Hermann var nýkominn úr Úlfársdalnum þegar hann leit við á skrifstofu Stundarinnar. Hann var þar að afhenda Kastriot og Xhuliu Pepaj lyklana að nýrri leiguíbúð í hverfinu, en íbúðin sem þau fengu fyrst á Bragagötu var ekki nógu hentug. Síðustu vikur hefur Hermann gefið sig allan að aðstoðinni við albönsku fjölskyldurnar tvær og hefur allt annað fengið að sitja á hakanum. „Ég hef ekki gert neitt annað en þetta í rúman mánuð,“ segir Hermann, en hann rekur fyrirtækið Meistaramúr ásamt félaga sínum. „Hann hefur séð um reksturinn á meðan, líkt og ég væri í fríi. Sem betur fer er þetta rólegur tími og flestir starfsmenn í verkefni norður á Húsavík.“
Hermann kynntist Kastriot í haust þegar sá síðarnefndi kom og sótti um vinnu í fyrirtækinu. „Hann sagðist geta gert allt og ef hann gæti það ekki þá myndi hann læra það á einum degi,“ segir Hermann. „Mér leist bara helvíti vel á hann og sagði honum að mæta daginn eftir.“ Á þessum tímapunkti hafði Hermann hins vegar ekki hugmynd um að Kastriot væri hælisleitandi, en það átti fljótlega eftir að komast í ljós.
Fyrstu kynnin
Pepaj fjölskyldan talar hvorki íslensku né ensku. Hermann segist fyrst og fremst hafa átt í samskiptum við Kastriot í gegnum aðra erlenda starfsmenn en einnig með látbragði og sýnikennslu. Kastriot mun hafa verið maður orða sinna og var fljótur að læra réttu handtökin. Þá segir Hermann það hafa verið áberandi hvað hann var alltaf snyrtilegur til fara. Þegar Kastriot hafði unnið fyrir Hermann í tæpar tvær vikur fékk hann örlagaríkt símtal. Sjálfur talaði hann stuttlega í símann á móðurmálinu en gaf vinnuveitenda sínum samband. Maðurinn á hinni línunni sagði Hermanni að Kastriot þyrfti að vera kominn á fund niður á Útlendingastofnun eftir tíu mínútur.
„Þá áttaði ég mig fyrst á því að hann væri líklega hælisleitandi,“ segir
Athugasemdir