Karl Th. Birgisson

Hrökklaðist frá völdum eftir „besta díl Íslandssögunnar“
Fréttir

Hrökkl­að­ist frá völd­um eft­ir „besta díl Ís­lands­sög­unn­ar“

„Við feng­um áfall,“ sagði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, þá borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, eft­ir fund þar sem lág­marks­upp­lýs­ing­ar í mál­efn­um REI voru loks veitt­ar. Það var ekki endi­lega efni máls­ins, sem fór þvert í kok­ið á sjálf­stæð­is­mönn­um enda var kynn­ing­in svo snaut­leg að erfitt var að leggja mat á gjörn­ing­inn. Það var miklu frem­ur að­drag­and­inn, leynd­in, skort­ur á upp­lýs­inga­gjöf og ótrú­leg­ur hraði í máls­með­ferð sem þeim gramd­ist veru­lega. Ekki leið á löngu þar til borg­ar­stjór­inn hrökkl­að­ist frá völd­um, rú­inn trausti vegna máls­ins.
Besti vinur verktakanna
Úttekt

Besti vin­ur verk­tak­anna

Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra beit­ir að­ferð­um jarð­ýt­unn­ar til að ná sínu fram. Hann naut styrkja frá verk­taka­fyr­ir­tækj­um, er mesti bar­áttu­mað­ur stór­iðju og stór­fram­kvæmda og er einn nán­asti sam­herji Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra. Nú vill hann setja vega­fram­kvæmd­ir í hend­ur einka­að­ila og rukka tolla á veg­um við höf­uð­borg­ina.
Hinn ósnertanlegi
Úttekt

Hinn ósnert­an­legi

Fyr­ir hvað stend­ur for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands og hvað dríf­ur hann áfram? Karl Th. Birg­is­son grein­ir fer­il og áhersl­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sýndu sig á fyrstu ár­um þing­mennsk­unn­ar. Hann var af­kasta­lít­ill á Al­þingi og lagði höf­uð­áherslu á að leggja nið­ur rík­is­stofn­an­ir. Þá vildi hann minnka að­komu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að fyr­ir­tækja­samr­un­um.
Sannfæringarkraftur Gunnars Smára
ÚttektFjölmiðlamál

Sann­fær­ing­ar­kraft­ur Gunn­ars Smára

Karl Th. Birg­is­son hef­ur fylgst með kafla­skrif­um Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar í ís­lenskri fjöl­miðla­sögu, allt frá því að hann fór að vinna fyr­ir hann á Press­unni ár­ið 1991. Af öll­um þeim hug­mynd­um sem Gunn­ar Smári hef­ur hrint í fram­kvæmd lifa Frétta­blað­ið og Vís­ir.is lengst, en sann­fær­ing­in, sann­fær­ing­ar­kraft­ur­inn og eng­ar efa­semd­ir ein­kenna Gunn­ar Smára. Og vita­skuld reikni­vél­in og Excel-skjöl­in til að telja fólki trú um að sann­fær­ing­in skili líka arði. Sem hún ger­ir í fæst­um til­vik­um.
Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið undanfarið ár