Þessi færsla er meira en ársgömul.

Barbarossa Pútíns

Barbarossa Pútíns

Það er alþekkt staðreynd að það þarf ekki marga villinga til að gera allt vitlaust. Ef við horfum á Evrópu sem íbúðahverfi þá eru Vladimír Pútín og Alexander Lúkasjénkó, forseti Hvíta-Rússlands ,,vitleysingarnir í hverfinu“ sem skapa ógn og skelfingu með framferði sínu.

Sænski sagnfræðingurinn Kristian Gerner sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið um Pútín; ...,,hann hegðar sér eins og klassískur gangster, notar hótanir og ofbeldi, skapar skelfingu í kringum sig.“ 

Gerner, sem er prófessor við háskólann í Lundi í Svíþjóð og höfundur margra bóka um Rússland sagði einnig að það væri ekkert plan í gangi, hvað ætti að verða um þá rússnesku þjóð sem sæti uppi með þennan leiðtoga og bætti því við að rússneska þjóðin þyrfti einfaldlega að losna við Pútín.

Innrásin í Úkraínu er ,,Barbarossa“ Vladimírs Pútíns en greinilegt verður að teljast að allt hjal hans um bræðralag og að Rússar og Úkraínumenn væru ,,sama þjóð“ var bara yfirvarp og reyktjöld. Um er að ræða bæði árásar og landvinningastríð (,,war of conquest“).

Með innrás sinni og þeim áætlunum sem í henni felast, t.d. að bola löglega kosnum yfirvöldum frá völdum í Úkraínu, sýnir Pútín að hann fer fram með ítrustu fordómum gagnvart leiðtogum Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Markmiðið er að sundra Úkraínu sem ríki, mylja það í sundur og gera óstarfhæft. En með þessu fær hann auðvitað nánast alla úkraínsku þjóðina á móti sér.

Pútín þolir ekki núverandi valdhafa landsins. Hann þolir ekki að strengjabrúðan hans, hinn spillti Viktor Janúkóvits, var hrakinn frá völdum árið 2014, eftir fjögur ár á valdastóli. Hann, og fleiri í hans kreðsu eru taldir hafa rænt jafnvel milljörðum dollara.

Rússar segja að innrás þeirra sé ekki innrás, heldur ,,sérstök hernaðaraðgerð“ til að afvopna og ,,af-nasistavæða“ Úkraínu. Skýringar Rússa eru beinlínis hlægilegar, en í ,,innrásaræðu“ sinni sagði Pútín t.d. að Úkraína væri ekki þjóð og svo framvegis. Það var reiði og botnlaus heift sem einkenndi ræðuna, sem sjá má á Jútúb. Orðfæri sem þessu var einnig beitt af Rússum í blóðugum átökum í Téténíu á árunum 1994-2009.

Það eru engir nasistar við völd í Úkraínu, heldur er þetta stimpill sem á rætur til seinni heimsstyrjaldar. En þar eru til hægri-sinnaðir öfgahópar, rétt eins og í mörgum öðrum ríkjum Evrópu. Þeir hafa hins vegar engin völd. Forseti Úkraínu, Volodimyr Selenskí, fyrrum leikari, hefur aldrei verið tengdur neinu sem kallast gæti nasismi, enda erfitt um vik fyrir hann, þar sem hann er af gyðingaættum.

Þá fullyrti Pútín að ,,þjóðarmorð“ (genocide) væri í gangi gagnvart Rússum í A-hluta Úkraínu, en ekkert bendir hins vegar til þess. Varla er hægt að saka þjóðarleiðtoga um alvarlegri glæp.

Hegðun og framferði Pútíns er gott dæmi um einstakling sem er búinn að vera allt of lengi við völd, eða um 22 ár. Valdið spillir og gagnrýnisleysi og aðhaldsleysi eitrar út frá sér.

Heimssýn og hugmyndir Pútíns einkennast af þráhyggju og ,,nostalgíu“ og hann reynir með aðgerðum sínum að breyta sögulegri þróun handvirkt og með yfirgengilegu hervaldi.

Pútín hefur látið breyta lögum og stjórnarskrá Rússlands þannig að hann getur setið í 14 ár í viðbót, eða til 2036, ef heilsa hans leyfir, sem sumir eru reyndar farnir að efast um, sérstaklega þá andlegu.

Það er skelfileg tilhugsun, bæði fyrir Rússa, sem og alla heimsbyggðina. Hann er hreinlega hættulegur gaur, reiður, vondur og pirraður, sem sættir sig ekki við einfaldar staðreyndir á borð við að Úkraínu er sjálfstætt og fullvalda ríki.

Myndin sýnir átökin í Úkraínu, meðal annars látinn karlmann sem féll í árás Rússa. Skjáskot frá SVT.se

 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Heimildin í vikulega útgáfu
Fréttir

Heim­ild­in í viku­lega út­gáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Fréttir

Hér­aðs­dóm­ur neit­ar að af­henda dóm­inn

Bæði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur og embætti rík­is­lög­manns neita að af­henda dóm­inn í máli Jó­hanns Guð­munds­son­ar. Hann starf­aði sem skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi um sumar­ið en var sagt upp í kjöl­far­ið og kærð­ur til lög­reglu.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Fréttir

Seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un geyma eng­ar raun­veru­leg­ar að­gerð­ir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.
Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum
Fréttir

Frétta­blað­ið hætt­ir að koma út og Hring­braut hætt­ir út­send­ing­um

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.
Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fréttir

BSRB-fé­lög und­ir­rita kjara­samn­inga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.
Loka auglýsingu