Þessi færsla er rúmlega 12 mánaða gömul.

Barbarossa Pútíns

Barbarossa Pútíns

Það er alþekkt staðreynd að það þarf ekki marga villinga til að gera allt vitlaust. Ef við horfum á Evrópu sem íbúðahverfi þá eru Vladimír Pútín og Alexander Lúkasjénkó, forseti Hvíta-Rússlands ,,vitleysingarnir í hverfinu“ sem skapa ógn og skelfingu með framferði sínu.

Sænski sagnfræðingurinn Kristian Gerner sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið um Pútín; ...,,hann hegðar sér eins og klassískur gangster, notar hótanir og ofbeldi, skapar skelfingu í kringum sig.“ 

Gerner, sem er prófessor við háskólann í Lundi í Svíþjóð og höfundur margra bóka um Rússland sagði einnig að það væri ekkert plan í gangi, hvað ætti að verða um þá rússnesku þjóð sem sæti uppi með þennan leiðtoga og bætti því við að rússneska þjóðin þyrfti einfaldlega að losna við Pútín.

Innrásin í Úkraínu er ,,Barbarossa“ Vladimírs Pútíns en greinilegt verður að teljast að allt hjal hans um bræðralag og að Rússar og Úkraínumenn væru ,,sama þjóð“ var bara yfirvarp og reyktjöld. Um er að ræða bæði árásar og landvinningastríð (,,war of conquest“).

Með innrás sinni og þeim áætlunum sem í henni felast, t.d. að bola löglega kosnum yfirvöldum frá völdum í Úkraínu, sýnir Pútín að hann fer fram með ítrustu fordómum gagnvart leiðtogum Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Markmiðið er að sundra Úkraínu sem ríki, mylja það í sundur og gera óstarfhæft. En með þessu fær hann auðvitað nánast alla úkraínsku þjóðina á móti sér.

Pútín þolir ekki núverandi valdhafa landsins. Hann þolir ekki að strengjabrúðan hans, hinn spillti Viktor Janúkóvits, var hrakinn frá völdum árið 2014, eftir fjögur ár á valdastóli. Hann, og fleiri í hans kreðsu eru taldir hafa rænt jafnvel milljörðum dollara.

Rússar segja að innrás þeirra sé ekki innrás, heldur ,,sérstök hernaðaraðgerð“ til að afvopna og ,,af-nasistavæða“ Úkraínu. Skýringar Rússa eru beinlínis hlægilegar, en í ,,innrásaræðu“ sinni sagði Pútín t.d. að Úkraína væri ekki þjóð og svo framvegis. Það var reiði og botnlaus heift sem einkenndi ræðuna, sem sjá má á Jútúb. Orðfæri sem þessu var einnig beitt af Rússum í blóðugum átökum í Téténíu á árunum 1994-2009.

Það eru engir nasistar við völd í Úkraínu, heldur er þetta stimpill sem á rætur til seinni heimsstyrjaldar. En þar eru til hægri-sinnaðir öfgahópar, rétt eins og í mörgum öðrum ríkjum Evrópu. Þeir hafa hins vegar engin völd. Forseti Úkraínu, Volodimyr Selenskí, fyrrum leikari, hefur aldrei verið tengdur neinu sem kallast gæti nasismi, enda erfitt um vik fyrir hann, þar sem hann er af gyðingaættum.

Þá fullyrti Pútín að ,,þjóðarmorð“ (genocide) væri í gangi gagnvart Rússum í A-hluta Úkraínu, en ekkert bendir hins vegar til þess. Varla er hægt að saka þjóðarleiðtoga um alvarlegri glæp.

Hegðun og framferði Pútíns er gott dæmi um einstakling sem er búinn að vera allt of lengi við völd, eða um 22 ár. Valdið spillir og gagnrýnisleysi og aðhaldsleysi eitrar út frá sér.

Heimssýn og hugmyndir Pútíns einkennast af þráhyggju og ,,nostalgíu“ og hann reynir með aðgerðum sínum að breyta sögulegri þróun handvirkt og með yfirgengilegu hervaldi.

Pútín hefur látið breyta lögum og stjórnarskrá Rússlands þannig að hann getur setið í 14 ár í viðbót, eða til 2036, ef heilsa hans leyfir, sem sumir eru reyndar farnir að efast um, sérstaklega þá andlegu.

Það er skelfileg tilhugsun, bæði fyrir Rússa, sem og alla heimsbyggðina. Hann er hreinlega hættulegur gaur, reiður, vondur og pirraður, sem sættir sig ekki við einfaldar staðreyndir á borð við að Úkraínu er sjálfstætt og fullvalda ríki.

Myndin sýnir átökin í Úkraínu, meðal annars látinn karlmann sem féll í árás Rússa. Skjáskot frá SVT.se

 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.
„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

„Kannski er lögg­an að fara að mæta á skrif­stof­ur Efl­ing­ar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.
Brot á stjórnarskránni?
Gunnar Alexander Ólafsson
Aðsent

Gunnar Alexander Ólafsson

Brot á stjórn­ar­skránni?

Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son furð­ar sig á því af hverju laga­ráð starfar ekki á Al­þingi, ráð sem mun skoða öll frum­varps­drög sem lögð eru fyr­ir Al­þingi og meta hvort þau stand­ist stjórn­ar­skrá eða ekki.
Verkföll Eflingar lögleg
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Verk­föll Efl­ing­ar lög­leg

Fé­lags­dóm­ur féllst ekki á mála­til­bún­að Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Að óbreyttu munu verk­föll um 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela því hefjast á há­degi á morg­un.
Efling þarf að afhenda félagatalið
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Efl­ing þarf að af­henda fé­laga­tal­ið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.
Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Fréttir

Þóra Arn­órs­dótt­ir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.
Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
FréttirLaxeldi

Veik­burða og brota­kennd stjórn­sýsla ekki í stakk bú­in til að tak­ast á við auk­in um­svif sjókvía­eld­is

Stefnu­laus upp­bygg­ing og rekst­ur sjókvía á svæð­um hef­ur fest sig í sessi og stjórn­sýsla og eft­ir­lit með sjókvía­eldi er veik­burða og brota­kennd að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem ger­ir at­huga­semd­ir í 23 lið­um í ný­út­kom­inni skýrslu um sjókvía­eldi
Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Fréttir

Ham­far­ir í Tyrklandi og Sýr­landi – Tala lát­inna hækk­ar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.
Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Fréttir

Nýr Laug­ar­dalsvöll­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut?

Formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands seg­ir margt mæla með því að nýr þjóð­ar­leik­vang­ur knatt­spyrnu verði byggð­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut og gamli Laug­ar­dalsvöll­ur­inn standi sem þjóð­ar­leik­vang­ur frjálsra íþrótta. Hug­mynd­in kom frá arki­tekt sem sit­ur í mann­virkja­nefnd KSÍ.