Á Íslandi ríkir neyðarástand á húsnæðismarkaði, samkvæmt opinberum aðilum, þar sem heimamenn keppast við ferðamenn og leigufélög um þær fáu íbúðir sem standa til boða. Tveir hópar standa verst á þessum markaði, fátækir og ungt fólk. Tæplega helmingur fólks býr í foreldrahúsum langt fram á þrítugsaldurinn, og aðrir sitja fastir í skuldasúpu á leigumarkaðnum. Ástandið er svo slæmt að ríkisstjórnin hefur sett saman aðgerðarhóp sem á að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði, á sama tíma hefur hópur fólks gefist upp og sagt skilið við baráttuna um húsnæðið, flutt af höfuðborgarsvæðinu eða stofnað heimili erlendis.
Íslenski draumurinn á Suðurnesjunum
Ungt fólk hefur í auknum mæli flust búferlum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Sveitarfélagið Ölfus varð vart við þessa þróun árið 2015, þegar íbúum þar fjölgaði um 3,7%, en þrír fjórðu þeirra sem fluttu þangað voru undir fertugu og um helmingurinn kom af höfðuborgarsvæðinu. Í nágrannasveitarfélaginu Hveragerði varð um það bil 3% fjölgun á …
Athugasemdir