Þessi færsla er rúmlega 2 mánaða gömul.

Úkraína og baráttuvilji Vesturveldanna

Úkraína og baráttuvilji Vesturveldanna

Á tímum þess sem kallaðist ,,Kalda stríðið" og stóð frá árunum 1945-1991 um það bil, voru háð nokkur stríð þar sem risaveldin, Bandaríkin og Sovétríkin (1922-1991) háðu grimmilega baráttu um forræðið í heiminum.

Skyldi heimurinn vera kapítalískur með ,,Kanann" sem leiðtoga eða kommúnískur undir stjórn Rússa/Sovétríkjanna?

Eitt þessara stríða var Víetnam-stríðið en um þessar mundir eru einmitt liðin um 55 ár frá frægustu orrustu þess stríðs, Tet-sókn N-Víetnama og Víetkong-skæruliða, en báðir aðilar voru dyggilega studdir af Rússum og Kínverjum. Í þessari sókn var ein ljótasta, en sennilega frægasta stríðsfréttaljósmynd allra tíma tekin.

Norður-Víetnamar og Víetkong börðust gegn spilltri ríkisstjórn S-Víetnam, semhow fékk ómældan stuðning frá Bandaríkjamönnum, sem sendu hundruð þúsunda hermanna til Víetnam á árunum 1965 til 1973 og misstu þar um 58.000 hermenn og um 5000 þyrlur, en þetta var fyrsta ,,þyrlustríð" sögunnar. Að minnsta kosti tvær milljónir Víetnama féllu. Þetta stríð er enn flakandi sár á bandarísku samfélagi, enda fyrsta stríðið sem þeir töpuðu. Vorið 1975 hertóku hersveitir kommúnista Saigon, höfuðborg S-Víetnam og sameinuðu allt landið undir stjórn kommúnista. Þannig er staðan í dag. Mesta herveldi heims tapaði gegn fátækri bændaþjóð.

Staðgenglastríð

Þetta stríð var svokallað ,,staðgenglastríð" (e. proxywar). Víetnam var í raun ,,leikvöllur" stórveldanna þar sem tekist var á í nafni andstæðra hugmyndastefna, kapítalismi versus kommúnismi. Gígantískum fjárhæðum var eytt í þetta stríð, af öllum aðilum. Niðurstaðan var kommúnískur sigur og sálrænt áfall fyrir Bandaríkjamenn. Fleiri átök á þessum tíma, t.d. bæði í Afríku og Mið-Ameríku voru með þessum hætti og kostuðu gríðarlegar mannfórnir.

Nú geisar stríð í Evrópu, þar sem ,,leifarnar" af Sovétríkjunum og stærsta lýðveldi þeirra, Rússland, hefur ráðist á aðrar ,,leifar" sama heimsveldis, Úkraínu, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Úkraína var annað stærsta lýðveldi Sovétríkjanna og gríðarlega mikilvægt. Margir af æðstu stjórnendum Sovétríkjanna komu frá Úkraínu, t.a.m síðasti leiðtogi þeirra, Mikaíl Gorbachev, sem lést í fyrra.

Vestrænt lýðræði gegn alræðishyggju

Að minnsta kosti hluta til er þetta stríð barátta tveggja hugmyndastefna, sem kalla mætti ,,vestrænt lýðræði" gegn ,,alræðishyggju". Úkraínumenn, í raun sú þjóð sem batt enda á tilveru Sovétríkjanna, vilja vara í vestur, í átt að lýðræði, mannréttindum og frelsi. Undir stjórn forseta Rússlands, KGB-mannsins Vladimírs Pútíns (frá 2000), hefur landið stöðugt færst nær alræði og kúgun.

Stuðningur Vesturveldanna skiptir Úkraínu lykilmáli og nú er mikið rætt um skriðdreka af fullkomnustu gerð, hvort Úkraínumenn geti fengið slíka. Þetta eru meðal annars þýskir Leopard-2 skriðdrekar, sem eru með þeim fullkomnustu sem til eru. Fyrir eiga Úkraínumenn gamla sovéska skriðdreka sem þykja létt veiði. Leopard-drekar hafa verið seldir til fjölda Evrópulanda, sem þurfa samþykki Þjóðverja til að geta flutt þá út til Úkraínu.

Í því máli kristallast einnig sú staðreynd hvað sagan getur skipt miklu máli. Þjóðverjar virðast vera, eins og staðan er í dag, á bremsunni í ,,skriðdrekamálinu" og það hefur að gera með stöðuna í þeirra innanríkismálum, en þátttaka í stríðsátökum hefur eftir seinni heimsstyrjöld verið mikið ,,tabú" í þýskum stjórnmálum, þar til nú. Nú er þýski kanslarinn, Olaf Scholz, kallaður ,,Dr.No" með vísun í fræga persónu úr James Bond-kvikmyndunum.

U-beygja Þýskalands

Það hefur orðið grundvallarbreyting eftir innrás Rússa og er stuðningur Þjóðverja einn sá mesti meðal vestrænna þjóða við Úkraínu. Í raun má segja að um sé verið að ræða U-beygju sem kanslari Scholz tók í mars á síðasta ári, þegar hann tilkynnti bæði útflutning á vopnum og skotfærum frá Þýskalandi, sem og aukin útgjöld til hernaðarmála. Á heimsvísu er Þýskaland í sjöunda sæti hvað varðar útgjöld til varnarmála, sem kann að þykja mikið, miðað við sögu landsins.

Nánast öll NATO-ríkin og fjölmörg ríki ESB hafa sent vopn og annan búnað til Úkraínu og nemur stuðningurinn tugum milljörðum dollara. Efst tróna þó Bandaríkin, sem nýlega tilkynntu nýjan pakka upp á um 2,5 milljarða dollara, en það er um 380 milljarðar íslenskra króna. Meðal annars munu Bandaríkjamenn nú senda Patriot-eldflaugavarnarkerfi, en það sem hefur einkennt stríðið í Úkraínu eru grimmilegar árásir Rússa á almenna borgara, fjölbýlishús og slíka staði, með t.a.m írönskum drónum. Mikilvægi loftvarna er gríðarlegt.

Vilji Vesturlanda til að aðstoða Úkraínu er geysilega mikilvægur, ef þessa stuðnings nyti ekki við, væri ekki útilokað að Vladimír Pútín og miskunnarlausum her hans tækist að taka yfir alla Úkraínu og færa þar með landamæri Evrópu enn meira til og ná markmiði sínu um að innlima allt landið inn í Rússland. Margt bendir til þess að núna séu Rússar að undirbúa mikla vorsókn, enda hafa nokkur hundruð þúsund karlmenn verið kvaddir í herinn.

Fullkomin innlimun er sviðsmynd sem lítur ekki vel út og enginn vill sjá, nema kannski stuðningsmenn Pútíns. Úkraína á sinn eigin rétt á eigin fullveldi og eigin sjálfstæði. Rétt eins og við áttum á sínum tíma. Úkraínu dagsins í dag á ekki að vera stjórnað frá Moskvu.

Mynd: Leopard-skriðdreki (Wikimedia Commons).

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Ísland séð með napolísku sjónarhorni
Valerio Gargiulo
Pistill

Valerio Gargiulo

Ís­land séð með na­polísku sjón­ar­horni

Val­er­io Gargiu­lo skrif­ar um hvernig það er að vera út­lend­ing­ur sem finnst hann vera Ís­lend­ing­ur.
Laxeldiskvótinn sem ríkið gefur í Seyðisfirði er 7 til 10 milljarða virði
FréttirLaxeldi

Lax­eldisk­vót­inn sem rík­ið gef­ur í Seyð­is­firði er 7 til 10 millj­arða virði

Ís­lenska rík­ið sel­ur ekki lax­eldisk­vóta, líkt og til dæm­is Nor­eg­ur ger­ir. Fyr­ir vik­ið fá eig­end­ur lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna gef­ins verð­mæti sem ganga svo kaup­um og söl­um á Ís­landi og í Nor­egi fyr­ir há­ar fjár­hæð­ir. Harð­ar deil­ur standa nú um fyr­ir­hug­að lax­eldi í Seyð­is­firði þar sem Jens Garð­ar Helga­son er á öðr­um vængn­um og Guð­rún Bene­dikta Svavars­dótt­ir á hinum.
„Mannkyninu stafar alltaf ógn af mannkyninu“
Viðtal

„Mann­kyn­inu staf­ar alltaf ógn af mann­kyn­inu“

Spenn­andi og já­kvæð­ar fram­far­ir eru að eiga sér stað í heimi gervi­greind­ar líkt og mállíkan­ið GPT-4, nýj­asta af­urð gervi­greind­ar­fyr­ir­tæk­is­ins OpenAI, sýn­ir, en það kann meira að segja ís­lensku. Katla Ás­geirs­dótt­ir, við­skipta­þró­un­ar­stjóri mál­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Mið­eind­ar, seg­ir það fara eft­ir því hvernig við not­um gervi­greind­ina hvort ein­hverj­um stafi ógn af henni.
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi
Kjaftæði

Bergur Ebbi

Hraði!

Berg­ur Ebbi ræð­ir um hrað­ann í sam­fé­lag­inu. Hann spyr spurn­inga um hvort sú hug­mynd að hrað­inn sé meiri í dag en í gamla daga byggi á skyn­villu.
Martröðin rættist í paradís fyrir fötluð börn
Viðtal

Mar­tröð­in rætt­ist í para­dís fyr­ir fötl­uð börn

Í Reykja­dal eru rekn­ar sum­ar­búð­ir fyr­ir fötl­uð börn, þar sem „ekk­ert er ómögu­legt og æv­in­týr­in lát­in ger­ast“. Níu ára stelpa, sem var þar síð­asta sum­ar, lýsti um tíma áhuga á að fara aft­ur, en for­eldr­ar henn­ar voru hik­andi. Það sat í þeim hvernig meint kyn­ferð­is­brot starfs­manns gagn­vart stúlk­unni var með­höndl­að síð­asta sum­ar, ekki síst hvernig lög­reglu­rann­sókn var spillt. Og nú, þeg­ar nær dreg­ur sumri, vill hún ekki leng­ur fara.
Metfjöldi inflúensugreininga frá áramótum
Fréttir

Met­fjöldi in­flú­ensu­grein­inga frá ára­mót­um

Um­gangspest­irn­ar eru enn að leika fólk grátt en skarlats­sótt­in hef­ur gef­ið eft­ir.
Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.
Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
Greining

Í lopa­peysu á toppn­um – Vinstri græn brýna sverð­in

Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.