Forseti á að berjast fyrir umhverfinu, lýðræði og mannréttindum
ViðtalForsetakosningar 2016

For­seti á að berj­ast fyr­ir um­hverf­inu, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, nýt­ur lang­mestra vin­sælda í könn­un Stund­ar­inn­ar sem mögu­leg­ur for­seti. Katrín tal­ar um for­seta­embætt­ið, sjálfa sig og mis­tök síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Hún býr í fjöl­býl­is­húsi, er flug­hrædd og tók á sig meiri ábyrgð um tví­tugt þeg­ar fað­ir henn­ar féll frá.
„Hlutirnir fara nákvæmlega eins og þeir eiga að fara“
Viðtal

„Hlut­irn­ir fara ná­kvæm­lega eins og þeir eiga að fara“

Mánu­dags­morg­un­inn eft­ir að loka­þátt­ur Ófærð­ar var sýnd­ur í sjón­varp­inu gekk Lilja Nótt Þór­ar­ins­dótt­ir leik­kona út úr hús­inu sínu og fannst sem all­ir væru að horfa á sig. Kvöld­ið áð­ur komst þjóð­in loks­ins að hinu sanna um það sem gerð­ist raun­veru­lega í af­skekkta svefn­þorp­inu úti á landi og var að­ild Maríu, sem leik­in var af Lilju, lík­lega það sem kom helst á óvart. Lilja stapp­aði í sig stál­inu, sagði sjálfri sér að skrúfa sjálf­hverf­una að­eins nið­ur, eng­inn væri að pæla í þessu og gekk af stað til vinnu. Í þann mund sem hún var að finna gleð­ina á ný var bíl­rúða skrúf­uð nið­ur og kall­aði á eft­ir henni: „Morð­ingi!“
Stórt skref að tala um árás en ekki slys
Viðtal

Stórt skref að tala um árás en ekki slys

„Ertu tryggð?“ var eitt það fyrsta sem banda­ríski bráðalið­inn spurði Silju Báru Óm­ars­dótt­ur þar sem hún lá al­blóð­ug á heim­ili sínu í Los Ang­eles eft­ir al­var­lega árás. Ör­lög bráðalið­ans, sem valdi sér það starf að bjarga manns­líf­um, eru þau að hann verð­ur að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar áð­ur en ákveð­ið er hvert skuli fara með sjúk­ling. Banda­rískt heil­brigðis­kerfi ger­ir það að verk­um að hann fer ekki með fólk á besta mögu­lega stað, held­ur á þann stað sem fjár­ráð sjúk­lings leyfa. Silju Báru tókst með naum­ind­um að hvísla nafn há­skóla síns, USC, og bráðalið­inn tók því sem stað­fest­ingu á því að hún væri með trygg­ing­ar frá skól­an­um. Sem bet­ur fer.
„Ég þoli ekki óréttlæti“
Viðtal

„Ég þoli ekki órétt­læti“

Marg­ir kann­ast vafa­lít­ið við nafn Her­manns Ragn­ars­son­ar, vel­gjörð­ar­manns al­bönsku fjöl­skyld­unn­ar sem var vís­að úr landi en fékk síð­an rík­is­borg­ara­rétt. Mörg­um brá í brún þeg­ar frétt­ir bár­ust af því að tveim­ur lang­veik­um börn­um hefði ver­ið vís­að úr landi ásamt fjöl­skyld­um og aft­ur til heima­lands­ins þar sem þau höfðu ekki að­gengi að við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu. Her­mann, vinnu­veit­andi annarr­ar fjöl­skyld­unn­ar, tók mál­ið í sín­ar hend­ur, barð­ist fyr­ir rík­is­borg­ara­rétti þeirra og stóð fyr­ir söfn­un sem fjár­magn­aði með­al ann­ars flug­ið aft­ur heim til Ís­lands. Stund­in varði degi með Her­manni Ragn­ars­syni og fékk að kynn­ast mann­in­um á bak við góð­verk­ið.
Hélt hún mætti ekki fæða heima
Viðtal

Hélt hún mætti ekki fæða heima

Á ár­um áð­ur fæddu þús­und­ir kvenna á fæð­ing­ar­heim­il­inu við Ei­ríks­götu, og var gríð­ar­leg ánægja með þá þjón­ustu sem þar var veitt. Eft­ir að heim­il­inu var lok­að af rík­inu, og eng­in sam­bæri­leg þjón­usta kom í stað­inn, hef­ur orð­ið hæg aukn­ing á fjölda þeirra kvenna sem kæra sig ekki um að eiga sín börn í spít­alaum­hverfi, og sækja því frek­ar í að eiga heima hjá sér. Hólm­fríð­ur Helga Sig­urð­ar­dótt­ir hef­ur átt tvö börn inni á sínu eig­in heim­ili.
Ég beiti manninn minn ofbeldi
Viðtal

Ég beiti mann­inn minn of­beldi

„Ég veit að það sem ég geri er rangt, ósann­gjarnt og meið­andi. Ég veit að ég er að gera öðr­um það sem ég þoldi ekki að mér væri gert. En mér finnst ég ekki geta ham­ið mig,“ skrif­ar Sigga, ís­lensk kona á þrí­tugs­aldri sem hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir að skrifa und­ir dul­nefni um bata­ferli sitt sem ger­andi and­legs of­beld­is. Sál­fræð­ing­ur tel­ur al­geng­ara að kon­ur beiti and­legu of­beldi í ástar­sam­bönd­um, en fá­ir tali um það vegna skamm­ar og ótta við við­brögð annarra. Þá sé of­beldi sem karl­ar beita maka sinn yf­ir­leitt mun áþreif­an­legra og sýni­legra. Karl­ar geri sér ekki alltaf grein fyr­ir and­lega of­beld­inu.
„Ég horfði á Sýrland brenna“
Viðtal

„Ég horfði á Sýr­land brenna“

Firas Fayyad var hand­tek­inn og pynt­að­ur í sýr­lensku fang­elsi. Hann seg­ir mark­mið­ið hafa ver­ið að „brenni­merkja sál“ hans. Það tókst ekki enda held­ur hann bar­áttu sinni fyr­ir frálsu Sýr­landi áfram með linsu mynda­vél­ar­inn­ar að vopni. Fayyad vinn­ur að heim­ild­ar­mynd um sýr­lensk­an dreng og flótta hans til Evr­ópu. Hann held­ur til í Tyrklandi á með­an Sýr­land brenn­ur fyr­ir fram­an aug­un á hon­um. Þorp syst­ur hans var ný­lega lagt í rúst í rúss­neskri loft­árás.
Systur lýsa ofbeldi móður sinnar
ViðtalKynbundið ofbeldi

Syst­ur lýsa of­beldi móð­ur sinn­ar

„Ég var ekki orð­in tíu ára þeg­ar ég var far­in að fara út með syst­ur mína á sleða seinni part­inn og segja henni að horfa til stjarn­anna, því við gæt­um alltaf ósk­að okk­ur betri tíð­ar,“ seg­ir Linda María Guð­munds­dótt­ir. Hún og syst­ir henn­ar, Svein­dís Guð­munds­dótt­ir, segja að móð­ir þeirra hafi beitt of­beldi en hún hafn­ar ásök­un­um og seg­ir dæt­ur sín­ar ljúga. Fað­ir þeirra vildi ekki tjá sig í sam­tali við Stund­ina.
Almar utan kassans: Undarlegt viðtal við Almar Atlason
Viðtal

Alm­ar ut­an kass­ans: Und­ar­legt við­tal við Alm­ar Atla­son

Lík­ami lista­manns­ins Alm­ars Atla­son­ar er lands­mönn­um væg­ast sagt vel kunn­ug­ur. Á með­an hann eyddi heillri viku inn­an í kassa í Lista­há­skóla Ís­lands, sem allri var sjón­varp­að á net­inu, log­aði hver ein­asta kaffi­stofa lands­ins í um­ræð­um um kass­ann, inni­hald hans, og það sem þar fór fram. Alm­ar hef­ur ver­ið í fjöl­miðla­bind­indi síð­an verk­inu lauk. Hann fékkst þó, með sem­ingi, til þess að setj­ast nið­ur í eins kon­ar gjörn­inga­við­tal, í miðju bind­ind­inu.

Mest lesið undanfarið ár