Sextán ára gömul pakkaði hún einhverjum fötum í flýti ofan í skólatöskuna sína, læddist út úr herberginu sínu þegar mamma hennar heyrði ekki til hennar og gekk út af heimilinu. Hún var farin að heiman, fyrir fullt og allt.„Ég var komin út á götu þegar mamma uppgötvaði að ég væri farin. Hún kallaði á eftir mér en ég hélt áfram án þess að líta við. Ég gekk götuna á enda og burt, eins langt og ég komst. Ég kom aldrei heim aftur.“
Sveindís Guðmundsdóttir stígur fram til að segja sögu sína í von um að vekja aðra til umhugsunar um aðstæður barna sem alast upp við ofbeldi. Í kjölfar þess að Dofri Hermannsson sagði sögu sína í Stundinni skrifaði hún pistil um
Athugasemdir