Hún fæddist á Flateyri og bjó þar fyrstu sex árin.
„Mamma, Erla Ásgeirsdóttir, var mikil saumakona, kenndi saumaskap og á saumavélar. Pabbi, Baldur Sveinsson, fór í uppskipun eða beitti, annars var hann kennari eins og pabbi hans. Föðurafi minn, Sveinn Gunnlaugson, var skólastjórinn í plássinu. Hann kenndi mér að elska almannatryggingarnar og vökulögin.
Föðuramma mín, Sigríður Oddný Benediktsdóttir, var hörkukona og var formaður kvenfélagsins á staðnum um árabil. Ragna, dóttir hennar, tók upp merki hennar og kenndi mér meðal annars um verkefni kvennahreyfingarinnar og aðstoðina við fátæku börnin inni í sveit.“
Ákveðið var að flytja til Reykjavíkur árið 1960. Sigríður Lillý var þó á Flateyri á sumrin hjá afa sínum og Önnu, seinni konu hans, og fór að vinna þar í fiski á sumrin þegar hún var unglingur. Stundum gekk hún í hús í bænum og seldi tímaritið 19. júní fyrir Rögnu sem þá var orðin formaður kvenfélagsins.
„Við vorum mörg á menntaskólaárunum í Reykjavík í stanslausri uppreisn gegn ríkjandi gildum og rifum kjaft. Ég þurfti því að sættast við ansi marga kennara mína í menntó þegar ég haustið eftir stúdentsprófið varð samkennari þeirra og deildi með þeim kennarastofunni.“
Eðlisfræðin og stærðfræðin
Hún teiknaði og málaði og dreymdi um að verða myndlistarmaður. Stærðfræði og eðlisfræði voru hins vegar uppáhaldsfögin og var henni ráðið frá því að fara inn á óvissubrautir myndlistarinnar. „Myndlistin hefur þó
Athugasemdir