„Þetta var á köflum sultarlíf eins og allt listalíf í litlu landi er gjarnan. Það er varla hægt að kalla þetta markað. Líf mitt sveiflaðist á milli þess að vera í hljómsveit og vinna í frystihúsi,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður, um þann tíma sem hann var í frægustu hljómsveit Íslands, Trúbroti.
Magnús er einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Rætur hans eru í Keflavík. Hann hefur á löngum ferli markað spor sín eftirminnilega í íslenskri tónlistarsögu. Hann var rétt kominn af unglingsaldri þegar honum bauðst að vera í þekktustu popphljómsvet landsins.
Athugasemdir