Íslendingar hafa alltaf verið sérlega dönnuð þjóð, og borið einstaka virðingu fyrir öðrum þjóðum. Eða er það ekki? Árið 1829 stóð til dæmis þetta í höfuðriti Íslendinga um þær mundir, sjálfum Skírni:
„Í Affríku reyndu Enskir mjög álíkt og að undanförnu að útvíðka nýlendur sínar, bæði á Góðrarvonarhöfða og á enum vestlægu ströndum álfu þessarar; en innlendir villimenn leituðu mjög á þá, og urðu þeim allmjög að tjóni.“
Skírnir var gefinn út í Kaupmannahöfn af Hinu íslenska bókmenntafélagi og flutti á þessum tíma ekki fréttir frá umheiminum til Íslendinga.
Og svona voru fréttirnar.
Nú er spurningin: Er endalaust hægt að afsaka sem „barn síns tíma“ það svívirðilega hugarfar að fólk sem varðist útlenskum innrásarmönnum og arðræningjum í Afríku væru „villimenn“?
Um þetta leyti var ritstjóri Skírnis Þórður Jónasson og hann hefur því sjálfsagt skrifað þetta. Þórður var um þessar mundir að ljúka lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla og eftir að hann kom svo heim var sýslumaður í nokkur ár.
Hann sat á þingi sem fulltrúi Danakóngs og gegndi margvíslegum embættum og trúnaðarstörfum, hann sat í bæjarstjórn Reykjavíkur, var kennari við Lærða skólann og fleira, en var lengst dómari við landsyfirréttinn eða í samfleytt 40 ár, frá 1837-1877.
Væntanlega þurftu engir „villimenn“ að koma fyrir dómara þennan.
Athugasemdir