Þessi færsla er meira en ársgömul.

Eystrasaltsríkin: Málstaður þeirra er okkar

Eystrasaltsríkin: Málstaður þeirra er okkar

Fyrir skömmu komu forsetar þjóðanna við Eystrasaltið; Lettlands, Litháens og Eistlands hingað til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru liðin frá því að þau öðluðust frelsi og losnuðu undan járnhæl Sovétríkjanna (1922-1991). Ísland tók upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú þann 26.ágúst árið 1991. Þá var yfirstaðin misheppnuð valdaránstilraun gegn þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Mikail Gorbatsjov, en hann lést 30.8 2022.

Ísland, með þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, í fararbroddi, lék stórt hlutverk í sjálfstæðisferli Eystrasaltsþjóðanna, með því að viðurkenna sjálfstæði þeirra, fyrst vestrænna ríkja.

Af því tilefni var haldin ráðstefna í Háskóla Íslands föstudaginn 26.ágúst þar sem forseti Íslands hélt erindi og síðan voru umræður. Þar tóku þátt þeir Egils Levits, forseti Lettlands, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Alar Karis, forseti Eistlands.

Alls búa um 5.8 milljónir manna í þessum þremur smáríkjum. Frá 1940 til 1991 voru þau á valdi Nasista og Sovétmanna. Rússa frá 1940-1941, Nasista frá 1941-44 og síðan aftur Rússa (Sovétmanna), á tíma kalda stríðsins og til 1991, þegar Sovétið féll á jóladag það ár.

Einn af síðustu nöglunum í líkkistu Sovétríkjanna var einmitt sleginn í Vilnius, Litháen, í janúar árið 1991, þegar sovéskir hermenn reyndu að hertaka sjónvarpsturninn í borginni.

Stríðsástand réði þar ríkjum í þrjá daga í janúar, en þessum atburðum lauk með dauða 11 Litháa sunnudaginn 13.janúar. Stundum er þessi dagur kallaður ,,blóðugi sunnudagurinn.“ Fjórir til viðbótar létust nokkrum dögum seinna. En þetta brölt heimsveldsins mistókst, enda það komið á brauðfætur.

Í kjölfar sjálfstæðis gengu öll ríkin bæði í ESB og NATO, til að öðlast skjól gegn rússneska bangsanum í austri. Þau vilja öll stuðla að frelsi, lýðræði og mannréttindum. Allt þetta var brotið á bak aftur, bæði af nasistum og síðar Rússum. Til að mynda var framferði svokallaðra ,,Einsatzgruppen“ frá Þriðja ríki Hitlers í seinna stríði ein samfelld blóðsaga og tugir þúsunda Gyðinga í þessum löndum myrtir á grimmilegan hátt af Þjóðverjum og samverkamönnum þeirra.

Mikillar spennu hefur gætt í ríkjunum síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í lok febrúar á þessu ári. Fjöldi Rússa býr í ríkjunum þremur og mikil samskipti á milli. Öll ríkin þrjú styðja hins vegar málstað Úkraínumanna, enda járnhæll og kúgun Sovétmanna enn í fersku minni. Sporin hræða.

Málstaður Eystrasaltsríkjanna og Úkraínu er okkar og öfugt. Sporna þarf við öllum tilraunum til kúgunar og kæfingar lýðræðis og mannréttinda. Hvar sem er í heiminum.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Flækjusagan

Leynd­ar­dóms­full­ar vatns­birgð­ir Líb­íu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.
Fjöldagröf eftir flóð
Myndir

Fjölda­gröf eft­ir flóð

Tæp­lega fjög­ur þús­und eru látn­ir og mörg þús­und fleiri er sakn­að eft­ir gríð­ar­leg flóð í borg­inni Derna í Líb­íu. Lík­um hef­ur ver­ið safn­að sam­an und­an­farna daga og fjölda­graf­ir und­ir­bún­ar.
„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“
Fréttir

„Ég hef ekki mik­inn áhuga á póli­tík“

Eg­ill Helga­son seg­ir að hóf­sömu öfl­um hafi al­gjör­lega mistek­ist að halda í sína kjós­end­ur. „Heim­ur­inn hef­ur ekki versn­að mik­ið, held ég. Það er bara um­ræð­an sem hef­ur súrn­að svo svaka­lega.“
„Það skín enn þá í skriðusárin“
Allt af létta

„Það skín enn þá í skriðusár­in“

Guð­rún Ásta Tryggva­dótt­ir flutti ár­ið 2018 til Seyð­is­fjarð­ar til að kenna í grunn­skól­an­um þar. Hún býr, ásamt fjöl­skyldu sinni, efst í fjall­inu, eins og hún orð­ar það, á skil­greindu C-svæði, eða því hættu­leg­asta í bæn­um. Hún seg­ir enn þá „skína í skriðusár­in“ í Botns­hlíð þar sem hún býr frá því fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar stærsta aur­skriða sem fall­ið hef­ur á byggð á Ís­landi féll á Seyð­is­firði. Hún seg­ir Seyð­firð­inga, þrátt fyr­ir þetta, vera seiga, sam­heldna og æðru­lausa.
„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
Menning

„Sam­herji hef­ur ver­ið stolt Ak­ur­eyr­ar og Norð­ur­lands þar til ný­ver­ið“

Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
„Þetta er sárt að horfa upp á“
Fréttir

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Einkaleyfi á kærleikanum
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Einka­leyfi á kær­leik­an­um

Kirkj­unni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna henn­ar um að krist­in­fræði sé sett skör hærra en aðr­ar lífs­skoð­an­ir í mennta­stofn­un­um lands­ins á eng­an rétt á sér.
Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir

Ekki leng­ur bóla á íbúða­mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Fjór­tán vaxta­hækk­an­ir í röð og hert lán­þega­skil­yrði hafa skil­að því að íbúða­verð er far­ið að lækka að raun­virði á Ís­landi. Á einu ári, frá ág­úst 2022 til sama mán­að­ar í ár, nem­ur sú lækk­un 5,3 pró­sent.
Nýtni var það, heillin
Halla Hrund Logadóttir
AðsentOrkumál

Halla Hrund Logadóttir

Nýtni var það, heill­in

Orku­mála­stjóri skrif­ar um tæki­færi í betri nýt­ingu auð­linda okk­ar. „Nýtni er nefni­lega ekki stöðn­un held­ur hvet­ur hún til ný­sköp­un­ar og sókn­ar með það sem við höf­um á milli hand­anna hverju sinni og styð­ur við sjálf­bærni um leið.“
Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
FréttirLaxeldi

For­stjóri Arctic Fish seg­ir skoð­un á kyn­þroska eld­islaxa í slysaslepp­ingu ólok­ið

Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, get­ur ekki svar­að spurn­ing­um um hvort ljós­stýr­ing hafi ver­ið not­uð eða ekki í kví fé­lags­ins í Pat­reks­firði. 3500 lax­ar sluppu úr kvínni í sum­ar og er grun­ur um að stór hluti þeirra hafi ver­ið kyn­þroska vegna mistaka við ljós­a­stýr­ingu. Slíkt væri brot á rekstr­ar­leyfi Arctic Fish.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.