Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sannfæringarkraftur Gunnars Smára

Karl Th. Birg­is­son hef­ur fylgst með kafla­skrif­um Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar í ís­lenskri fjöl­miðla­sögu, allt frá því að hann fór að vinna fyr­ir hann á Press­unni ár­ið 1991. Af öll­um þeim hug­mynd­um sem Gunn­ar Smári hef­ur hrint í fram­kvæmd lifa Frétta­blað­ið og Vís­ir.is lengst, en sann­fær­ing­in, sann­fær­ing­ar­kraft­ur­inn og eng­ar efa­semd­ir ein­kenna Gunn­ar Smára. Og vita­skuld reikni­vél­in og Excel-skjöl­in til að telja fólki trú um að sann­fær­ing­in skili líka arði. Sem hún ger­ir í fæst­um til­vik­um.

Fyrstu kynni mín af Gunnari Smára Egilssyni eru eftirminnileg. Þau voru um jólaleytið 1991. Hann vildi ráða mig í vinnu.

Eða ég vinna hjá honum sem blaðamaður á Pressunni, sem var þá vikublað og hann ritstjóri. Þegar við hittumst var þó óljóst hvorum megin áhuginn var meiri.

Ég þekkti blaðið og efnistökin og hugnaðist þokkalega, þótt sumt fyndist mér of gult sem birtist í Pressunni. Var of fínn með mig, nýkominn úr námi frá Bandaríkjunum, og hefði frekar viljað vinna hjá New York Times en New York Post.

En Smári var sannfærður og sannfærandi, um að Pressan væri bezta og nauðsynlegasta blað sem hefði verið gefið út á Íslandi. Þess vegna ætti ég að vera með í því liði. Mig vantaði líka vinnu og stassjónin væri uppfull af frábæru fólki. Þetta síðastnefnda var rétt og rúmlega það.

Smári var síðhærður og með tagl. Hitt í fasinu var þó enn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár