Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hinir "ófrjálsu" Bretar

Hinir "ófrjálsu" Bretar

Í upptaktinum að kosningunum haust er Evrópuumræðan komin á flug aftur, þrátt fyrir að til staðar séu aðilar hér á landi sem vilja ekki ræða þau mál og telji sig hafa vald til þess að taka málið af dagskrá, eða að minnsta kosti að segja að það sé ekki á dagskrá.

Yfirleitt eru þetta aðilar sem kalla mætti ,,varðhunda sérhagsmunanna“- þ.e.a.s landbúnaðar og sjávarútvegs.

Sömu aðilar reyna til hins ítrasta að slá ryki í augu fólks með þeirri staðreynd að Bretland hefur nú yfirgefið ESB, en gróflega má segja að eldri hluti bresku þjóðarinnar hafi kosið út, en sá yngri vildi vera inni áfram.  Sagt er að Bretland hafi kosið sig frá ,,helsi“ ESB og yfir í sitt eigið frelsi.

Á sama tíma er algerlega horft fram hjá þeirri staðreynd að inngang Bretlands í ESB árið 1973 er almennt talinn vera sá atburður sem hafi að mörgu leyti bjargað stöðnuðum breskum efnahag. Með stórkostlegri aukningu á velmegun fyrir hinn almenna Breta.

Í umræðuni hér er einnig gjarnan talað um það sem kalla mætti ,,hinn ófrjálsa“ Breta, þ.e.a.s að inni í ESB hafi Bretar verið ófrjálsir en utan þess nú séu þeir frjálsir. Í því samhengi er áhugavert að skoða dæmi um ferðalög Breta.

Um 18 milljónir Bretar fóru til Spánar árið 2019.

Yfir 10 milljónir Bretar fóru til Frakklands árið 2019 og um fjórar milljónir til Ítalíu og svipað magn til Bandaríkjanna. Þetta gerir um 35 milljónir Breta, en þeir eru um 67 milljónir talsins.

Hingað til Íslands hafa komið fleiri hundruð þúsund breskra ferðamanna á undanförnum árum og í ársskýrslu frá samtökum ferðaþjónustunnar fyrir 2018-2019 kemur fram að Bretar eru öðru sæti varðandi eyðslu og neyslu ferðmanna hér á landi, á eftir Bandaríkjamönnum, sem voru í fyrsta sæti.

Þetta eru hinir ,,ófrjálsu Bretar“ sem þá voru í ESB!

Mynd: Benidorm á Spáni (www.thecroniclelive.co.uk)

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu