Þegar samþingmenn Jóns Gunnarssonar eru spurðir út í hann sem stjórnmálamann og karakter koma tvö orð óþægilega oft fyrir í svörunum. Fauti og tuddi.
Þau ríma við myndina sem við fáum iðulega af honum í fréttum og ræðustól Alþingis, en raunveruleikinn er vitaskuld flóknari.
Hann á sér líka fjölbreytilegri feril en margir gera sér grein fyrir, þ.e. áður en hann varð þingmaður. Í þingmennskunni blasir við tiltölulega einföld mynd.
Skoðum hvort tveggja stuttlega, manninn og verkin.
Iðnskóli, búskapur og bissniss
Jón Gunnarsson ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála lauk prófi frá málmiðnaðardeild Iðnskólans 1975. Hann ætlaði að verða rafvirki, en af því varð ekki. Fáeinum árum síðar var hann orðinn bóndi að Barkarstöðum í hinum fremur afskekkta Núpsdal í Miðfirði, þar sem tengdaforeldrar höfðu hans rekið sauðfjárbúskap, en einnig haldið svín og fjölda hrossa.
Jón bjó að Barkarstöðum í nokkur ár, gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra og tók líka …
Athugasemdir