Flokkur

Fólk

Greinar

Ætlar að verða númer eitt í heiminum
Viðtal

Ætl­ar að verða núm­er eitt í heim­in­um

Með ein­lægni og af­slapp­aðri fram­komu en fyrst og fremst ótrú­leg­um hæfi­leik­um hef­ur Ólafíu Þór­unni Krist­ins­dótt­ur tek­ist að kveikja áhuga jafn­vel mestu and­sport­i­sta á golfí­þrótt­inni. Hún hef­ur stokk­ið upp um meira en 300 sæti á heimslist­an­um á nokkr­um mán­uð­um og hef­ur eng­ar áætlan­ir um að hægja á sér. Hún stefn­ir þvert á móti í allra fremstu röð og læt­ur sig dreyma um að verða létta kvenút­gáf­an af sviss­nesku tenn­is­stjörn­unni Roger Fed­erer, henn­ar helstu fyr­ir­mynd.
„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“
Viðtal

„Það er ekki hægt að dæma lát­inn mann“

Selma Klara Gunn­ars­dótt­ir kynnt­ist manni á stefnu­móta­for­rit­inu Tind­er síð­asta sum­ar. Sól­ar­hrings vef­spjall átti hins veg­ar eft­ir að taka á sig dökka mynd þeg­ar mað­ur­inn sótti Selmu um miðja nótt, fór með hana heim til sín og braut gegn henni. Selma kærði mann­inn fyr­ir nauðg­un strax dag­inn eft­ir, en mað­ur­inn lést hins veg­ar áð­ur en gef­in var út ákæra. Sum­ir telja mann­inn hafa feng­ið mak­leg mála­gjöld en Selmu finnst ósann­gjarnt að hann hafi feng­ið að deyja, á með­an hún þurfi að lifa áfram með sárs­auk­ann sem hann olli henni.
Hinn ósnertanlegi
Úttekt

Hinn ósnert­an­legi

Fyr­ir hvað stend­ur for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands og hvað dríf­ur hann áfram? Karl Th. Birg­is­son grein­ir fer­il og áhersl­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sýndu sig á fyrstu ár­um þing­mennsk­unn­ar. Hann var af­kasta­lít­ill á Al­þingi og lagði höf­uð­áherslu á að leggja nið­ur rík­is­stofn­an­ir. Þá vildi hann minnka að­komu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að fyr­ir­tækja­samr­un­um.
Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag
Erlent

Una heim­sótti spít­ala þar sem 30 voru myrt­ir í dag

Í síð­ustu viku heim­sótti Una Sig­hvats­dótt­ir her­sjúkra­hús í Kabúl til þess að ræða við kven­lækna sem leggja líf sitt í hættu með því að ákveða að mæta í vinnu og skóla á hverj­um degi. Við­tal sem hún tók við kven­lækni þar birt­ist í morg­un, í til­efni af al­þjóð­leg­um bar­áttu­degi kvenna. Skömmu síð­ar var sjálfs­morðs­árás fram­in á sjúkra­hús­inu og að minnsta kosti þrjá­tíu drepn­ir. Hryðju­verka­sam­tök­in IS­IS hafa lýst ábyrgð á árás­inni.
Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf
Fréttir

Kærði vin sinn fyr­ir nauðg­un en mál­ið var fellt nið­ur: Þetta er ekki kyn­líf

Hólm­fríð­ur Anna þurfti að leita sér að­stoð­ar vegna áfall­a­streiturösk­un­ar eft­ir at­vik­ið, en hún vill koma þeim skila­boð­um á fram­færi að ef þú þarft að suða um kyn­líf, draga við­kom­andi oft­ar en einu sinni úr bux­un­um og hugga hann á með­an at­hæf­inu stend­ur, séu all­ar lík­ur á að hann vilji ekki stunda kyn­líf með þér. Þá sé það nauðg­un.
Tíu barna faðir í mannúðarstarfi á Indlandi
Viðtal

Tíu barna fað­ir í mann­úð­ar­starfi á Indlandi

Til­vilj­un réði því að Vil­hjálm­ur Jóns­son flutti til Ind­lands ár­ið 1976 eft­ir flakk um Evr­ópu. Fljót­lega eft­ir kom­una þang­að kynnt­ist hann ást­inni í lífi sínu og kvænt­ist henni fjór­um mán­uð­um síð­ar. Þau hjón­in eiga nú tíu börn og þrjú barna­börn, en þau komu alls­laus til Ís­lands eft­ir að hafa helg­að lífi sínu mann­úð­ar­mál­um á Indlandi.
Sex góðir eiginleikar Guðna sem forseta
Listi

Sex góð­ir eig­in­leik­ar Guðna sem for­seta

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur nú set­ið í embætti for­seta Ís­lands í sex mán­uði. Orð hans og at­hafn­ir móta sam­fé­lag­ið og þau við­horf sem þar ríkja og í því ljósi er for­vitni­legt að sjá hvernig lang­stærst­ur hluti lands­manna fylk­ist að baki hon­um. Ánægja með störf for­set­ans hef­ur aldrei mælst meiri, að minnsta kosti ekki frá því að MMR hóf mæl­ing­ar ár­ið 2011. Eitt­hvað er hann að gera rétt. En hvað?
Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Sannfæringarkraftur Gunnars Smára
ÚttektFjölmiðlamál

Sann­fær­ing­ar­kraft­ur Gunn­ars Smára

Karl Th. Birg­is­son hef­ur fylgst með kafla­skrif­um Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar í ís­lenskri fjöl­miðla­sögu, allt frá því að hann fór að vinna fyr­ir hann á Press­unni ár­ið 1991. Af öll­um þeim hug­mynd­um sem Gunn­ar Smári hef­ur hrint í fram­kvæmd lifa Frétta­blað­ið og Vís­ir.is lengst, en sann­fær­ing­in, sann­fær­ing­ar­kraft­ur­inn og eng­ar efa­semd­ir ein­kenna Gunn­ar Smára. Og vita­skuld reikni­vél­in og Excel-skjöl­in til að telja fólki trú um að sann­fær­ing­in skili líka arði. Sem hún ger­ir í fæst­um til­vik­um.
Stefán Karl á batavegi og þakkar samborgurum sínum: „Ekkert illt að sjá“
Reynsla

Stefán Karl á bata­vegi og þakk­ar sam­borg­ur­um sín­um: „Ekk­ert illt að sjá“

Stefán Karl Stef­áns­son, sem und­ir­geng­ist hef­ur krabba­meins­með­ferð, seg­ir mein­ið far­ið og „ekk­ert illt að sjá“. Hann und­ir­býr sig fyr­ir fyr­ir­byggj­andi geislameð­ferð og þakk­ar sam­borg­ur­um sín­um. „Takk fyr­ir all­ar kveðj­urn­ar og stuðn­ing­inn eins og alltaf, handa­bönd­in úti í búð, klapp­inu á bak­ið og fal­legu bros­un­um sem mað­ur fær hvar sem mað­ur kem­ur.“

Mest lesið undanfarið ár