Flokkur

Fólk

Greinar

Sex sögur af hversdagslegum fordómum: Tengdó hélt að hún væri húshjálpin
Myndband

Sex sög­ur af hvers­dags­leg­um for­dóm­um: Tengdó hélt að hún væri hús­hjálp­in

Móð­ir kær­ast­ans gerði ráð fyr­ir því að hún væri hús­hjálp, eft­ir hálf­tíma sam­tal spurði vinnu­veit­andi hvort hún tal­aði ekki ís­lensku og í mat­ar­boði var stung­ið upp á því að hún gerð­ist túlk­ur fyr­ir flótta­menn því hún hlyti að hafa ar­ab­ísk­una í blóð­inu, þótt hún hefði aldrei lært tungu­mál­ið. Þór­dís Nadía Semichat seg­ir frá.
Öryrkjar fara ekki lengur til tannlæknis
Úttekt

Ör­yrkj­ar fara ekki leng­ur til tann­lækn­is

Tann­lækn­ar segja að ófremd­ar­ástand ríki á að­gengi aldr­aðra og ör­yrkja að þjón­ustu þeirra. Þess­ir hóp­ar búa við fá­tækt­ar­mörk, en þótt lög geri ráð fyr­ir 75% end­ur­greiðslu frá rík­inu hef­ur það ekki ver­ið raun­in í þrett­án ár. Fá­tækt fólk sæk­ir mun sjaldn­ar tann­lækna­þjón­ustu á Ís­landi en í ná­granna­lönd­um okk­ar. Einn við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar geng­ur með fjór­tán ára gaml­an bráða­birgða­góm því hann hef­ur ekki efni á var­an­legri lausn.
Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu
Úttekt

Björn Ingi fékk kúlu­lán með­fram lundafléttu

Björn Ingi Hrafns­son var um­svifa­mik­ill í ís­lensku við­skipta­lífi á með­an hann starf­aði sem ná­inn sam­starfs­mað­ur Hall­dórs Ás­gríms­son­ar for­sæt­is­ráð­herra, sem stjórn­mála­mað­ur í borg­inni og síð­ar blaða­mað­ur hjá 365 miðl­um. Það sem ein­kenn­ir fjár­hags­leg­ar fyr­ir­greiðsl­ur til Björns Inga á þessu tíma­bili er að alltaf eru að­il­ar tengd­ir Kaupþingi hand­an við horn­ið.
Hættulegt ef við færum yfir þessi mörk
Fréttir

Hættu­legt ef við fær­um yf­ir þessi mörk

Um­ræða um dán­ar­að­stoð hef­ur ekki far­ið fram hjá Land­læknisembætt­inu, en Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir er al­far­ið á móti þeirri hug­mynd að boð­ið yrði upp á dán­ar­að­stoð hér á landi. „Við eig­um frek­ar að virða líf held­ur en að taka líf,“ seg­ir hann og bend­ir á að boð­ið sé upp á líkn­ar­með­ferð sem geri dauð­vona sjúk­ling­um kleift að fá mann­sæm­andi enda­lok.
Stofna félag um dánaraðstoð
Fréttir

Stofna fé­lag um dán­ar­að­stoð

Lífs­virð­ing, fé­lag um dán­ar­að­stoð, var stofn­að í janú­ar. Til­gang­ur fé­lags­ins er að stuðla að op­inni, upp­byggi­legri og víð­tækri um­ræðu um dán­ar­að­stoð og að vinna að því að sam­þykkt verði lög­gjöf um að við viss­ar að­stæð­ur og að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrð­um verði dán­ar­að­stoð val­kost­ur fyr­ir þá sem kjósa að mæta ör­lög­um sín­um með þeim hætti.
Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Viðtal

Studdi eig­in­mann­inn í sjálfs­víg­inu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.
„Ég horfðist í augu við svartnættið“ 
Viðtal

„Ég horfð­ist í augu við svart­nætt­ið“ 

Svart­nætt­ið hef­ur stund­um ver­ið svo yf­ir­þyrm­andi að það eina sem hef­ur hald­ið í hon­um líf­inu er vitn­eskj­an um að hann geti alltaf fyr­ir­far­ið sér. Myrkr­ið sótti að hon­um strax í æsku en nú hef­ur hann öðl­ast til­gang, bæði í gegn­um föð­ur­hlut­verk­ið og á þingi, þar sem hann er í að­stöðu til þess að berj­ast fyr­ir bætt­um úr­ræð­um í geð­heil­brigðis­kerf­inu. Hann hef­ur misst þrjá vini úr sjálfs­vígi, en sem ung­ling­ur gerði hann sjálfs­vígs­sátt­mála við besta vin sinn sem fór síð­an á und­an hon­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son seg­ir frá þung­lynd­inu, geð­deild og kerfi sem bregst.

Mest lesið undanfarið ár