 21.desember síðastliðinn tilkynnti hann að kjarnorkuvopn landsins yrðu gerð bardagahæf, að herinn yrði stækkaður um 30% og að nýjar hersveitir yrðu stofnaðar í vesturhluta Rússlands, sem liggur að Finnlandi og 1300 kílómetra löngum landamærum landanna. Þetta er beint andsvar hans við NATÓ-umsókn Finna og Svía, sem nú eru í vinnslu. Tal hans og annarra æðstu ráðamanna, um notkun kjarnorkuvopna er fullkomlega ábyrgðarlaust og í raun stórhættulegt.

En það er nokkuð ljóst að sennilega mun spennan á Norðurlöndum bara aukast á næstu misserum. Hún bætist þá við almennt aukna spennu í alþjóðakerfinu. Þetta samanlagt er mikið áhyggjuefni og útlitið í öryggismálum Evrópu og er dökkt. Það er því miður staðreynd og hlýtur að skrifast nánast alfarið á reikning forseta Rússlands, enda hann og enginn annar sem tók þá ákvörðun að ráðast inn í Úkraínu og hefja þar með verstu átök álfunnar frá seinni heimsstyrjöld.

Mynd, samsett: Pútín í lok desember 2022, t.v. og við valdatöku sem forseti, árið 200, t.h.

Birt fyrst í  Kjarnanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.