Þessi færsla er rúmlega 9 mánaða gömul.

Eystrasaltsríkin: Málstaður þeirra er okkar

Eystrasaltsríkin: Málstaður þeirra er okkar

Fyrir skömmu komu forsetar þjóðanna við Eystrasaltið; Lettlands, Litháens og Eistlands hingað til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru liðin frá því að þau öðluðust frelsi og losnuðu undan járnhæl Sovétríkjanna (1922-1991). Ísland tók upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú þann 26.ágúst árið 1991. Þá var yfirstaðin misheppnuð valdaránstilraun gegn þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Mikail Gorbatsjov, en hann lést 30.8 2022.

Ísland, með þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, í fararbroddi, lék stórt hlutverk í sjálfstæðisferli Eystrasaltsþjóðanna, með því að viðurkenna sjálfstæði þeirra, fyrst vestrænna ríkja.

Af því tilefni var haldin ráðstefna í Háskóla Íslands föstudaginn 26.ágúst þar sem forseti Íslands hélt erindi og síðan voru umræður. Þar tóku þátt þeir Egils Levits, forseti Lettlands, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Alar Karis, forseti Eistlands.

Alls búa um 5.8 milljónir manna í þessum þremur smáríkjum. Frá 1940 til 1991 voru þau á valdi Nasista og Sovétmanna. Rússa frá 1940-1941, Nasista frá 1941-44 og síðan aftur Rússa (Sovétmanna), á tíma kalda stríðsins og til 1991, þegar Sovétið féll á jóladag það ár.

Einn af síðustu nöglunum í líkkistu Sovétríkjanna var einmitt sleginn í Vilnius, Litháen, í janúar árið 1991, þegar sovéskir hermenn reyndu að hertaka sjónvarpsturninn í borginni.

Stríðsástand réði þar ríkjum í þrjá daga í janúar, en þessum atburðum lauk með dauða 11 Litháa sunnudaginn 13.janúar. Stundum er þessi dagur kallaður ,,blóðugi sunnudagurinn.“ Fjórir til viðbótar létust nokkrum dögum seinna. En þetta brölt heimsveldsins mistókst, enda það komið á brauðfætur.

Í kjölfar sjálfstæðis gengu öll ríkin bæði í ESB og NATO, til að öðlast skjól gegn rússneska bangsanum í austri. Þau vilja öll stuðla að frelsi, lýðræði og mannréttindum. Allt þetta var brotið á bak aftur, bæði af nasistum og síðar Rússum. Til að mynda var framferði svokallaðra ,,Einsatzgruppen“ frá Þriðja ríki Hitlers í seinna stríði ein samfelld blóðsaga og tugir þúsunda Gyðinga í þessum löndum myrtir á grimmilegan hátt af Þjóðverjum og samverkamönnum þeirra.

Mikillar spennu hefur gætt í ríkjunum síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í lok febrúar á þessu ári. Fjöldi Rússa býr í ríkjunum þremur og mikil samskipti á milli. Öll ríkin þrjú styðja hins vegar málstað Úkraínumanna, enda járnhæll og kúgun Sovétmanna enn í fersku minni. Sporin hræða.

Málstaður Eystrasaltsríkjanna og Úkraínu er okkar og öfugt. Sporna þarf við öllum tilraunum til kúgunar og kæfingar lýðræðis og mannréttinda. Hvar sem er í heiminum.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“
Fréttir

Formað­ur Við­reisn­ar um verð­bólgu­að­gerð­ir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“

Rík­is­stjórn­in kom sam­an á auka­fundi í dag vegna stöð­unn­ar í efna­hags­mál­um. „Þótt fyrr hefði ver­ið,“ seg­ir formað­ur Við­reisn­ar, sem gagn­rýn­ir þó að for­mönn­um stjórn­mála­flokka hafi ekki ver­ið kynnt­ar nein­ar til­lög­ur á fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.
Stefán Ingvar Vigfússon
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Hvers virði eru orð­in?

Bæk­ur eru lang­ar og það tek­ur lang­an tíma að skrifa bók. Það er líka mik­il vinna, ég veit það af því að ég hef gef­ist upp á að skrifa bæk­ur, al­veg fullt af þeim.
Matvælaráðuneyti og Fiskistofa hafa ekki brugðist við úrbótatillögum
Fréttir

Mat­væla­ráðu­neyti og Fiski­stofa hafa ekki brugð­ist við úr­bóta­til­lög­um

Mat­væla­ráðu­neyti og Fiski­stofa hafa ekki brugð­ist með við­un­andi hætti við úr­bóta­til­lög­um Rík­is­end­ur­skoð­un­ar frá 2018 varð­andi eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar með vigt­un sjáv­ar­afla, brott­kasti og sam­þjöpp­un afla­heim­ilda.
„Það sem þarf að breytast er menningin“
Úttekt

„Það sem þarf að breyt­ast er menn­ing­in“

Banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ist telja að sé ákveð­inn kunn­ingjakúltúr í fjár­fest­inga- og fjár­mála­heim­in­um sem illa hafi tek­ist að upp­ræta.
Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra
FréttirSamherjaskjölin

Yf­ir­lýs­ing­ar lög­manns Sam­herja í mót­sögn við for­stjóra

For­svars­menn Sam­herja, þar á með­al Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri, hafa hald­ið því fram að Namib­íu­mál­ið hafi eng­in áhrif haft á við­skipti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins. Lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins sagði hins veg­ar fyr­ir dómi í Bretlandi í síð­asta mán­uði að stór­ir við­skipta­vin­ir hefðu stöðv­að við­skipti sín við fyr­ir­tæk­ið í kjöl­far um­fjöll­un­ar um mál­ið.
Fjármögnuðu myndband í Rúmfatalagernum – og sýna nú á Berlin Music Video Awards
Viðtal

Fjár­mögn­uðu mynd­band í Rúm­fa­tala­gern­um – og sýna nú á Berl­in Music Vi­deo Aw­ards

Á dög­un­um var frum­sýnt tón­list­ar­mynd­band, verk­ið Devil never kil­led! – sem telst til tíð­inda enda er það, satt að segja, frek­ar stutt­mynd en hefð­bund­ið tón­list­ar­víd­eó. Í mynd­band­inu eru hvorki meira né minna en fimm­tíu auka­leik­ar­ar og tutt­ugu manns unnu við það, svo sam­tals komu að því sjö­tíu manns. At­hygli vek­ur að bæði tón­list­ar­mað­ur­inn Theó Paula og leik­stjór­inn, Tóm­as Nói Em­ils­son, eru ný­skriðn­ir úr mennta­skóla og Theó fjár­magn­aði verk­ið að stór­um hluta með því að vinna í Rúm­fa­tala­gern­um.
Af hverju hefur stjórnmálatraust minnkað í þróuðum lýðræðisríkjum?
Samtal Við Samfélagið#2

Af hverju hef­ur stjórn­mála­traust minnk­að í þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um?

Gest­ur vik­unn­ar er Vikt­or Orri Val­garðs­son, nýdoktor í stjórn­mála­fræði við há­skól­ann í Sout­hampt­on í Bretlandi. Vikt­or lauk doktors­prófi frá sama há­skóla en í doktor­s­verk­efni sínu skoð­aði hann hvers vegna kosn­inga­þátt­taka hef­ur minnk­að í mörg­um þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um, með sér­staka áherslu á hvort og hvernig stjórn­mála­legt sinnu­leysi og firr­ing geti út­skýrt þessa þró­un. Þessa stund­ina tek­ur hann þátt í al­þjóð­legu rann­sókn­ar­verk­efni, Trust­Gov, en það skoð­ar eðli, or­sak­ir, af­leið­ing­ar og mynstur stjórn­mála­trausts á heimsvísu. Hann hef­ur einnig beint sjón­um að því hvernig stjórn­mála­traust skipt­ir máli á tím­um heims­far­ald­urs COVID-19, til að mynda hvaða hlut­verki slíkt traust gengdi í van­trausti til bólu­efna. Í þætti vik­unn­ar seg­ir hann Sigrúnu frá doktor­s­verk­efni sínu en einnig frá þeim verk­efn­um sem hann er að vinna í þessa stund­ina, sem með­al ann­ars tengj­ast stjórn­mála­trausti á Ís­landi í al­þjóð­legu sam­hengi.
Leyndardómar mötuneytis Alþingis - Slegist um kótilettur í raspi
Vettvangur

Leynd­ar­dóm­ar mötu­neyt­is Al­þing­is - Sleg­ist um kótilett­ur í raspi

Mötu­neyti Al­þing­is er hjart­að í hús­inu, griðastað­ur þar sem all­ir eru vin­ir, svona yf­ir­leitt. Starfs­fólk­ið hugs­ar vel um alla, líka mat­vanda þing­mann­inn sem borð­ar helst ekki græn­meti en elsk­ar græn­met­is­rétt­ina. Ann­ar seg­ist íhuga að fá bann við því að hvít­ur Mon­ster orku­drykk­ur sé seld­ur þar, drykk­ur sem fékkst fyrst í sjopp­unni eft­ir form­legt er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar Al­þing­is.
Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.