Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hinn ósnertanlegi

Fyr­ir hvað stend­ur for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands og hvað dríf­ur hann áfram? Karl Th. Birg­is­son grein­ir fer­il og áhersl­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sýndu sig á fyrstu ár­um þing­mennsk­unn­ar. Hann var af­kasta­lít­ill á Al­þingi og lagði höf­uð­áherslu á að leggja nið­ur rík­is­stofn­an­ir. Þá vildi hann minnka að­komu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að fyr­ir­tækja­samr­un­um.

Við höfum fengið nýjan forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.

Hvers vegna er Bjarni í stjórnmálum? Hvað knýr hann áfram? Hefur hann hugsjónir? Hvað brennur á honum?

Skoðun á ferli og málflutningi Bjarna kallar því miður fram svörin: Hagsmunagæzla. Varðstaða um óbreytt ástand. Nei. Og fátt.

Þar með er ekki sagt að Bjarni sé ómerkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur til dæmis farið í gegnum og staðið af sér fleiri hneykslismál og atlögur innan úr flokknum sínum en flestir aðrir hefðu sloppið lifandi frá.

Hann hefur verið nánast teflon-húðaður, eins og sagt var um Ronald Reagan, og nú þegar hann hefur náð upphaflegu og langþráðu markmiði sínu, að verða forsætisráðherra, virðist hann vera alveg ósnertanlegur.

Lítum aðeins á manninn og ferilinn.

Óvænt framboð

Bjarni var fyrst kjörinn á þing í kosningum vorið 2003, þrjátíu og þriggja ára gamall. Framboð hans kom ýmsum á óvart. Flestir töldu að hann ætlaði að leggja fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár