Í Bæjarpóstinum, dálki í Þjóðviljanum, birtist 24. júlí 1951 klausa sem merkt var „F.L.“
Þar birtist það viðhorf sem sjá má á myndinni meðfylgjandi, en einnig klausur eins og þessi:
„Mér þótti vænt um að sjá vakið máls á því í bæjarpóstinum fyrir nokkrum dögum að ekki mætti selja bandarísku hermönnunum bíó-sæti innan um íslendinga. Mér finnst þetta sjálfsögð kurteisisskylda við bíógesti, sem ekki kæra sig um að skemmta sér innan um útlenda hermenn ...“
Þessi „F.L.“ - hvort sem hann eða hún var inni á ritstjórn Þjóðviljans eða úti í bæ telur sem sé sjálfsagt að tala um „kanamellur“ sem og að íslenskar stúlkur eigi að forðast að láta sjá sig í návist hermanna svo þær fái ekki þann stimpil!
Og framhald síðustu setningarinnar á myndinni er svona: „... ef þeir ætlast til að Íslendingar eigi skipti við þá framvegis.“
Athugasemdir