Hólmfríður: „Árið 2008, þegar ég varð ólétt af stelpunni minni, hugsaði ég fyrst að ég færi bara þessa venjulegu leið, að fæða á spítala. Við bjuggum þá í Reykjavík. Við flytjum svo norður á Akureyri, og það er í rauninni ekki fyrr en ég er komin 34 vikur á leið að ég tek þessa ákvörðun.
Við fórum á foreldranámskeið á vegum heilsugæslunnar. Málfríður Stefanía, ljósmóðirin sem var með það námskeið, er heimafæðingarljósmóðir og kynnti meðal annars heimafæðingar á þessu námskeiði. Það hitti á einhvern streng í mér. Ég hafði alltaf staðið í þeirri trú að ég mætti ekki eiga fyrsta barnið mitt heima, það er einhver mýta sem er mjög langlíf. Margir hvá einmitt, þegar ég segi að ég hafi átt mitt fyrsta barn heima, og telja að það sé bannað. Þannig að ég var búin að afskrifa þessa hugmynd, eiginlega áður en ég fékk hana.
En eftir þetta námskeið gerðist eitthvað innra með mér. Ég hef alltaf synt á móti straumnum. Það býr lítill aktívisti innan í mér og ég hef reynt að finna honum farveg. Svo smám saman fann ég að þetta var eitthvað sem mig langaði til að gera. Ég var heilbrigð, og barnið líka.“
Tengdi við kött
„Þegar ég var lítil bjuggu stelpur í götunni minni sem áttu kött, og einhvern
Athugasemdir