Þessi færsla er meira en ársgömul.

Græna, græna byltingin?

Græna, græna byltingin?

Eru tíu umhverfisflokkar í framboði? Er ,,græna byltingin“ – sem Spilverk þjóðanna söng um, runnin upp? Eða eru bara persónur í framboði, en ekki flokkar (ef dæma má af auglýsingum)?

Þetta eru spurningar sem leita á hugann nú fyrir þessar kosningar, þar sem tíu flokkar bjóða fram á landsvísu og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

Græn stjórnmál eru ekki gömul í stjórnmálalegu samhengi, en segja má að þau hefjist fyrir alvöru í kringum 1970, þegar flokkur Græninga (Die Grüne) var stofnaður í Þýskalandi. En síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú virðist vera sem allir íslensku flokkarnir séu grænir flokkar. Eða minnsta kosti segjast vera það. Allir vilja vera vænir og grænir.

Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn, sem hingað til hefur ekki látið umhverfismál sig miklu varða, heldur eiginlega frekar hitt, og hefur hann stutt dyggilega við stóriðju og efnahagskerfi þar sem losun er mikil, t.d. í sjávarútvegi (þó hún hafi minnkað þar).

Þá hefur VG ekki alltaf verið jafn grænn og hann segist vera, enda studdu aðilar innan hans meðal annars byggingu kíslilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík.

Einn helsti gallinn við aðgerðir í loftslagsmálum er að ekki er hægt að framfylgja þeim af meiri hörku eða ákveðni. Það væri hins vegar æskilegt. Sama hvort um er að ræða Kyoto-sáttmálann, Parísar-samkomulagið eða aðra sáttmála.

Þetta eru bara loforð, sem ekkert mál er fyrir þá sem að þeim standa, að svíkja og fylgja ekki eftir. Það er risastór galli.

Það er reyndar þannig með fulltrúalýðræðið í heild sinni að sá sem kýs hefur enga tryggingu fyrir því að þau loforð sem eru gefin, séu haldin. Enda er fulltrúðlýðræði mannaverk og því ekki fullkomið.

Tískuorðin í sambandi við loftslagsmálin eru t.d. ,,orkuskipti“, kolefnishlutleysi og ,,loftslagsvá.“ Með orkuskiptum er átt við að samfélagið færi sig frá jarðefnaeldsneyti til raforku og á þinginu 2015-16 var lögð fram þingsályktun um orkuskipti og var hún samþykkt á þinginu 2017.

En verkefnin eru ærin á þessu sviði, Ísland losar enn mest í Evrópu, eða eins og segir í nýlegri frétt um málið: ,,Heildarlosun Íslendinga var 40,9 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa 2019, en meðallosun Evrópusambandsríkjanna nam 7,8 tonnum á mann.“ (Ruv.is).

Aðgerðir í loftslagsmálum kosta - og þær kosta mikið. Það verður því mjög fróðlegt að sjá hvort innistæða er á bakvið loforð allra flokka um loftslagsmálin, sem án efa eru tískuorðið í kosningunum árið 2021. Verður græn bylting eða ekki?

Mynd: Hljómplatan Ísland, með Spilverki þjóðanna, en lagið Græna byltingin var það að hlið B, enda var þetta vínylplata.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Sex þingmenn Framsóknarflokksins vilja leyfa hnefaleika sem „eru góðir fyrir líkama og sál“
Fréttir

Sex þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins vilja leyfa hne­fa­leika sem „eru góð­ir fyr­ir lík­ama og sál“

Flutn­ings­menn frum­varps sem heim­il­ar at­vinnu- og áhuga­manna­hne­fa­leika segja bann við at­vinnu­manna­hne­fa­leik­um skerða at­vinnu­frelsi. „Það get­ur ver­ið að þótt við fyrstu sýn líti hne­fa­leik­ar út eins og al­menn áflog tveggja manna þá er það langt frá því að vera raun­in,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.
Heimildin í vikulega útgáfu
Fréttir

Heim­ild­in í viku­lega út­gáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Fréttir

Hér­aðs­dóm­ur neit­ar að af­henda dóm­inn

Bæði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur og embætti rík­is­lög­manns neita að af­henda dóm­inn í máli Jó­hanns Guð­munds­son­ar. Hann starf­aði sem skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi um sumar­ið en var sagt upp í kjöl­far­ið og kærð­ur til lög­reglu.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Fréttir

Seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un geyma eng­ar raun­veru­leg­ar að­gerð­ir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.
Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum
Fréttir

Frétta­blað­ið hætt­ir að koma út og Hring­braut hætt­ir út­send­ing­um

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.
Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
Loka auglýsingu