Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kæri fáviti

Hug­leik­ur Dags­son er harð­orð­ur en jafn­framt kær­leiks­rík­ur í garð fá­vita í nýj­um pistli sín­um

Kæri fáviti
Ú Á ÚDLEMDINGA Mynd: Hugleikur Dagsson

Og bara svo þú fattir örugglega hvern ég er að kalla fávita þá er ég að tala við þig, þú sem ert í Þjóðfylkingunni, þú sem ert í Hermönnum Óðins, þú sem mættir á Austurvöll að mótmæla brúnu fólki og gast ekki gubbað uppúr þér heillri brú til að rökstyðja þitt mál þegar fjölmiðlar gáfu sig á tal við þig. Þú sem að felur þig bakvið gardínur og bölvar innflytjendum. Þú ert lítill. Þú ert lítill og hræddur.

Afhverju ertu svona hræddur við útlendinga? Afþví þau borða öðruvísi mat og tala furðulega? Halló, við borðum aktu taktu og syngjum ó mig langar uppá þig. Við erum ekkert betri. Landamæri eru bara einhver strik sem löngu dauðir kallar drógu í sandinn. Trúarbrögð eru bara ólík ævintýri með sama boðskap. Við erum öll sama fokkin apategundin á sömu fokkin moldarkúlunni. Hættum þessu rugli, byggjum geimskip og finnum aðra apa til að leika við. Ég veit ég hljóma eins og einhver nýaldarhippi en það er betra en að vera fáviti.

Ég gæti þóst hissa á því að svona fávitaskapur tíðkist hér á landi en ég er það ekki. Því engin þjóð er betri en önnur. Allar þjóðir, lönd, menningarsvæði og trúarbrögð geta framleitt fávita eins og þig. Fávitakapur hefur ekkert með landafræði/litarhaft/trúarbrögð að gera en allt með ótta að gera. Ekki vera hræddur. Það er enginn að fara að sprengja okkur eða klæða okkur í burkini. Við erum bara Ísland. Öllum er sama um okkur. Afhverju ekki að hleypa öðrum að? Við getum ekki riðið frændfólki okkar forever.

Og hættu að fela þig bakvið tjáningafrelsi. Bara vegna þess að þú mátt segja það sem þú ert að segja gerir þig ekkert að minni fávita. Fávitar elska tjáningafrelsi. Ég meina kommon, þessi pistill er tjáningarfrelsi. Þannig að ekki kommenta einhver öngstrætisrök um að ég sé að banna þér að vera fáviti. Þú hefur jafn mikinn rétt á að vera fáviti og hef rétt á að kalla þig fávita. Þannig virkar tjáningarfrelsi. Fáviti.

Ég fatta núna að ég er ekki að hjálpa umræðunni með svona aggressívum pistli. Að mæta hatri með heift er í raun frekar fávitalegt af mér. Ég skal hætta. En nennir þú þá líka að hætta? Það er ekki of seint. Húðflúraðu pulsu við hliðina á SS tattúinu þínu. Hlustaðu á pönk og hip hop. Horfðu á Star Trek og lærðu að Klingonar og Vúlkanir geta verið vinir. Í alvöru, þú ert örugglega fínn gaur. Komdu hérna. Knúsaðu mig.

Hulli

 

Pistillinn birtist upphaflega á Facebook síðu Hugleiks Dagssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár