Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kæri fáviti

Hug­leik­ur Dags­son er harð­orð­ur en jafn­framt kær­leiks­rík­ur í garð fá­vita í nýj­um pistli sín­um

Kæri fáviti
Ú Á ÚDLEMDINGA Mynd: Hugleikur Dagsson

Og bara svo þú fattir örugglega hvern ég er að kalla fávita þá er ég að tala við þig, þú sem ert í Þjóðfylkingunni, þú sem ert í Hermönnum Óðins, þú sem mættir á Austurvöll að mótmæla brúnu fólki og gast ekki gubbað uppúr þér heillri brú til að rökstyðja þitt mál þegar fjölmiðlar gáfu sig á tal við þig. Þú sem að felur þig bakvið gardínur og bölvar innflytjendum. Þú ert lítill. Þú ert lítill og hræddur.

Afhverju ertu svona hræddur við útlendinga? Afþví þau borða öðruvísi mat og tala furðulega? Halló, við borðum aktu taktu og syngjum ó mig langar uppá þig. Við erum ekkert betri. Landamæri eru bara einhver strik sem löngu dauðir kallar drógu í sandinn. Trúarbrögð eru bara ólík ævintýri með sama boðskap. Við erum öll sama fokkin apategundin á sömu fokkin moldarkúlunni. Hættum þessu rugli, byggjum geimskip og finnum aðra apa til að leika við. Ég veit ég hljóma eins og einhver nýaldarhippi en það er betra en að vera fáviti.

Ég gæti þóst hissa á því að svona fávitaskapur tíðkist hér á landi en ég er það ekki. Því engin þjóð er betri en önnur. Allar þjóðir, lönd, menningarsvæði og trúarbrögð geta framleitt fávita eins og þig. Fávitakapur hefur ekkert með landafræði/litarhaft/trúarbrögð að gera en allt með ótta að gera. Ekki vera hræddur. Það er enginn að fara að sprengja okkur eða klæða okkur í burkini. Við erum bara Ísland. Öllum er sama um okkur. Afhverju ekki að hleypa öðrum að? Við getum ekki riðið frændfólki okkar forever.

Og hættu að fela þig bakvið tjáningafrelsi. Bara vegna þess að þú mátt segja það sem þú ert að segja gerir þig ekkert að minni fávita. Fávitar elska tjáningafrelsi. Ég meina kommon, þessi pistill er tjáningarfrelsi. Þannig að ekki kommenta einhver öngstrætisrök um að ég sé að banna þér að vera fáviti. Þú hefur jafn mikinn rétt á að vera fáviti og hef rétt á að kalla þig fávita. Þannig virkar tjáningarfrelsi. Fáviti.

Ég fatta núna að ég er ekki að hjálpa umræðunni með svona aggressívum pistli. Að mæta hatri með heift er í raun frekar fávitalegt af mér. Ég skal hætta. En nennir þú þá líka að hætta? Það er ekki of seint. Húðflúraðu pulsu við hliðina á SS tattúinu þínu. Hlustaðu á pönk og hip hop. Horfðu á Star Trek og lærðu að Klingonar og Vúlkanir geta verið vinir. Í alvöru, þú ert örugglega fínn gaur. Komdu hérna. Knúsaðu mig.

Hulli

 

Pistillinn birtist upphaflega á Facebook síðu Hugleiks Dagssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár