Þessi færsla er meira en ársgömul.

Blóði drifinn draumur - fyrri hluti: Stóra stökkið

Blóði drifinn draumur - fyrri hluti: Stóra stökkið

Í byrjun júlí birti sendiherra Kína á Íslandi grein í tilefni af aldarafmæli Kommúnistaflokks Kína, sem hefur stjórnað landinu frá byltingunni sem Maó og félagar gerðu árið 1949. Þá komst Kína undir stjórn kommúnista og alræðis þeirra og er þar enn.

Grein sendiherra Kína, Jin Zhijian, er ein allsherjar lofrulla um um ,,afrek“ flokksins við að stjórna og halda landinu saman. Vissulega hefur það verið gert, en með ógurlegum tilkostnaði.

Í þessari grein mun ég fjalla lítillega um þá hræðilegu glæpi sem framdir hafa verið í nafni kínverska kommúnistaflokksins og kostað hafa tugi milljóna mannslífa, en Kínverjar eru um 1,4 milljarður manna. Aðalpersónan er einn helsti einræðisherra 20.aldarinnar, Mao Zedong, einnig skrifað Mao Tse-tung. Draumur hans var að koma á kommúnísku samfélagi. Þetta er fyrri hluti umfjöllunar minnar.

Í borgarastríðinu í Kína börðust kommúnistar undir stjórn Maó gegn þjóðernissinnum undir stjór Chiang kai-Shek, en sá hafði stjórna lýðveldinu Kína frá 1928. Hann barðist einnig gegn Japönum í seinni heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni barðist flokkur hans, Kuomintang gegn Maó og félögum í fjögur ár og talið er að um 2,5 milljónir manna hafi fallið í þessum átökum, sem sem kallað er Kínverska borgarastíðið. Því lauk með að þjóðernissinnar flúðu og stofnuðu ríki á eyjunni Taiwan (Tævan), sem stjórnvöld í Peking segja enn að tilheyri Kína.

Undir stjórn Maó var sett á fót alþýðulýðveldið Kína, samkvæmt marxískri hugmyndafræði um eign ríkisins á öllum framleiðslutækjum og alræði flokksins. Á þessum tíma var Kína bláfátækt landbúnaðarsamfélag, nokkuð sem hefur breyst verulega, komum kannski að því síðar.

Um Maó hefur verið sagt að hann hafi ekki treyst neinum nema einkalækni sínum, Li Zhisui, sem reyndar gaf út mjög áhugaverða bók um Maó, bók sem að sumra mati er ein besta bók sem skrifuð hefur verið um nokkurn einræðisherra.

,,Stóra stökkið“

Maó gerði sig sekan um hrikaleg mistök og glæpi gegn kínversku þjóðinni á þeim tæpu 30 árum sem hann var einvaldur í Kína. Byrjum á því sem kallast ,,Stóra stökkið“ ( ,,The Great Leap Forward“) frá 1958 til 1962. Það var í raun efnhagsaðgerð, eða efnahagsherferð (,,campaign“) sem miðaði að því að koma á kommúnísku samfélagi og stórauka framleiðslu á landbúnaðarafurðum.

Bæði Kína og Sovétríkin höfðu á undanförnum áratugum ávallt verið að reyna að ná að jafna og helst fara fram úr andstæðingum sínum, vestrænum kapítalískum samfélögum, er varðaði framleiðslu, t.d. á stáli og öðru slíku. Til þess voru notaðar svokallaðar ,,fimm-ára-áætlanir“.

Stóra stökkið var í raun ein allsherja samyrkjuvæðing landbúnaðarins í Kína, þar sem bændur þurftu að láta framleiðslu sína í hendur ríksins og héldu því nánast engu fyrir sig sjálfa. Gerðar voru kröfur í Peking (les: frá Maó) um síaukna framleiðslu og því voru menn fljótir að grípa til lyginnar og falsa tölur um raunverulega framleiðslu á risastórum samyrkjubúum og í ,,kommúnum“ (,,kommúnismi“!) þar sem fólk lifði og starfaði.

Þetta fyrirkomulag var líka notað með slökum árangri í Sovétríkjunum sálugu (1922-1991), en þau náðu aldrei álíka þróun í framleiðslu neysluvara eins og Vesturlönd og ríkti viðvarandi skortur á fjölmörgum neyslumvörum og biðraðir í búðum algeng sjón allt fram að falli þeirra.

Afleiðingar Stóra stökksins í Kína voru ekki stórt stökk, heldur risastór hungursneyð, þar sem talið er að tugir milljóna manna hafi látist, hófsamar tölur eru á bilinu 25-30 milljónir, en hærri tölur hafa nefndar, allt að 50 milljónir.

Þá er talið er að um 2,5 milljónir hafi verið myrtar og allt að 3 milljónir manna hafi svipt sig lífi á þeim fjórum árum sem þessi hrikalega aðgerð stóð yfir. Stór hluti þess korns sem ræktað var á þessum tíma var flutt út til Sovétríkjanna, til að borga skuldir Kína.

Hungursneyðin var meðal annars tilkomin vegna þess að kornframleiðslan var undir væntingum og skellti Maó skuldinni á spörfugla landsins, sem og rottur. Því var blásið til ,,stríðsins gegn spörfuglunum“ (og líka rottum). Milljónir, jafnvel tugmilljónir fugla voru drepnir, en afleiðing þess var að þá áttu sníkjudýr (sem fuglarnir annars átu) áttu nú greiðan aðgang að uppskerunni. Því versnaði bara vandinn og er þetta auðvitað bara dæmi um þegar fáfræðin og fákunnátta fá að stjórna.

,,Stór stökkið“ er talið vera stærsta manngerða hungursneyð í sögu mannkyns. Í bók Liu kemur fram að Maó hafi vitað af dauða milljóna manna en hafi lítt gefið því gaum og í raun verið sama. Árið 1954 á Maó að hafa sagt í ræðu í Moskvu að Kína gæti alveg misst 300 milljónir í stríðsátökum, eftir það væri samt sem áður fullt af fólki eftir! Sama á hann að hafa endurtekið í samræðum við sendifulltrúa frá Júgóslavíu í Peking árið 1957, en þá með kjarnorkusprengju í huga.

Á tíma ,,stóra stökksins“ átti einnig að koma á iðnvæðingu og sýna fram á gríðarlega framleiðslu á málmum. Því var allur tiltækur málmur í Kína bræddur og út um allt landið var almenningur að bræða málma á víðavangi og í bakgörðum, t.d. öll áhöld sem það átti til matargerðar. Þessu lýsir einkalæknir Maós meðal annars í áðurnefndri bók og þar kemur einnig fram að allar þessar aðgerðir hafi í raun verið til einskis, málmurinn var ónothæfur. Til að kynda ofnana notaði fólk t.d. húsgögnin sín sem eldivið, nánast allt sem gat brunnið, var brennt. Tök Maós á fólkinu voru nánast alger og persónudýrkunin botnlaus og hann tilbeðinn eins og guð.

Þetta var fyrri hluti umfjöllunar minnar um glæpi kínverska Kommúnistaflokksins gegn kínversku þjóðinni. Í seinni hlutanum verður meðal annars fjallað um það sem kallað var ,,Menningarbyltingin.“

Helstu heimildir:

The Private Life of Chairman Mao, eftir li Zhisui.

Svartbók kommúnismans, ýmsir höfundar.

Governing China (vol.2) eftir Xi Jinping.

Fréttavefur BBC.

Wikipedia.

Fréttablaðið.

Mynd: Wikimedia Commons.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall
Fréttir

Olíu­bíl­stjór­ar og fleiri hót­el­starfs­menn úr Efl­ingu á leið í verk­fall

Yf­ir 80 pró­sent þeirra sem greiddu at­kvæði um frek­ari verk­falls­að­gerð­ir Efl­ing­ar síð­ustu daga sam­þykktu að­gerð­irn­ar. Um er að ræða bíl­stjóra hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi og starfs­menn tveggja hót­elkeðja.
Auðlindin okkar
Indriði Þorláksson
Aðsent

Indriði Þorláksson

Auð­lind­in okk­ar

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri skrif­ar um auð­linda­stefn­ur Nor­egs ann­ars veg­ar og Ís­lands hins veg­ar.
Djúptækni – þróunarsjóður
Hans Guttormur Þormar
Aðsent

Hans Guttormur Þormar

Djúp­tækni – þró­un­ar­sjóð­ur

Hans Gutt­orm­ur Þormar skrif­ar um hlut­verk rík­is­ins í stuðn­ingi við djúp­tækni og legg­ur til að kom­ið verði á fót Djúp­tækni-þró­un­ar­sjóði sem tek­ur að sér að byggja upp stuðn­ingsnet, fag­legt mat og fjár­mögn­un fyr­ir verk­efni á sviði djúp­tækni.
„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“
Fréttir

„Al­þingi hef­ur ver­ið tek­ið í gísl­ingu af Pír­öt­um“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki ánægð­ur með fram­göngu Pírata í um­ræðu um út­lend­inga­frum­varp­ið og sak­ar flokk­inn um að halda Al­þingi í gísl­ingu. Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist vera sama sinn­is en hann sagði á þingi í dag að það að ör­fá­ir þing­menn héldu þing­inu í gísl­ingu væri „vont fyr­ir stjórn­mál­in á Ís­landi“ og alls ekki til heilla fyr­ir þjóð­ina.
Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Fréttir

Grein­ing­ar­deild­in taldi ör­yggi rík­is­sátta­semj­ara ógn­að

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.
Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“
Fréttir

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“

Um­ræða um út­lend­inga­frum­varp­ið held­ur áfram á Al­þingi en Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í af­stöðu henn­ar gagn­vart um­deild­um lög­un­um í gær.
Orðið nær fullskipað í aðstoðarmannaliðinu – 26 manns aðstoða ráðherra og ríkisstjórn
Fréttir

Orð­ið nær full­skip­að í að­stoð­ar­manna­lið­inu – 26 manns að­stoða ráð­herra og rík­is­stjórn

Í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­son bætti við sig öðr­um að­stoð­ar­manni hafa all­ir 12 ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú tvo að­stoð­ar­menn sér til halds og trausts. Rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is um banka­hrun­ið taldi á sín­um tíma vert að styrkja póli­tíska stefnu­mót­un í ráðu­neyt­um, en setti fjölda að­stoð­ar­manna þó í sam­hengi við stærð og fjölda ráðu­neyta í til­lög­um sín­um þar að lút­andi. Ráðu­neyt­in hafa aldrei ver­ið fleiri en nú frá því að heim­ilt varð að ráða tvo að­stoð­ar­menn á hvern ráð­herra ár­ið 2011.
Góður svefn vinnur gegn streitu
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Pistill

Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Góð­ur svefn vinn­ur gegn streitu

Við vit­um að langvar­andi streita tek­ur sann­ar­lega sinn toll og get­ur haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu okk­ar. Hvað er hægt að gera?
Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.