Fyrstu kynni mín af Gunnari Smára Egilssyni eru eftirminnileg. Þau voru um jólaleytið 1991. Hann vildi ráða mig í vinnu.
Eða ég vinna hjá honum sem blaðamaður á Pressunni, sem var þá vikublað og hann ritstjóri. Þegar við hittumst var þó óljóst hvorum megin áhuginn var meiri.
Ég þekkti blaðið og efnistökin og hugnaðist þokkalega, þótt sumt fyndist mér of gult sem birtist í Pressunni. Var of fínn með mig, nýkominn úr námi frá Bandaríkjunum, og hefði frekar viljað vinna hjá New York Times en New York Post.
En Smári var sannfærður og sannfærandi, um að Pressan væri bezta og nauðsynlegasta blað sem hefði verið gefið út á Íslandi. Þess vegna ætti ég að vera með í því liði. Mig vantaði líka vinnu og stassjónin væri uppfull af frábæru fólki. Þetta síðastnefnda var rétt og rúmlega það.
Smári var síðhærður og með tagl. Hitt í fasinu var þó enn …
Athugasemdir