Þessi færsla er meira en ársgömul.

Hálft ár frá innrás Rússa í Úkraínu - ítarleg umfjöllun í Stundinni

Hálft ár frá innrás Rússa í Úkraínu -  ítarleg umfjöllun í Stundinni

Um þessar mundir er hálft ár frá því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu og hefja þar með mesta stríð í Evrópu sem geisað hefur þar síðan seinni heimsstyrjöld lauk.

Í nýjasta hefti Stundarinnar er ítarleg umfjöllun eftir undirritaðan um málið og meðal annars er þar að finna viðtal við tvo af helstu sérfræðingum Svíþjóðar um málið, sagnfræðiprófessorinn Kristian Gerner og Martin Kragh, sem er Rússlandssérfræðingur hjá Utanríkimálastofnuninni í Stokkhólmi (Utrikespoitiska Institutet). Hann gaf nýlega út bók um Rússland; ,,Hið fallna heimsveldi: Rússland og Vestrið á tíma Vladimírs Pútín."

Hér eru nokkrar tilvitnanir úr grein minni:

,,Innrásarstríð Vladimírs Pútins inn í Úkraínu hefur nú staðið í hálft ár. Það hófst þann 24.febrúar síðastliðinn þegar hann skipaði her sínum að ráðast inn í eitt stærsta ríki Evrópu, sem bæði er sjálfstætt og fullvalda. Á þeim tíma hafa herir Rússlands valdið gríðarlegri eyðileggingu, sem líkja má við að risastór skemmdarvargur gangi laus í landinu."

,,Stríðið hefur leitt til gríðarlegra verðhækkana um allan heim á ýmsum vörum og sérfræðingar tala um stríðið sem ,,hinn fullkomna storm“ (e.perfect storm), þar sem saman fara áhrif loftslagsbreytinga, afleiðingar kóvid-heimsfaraldurs og svo stríðið sjálft."

,,Stríðið í Úkraínu er ekki borgarastríð, þar sem ein þjóð er að berjast innbyrðis, að halda öðru fram er sögufölsun. Stríð Pútíns gegn Úkraínu eru hreinræktað innrásar og landvinningastríð upp á gamla mátann. Tvær þjóðir berjast, þjóðir sem þó eiga um margt sameiginlegar rætur og sögu, sem nær í raun aftur til 10.aldar."

,,Innrás Rússlands í Úkraínu hefur sett allt á annan endann í Evrópu, með hrikalegum hækkunum á meðal annars matvæla og eldsneytisverði og gríðarlegri verðbólgu. Í Tyrklandi hefur hún mælst allt að 80%. Á Evrusvæðinu var verðbólga um 9% í júní, sem er það mesta sem mælst hefur. Svipaða sögu eru að segja bæði héðan frá Íslandi og í Bandaríkjunum."

Úr viðtali við sænska sérfræðinga: 

,,Stundin spurði um stöðuna í Donbass, austurhéruðum Úkrainu (sem Rússar ráða nú nánast) og um hana sagði Kristian Gerner: ,,Rússar eru á góðri leið með að eyðileggja risastórt iðnaðarsvæði, sem gerir það í raun að byrði á rússneska ríkinu. Í raun er þetta hjarta iðnaðar í landinu. Síðan þarf að byggja þetta allt upp. Rússland fær ekki neinn alþjóðlegan stuðning til þess, en Úkraína mun að öllum líkindum fá stuðning. Aðfarir Rússa eru í raun mjög heimskulegar,“ sagði Gerner."

Mynd: Wikmedia Commons

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Flækjusagan

Nýtt risam­eg­in­land eft­ir 250 millj­ón ár: Verð­ur það hel­víti á Jörð?

Legg­ið ykk­ur og sof­ið í 250 millj­ón ár. Það er lang­ur svefn en segj­um að það sé hægt. Og hvað blas­ir þá við þeg­ar þið vakn­ið aft­ur? Í sem skemmstu máli: Heim­ur­inn væri gjör­breytt­ur. Ekki eitt ein­asta gam­alt kort eða hnatt­lík­an gæti kom­ið að gagni við að rata um þenn­an heim, því öll meg­in­lönd hefðu þá færst hing­að um heimskringl­una...
Ísland í sérflokki háhraðatenginga til heimila
Erik Figueras Torras
Aðsent

Erik Figueras Torras

Ís­land í sér­flokki há­hraða­teng­inga til heim­ila

For­stjóri Mílu skrif­ar um for­skot Ís­lands þeg­ar kem­ur að há­hraða­teng­in­um til heim­ila og næstu kyn­slóð há­hraða­teng­inga sem mun styðja við þetta for­skot.
Samskip krefja Eimskip um bætur
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­skip krefja Eim­skip um bæt­ur

Flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Sam­skip ætl­ar að krefja flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Eim­skip um bæt­ur vegna meintra „ólög­mætra og sak­næmra at­hafna“ þess gagn­vart Sam­skip­um. Jafn­framt hafa Sam­skip kært ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að leggja á fyr­ir­tæk­ið 4,3 millj­arða króna í sam­ráðs­máli.
Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Fréttir

Rétt­inda­laust flótta­fólk fær skjól hjá Rauða kross­in­um

Enn ein vend­ing­in hef­ur orð­ið í deilu sveit­ar­fé­laga og rík­is um hver eða yf­ir höf­uð hvort eigi að veita út­lend­ing­um sem feng­ið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn um al­þjóð­lega vernd að­stoð. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur fal­ið Rauða kross­in­um að veita fólk­inu, sem ekki á rétt á að­stoð á grund­velli nýrra laga um út­lend­inga, gist­ingu og fæði.
„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Fréttir

„Ég vakn­aði á morgn­ana og mín fyrsta hugs­un var að heim­ur­inn væri að far­ast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Arnarlax skráð á markað á föstudag eftir átakavikur um laxeldi
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax skráð á mark­að á föstu­dag eft­ir átaka­vik­ur um lax­eldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæ­ið Arn­ar­lax gaf það út fyr­ir mán­uði síð­an að fé­lag­ið yrði skráð á mark­að í haust og verð­ur af því á föstu­dag­inn kem­ur. Síð­an þá hef­ur eytt stærsta slys sem hef­ur átt sér stað í sjókvía­eldi á Ís­landi ver­ið í há­mæli.
Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.