Jahá, svo þið haldið að það sé eitthvað nýtt að varað sé við sollinum í Reykjavík og kaffihúsasetum hjá latté-lepjandi ófreskjunum í 101?
Onei, þann 1. apríl fyrir 100 árum, þá birtist grein í Morgunblaðinu þar sem brýnt var fyrir lesendum að gæta sín á einmitt þessu.
Og alveg sérstakri hneykslun lýst á þeirri ósvinnu að fólk tæki börn með sér á kaffihúsin.
Þegar þetta var skrifað bjuggu 14.000 manns í Reykjavík.
Greinin í Morgunblaðinu um hætturnar af kaffihúsasetum fyrir börn er ómerkt, svo ætla má að hún sé á ábyrgð ritstjórans Vilhjálms Finsens.
Athugasemdir