Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almar utan kassans: Undarlegt viðtal við Almar Atlason

Lík­ami lista­manns­ins Alm­ars Atla­son­ar er lands­mönn­um væg­ast sagt vel kunn­ug­ur. Á með­an hann eyddi heillri viku inn­an í kassa í Lista­há­skóla Ís­lands, sem allri var sjón­varp­að á net­inu, log­aði hver ein­asta kaffi­stofa lands­ins í um­ræð­um um kass­ann, inni­hald hans, og það sem þar fór fram. Alm­ar hef­ur ver­ið í fjöl­miðla­bind­indi síð­an verk­inu lauk. Hann fékkst þó, með sem­ingi, til þess að setj­ast nið­ur í eins kon­ar gjörn­inga­við­tal, í miðju bind­ind­inu.

Almar segist hafa fengist töluvert við fjölbreytta listsköpun. Hann hafi mjög gaman af því að búa til tónlist, og mest verið í pönkinu. „Mér hefur alltaf fundist gaman að vera með dónaskap, þá helst uppá sviði. Ég hef samt aldrei reynt að sjokkera neinn. Bara aldrei. Enda þarf dónaskapur ekkert að vera sjokkerandi. Fólk er búið að vera dónalegt í alveg mörg þúsund ár án þess að það hafi sjokkerað neinn neitt sérstaklega. 

Mér finnst bara gaman að leika mér. Ég vil bara hafa gaman. Svo er ég mikið búinn að vera að mála. Get alveg gleymt mér í því. Ég var með smá gjörning í haust, þar sem ég var með opið málverk undir nafninu Það er fjör að mála. Þar mátti hver sem er koma og mála með mér, frá 9 til 5, og klukkan fimm hringdi klukkan og ég öskraði stopp og þá var málverkið tilbúið.“

Þegar talið berst að listsköpun, minnist hann á hversu sorglega fáir séu að skapa, því sköpun sé það skemmtilegasta sem hægt sé að gera. „Mér finnst svo mikið verið að taka það frá fólki, með þessum listasölum sem eru svo leiðinlegir, þar sem heyrist svakalega hátt í skónum manns, hvað þetta á að vera gaman. Það er fjör að búa til hluti, og það er algjörlega innprentað í manninn að búa til saman og leika sér saman og dansa saman og mála saman. Þar er fjör og gaman, en svo hættir það að skipta máli um leið og það er tilbúið. Þá verður hluturinn að einhverjum object, sem ég hef aldrei skilið almennilega. 

Þess vegna er ég svona hrifinn af pönkinu, því það snýst fyrst og fremst um eitthvað móment. Þar er fjör á meðan það er fjör.“

Ég er bara hirðfífl

Á þessum tímapunkti í viðtalinu ræddi blaðamaður við Almar um hverfult eðli heimsins, og að sýn Almars á listina væri hugsanlega svipuð og búddískra múnka, sem eyða löngum stundum í að búa til sand mandölur: Listaverk úr marglitum sandi, sem þeir svo sópa upp um leið og það er tilbúið og henda út í sjó.

„Ég hef nú aldrei verið mikill munkur í mér. Fyrst og fremst bara partý og fjör. Mér hefur aldrei fundist gaman að hugleiða, en mér finnst mjög gaman að fara í partý. Ég hef líka aldrei komið í það partý þar sem ekki er einhvers 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár