Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Systur lýsa ofbeldi móður sinnar

„Ég var ekki orð­in tíu ára þeg­ar ég var far­in að fara út með syst­ur mína á sleða seinni part­inn og segja henni að horfa til stjarn­anna, því við gæt­um alltaf ósk­að okk­ur betri tíð­ar,“ seg­ir Linda María Guð­munds­dótt­ir. Hún og syst­ir henn­ar, Svein­dís Guð­munds­dótt­ir, segja að móð­ir þeirra hafi beitt of­beldi en hún hafn­ar ásök­un­um og seg­ir dæt­ur sín­ar ljúga. Fað­ir þeirra vildi ekki tjá sig í sam­tali við Stund­ina.

Sextán ára gömul pakkaði hún einhverjum fötum í flýti ofan í skólatöskuna sína, læddist út úr herberginu sínu þegar mamma hennar heyrði ekki til hennar og gekk út af heimilinu. Hún var farin að heiman, fyrir fullt og allt.„Ég var komin út á götu þegar mamma uppgötvaði að ég væri farin. Hún kallaði á eftir mér en ég hélt áfram án þess að líta við. Ég gekk götuna á enda og burt, eins langt og ég komst. Ég kom aldrei heim aftur.“

Sveindís Guðmundsdóttir stígur fram til að segja sögu sína í von um að vekja aðra til umhugsunar um aðstæður barna sem alast upp við ofbeldi. Í kjölfar þess að Dofri Hermannsson sagði sögu sína í Stundinni skrifaði hún pistil um 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár