Svandís: „Ég tók þá ákvörðun að eiga mín börn utan sjúkrahúsa, kannski fyrst og fremst af því að mér fannst mikilvægt að fæðing væri persónulegur, fjölskylduviðburður. Ég var í grunninn ekki spennt fyrir þeirri nálgun að þetta væri spítalaverkefni, eða einhvers konar heilbrigðisvandi sem þyrfti að leysa, heldur væri þetta miklu frekar gleðileg stund í lífi fjölskyldunnar.
Á þessum tíma var fæðingarheimilið í Reykjavík ennþá til, og var opið fyrir óhefðbundari nálgunum í fæðingum. Þarna var heimilislegra andrúmsloft, öðruvísi fæðingarstofa og færri sængurkonur. Þar átti ég eitt barn 1984, og svo annað 1986.
Svo þegar ég átti von á mínu þriðja barni, 1996, var fæðingarheimilið ekki lengur til. Þá fór ég í það að tala við konur, og eins og konur eru, þá tala þær um þessa hluti, sem og aðra sem viðkoma kvennaheilsu; meðgöngu, fæðingu, sængurlegu, brjóstagjöf og allt þetta. Þá kynntist ég þessari hugmyndafræði á bakvið heimafæðinguna, sem snýst um það að fæðingin sé
Athugasemdir