Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Meirihlutinn molnaði í borginni

Reykja­vík­ur­borg var um langa tíð valda­mið­stöð Sjálf­stæð­is­flokks­ins, borg­ar­stjór­ar flokks­ins urðu marg­ir for­menn líka og þar með for­sæt­is­ráð­herr­ar. Þar til molna fór und­ir meiri­hlut­an­um og glund­roði tók við.

Sjálfstæðisflokkurinn hafði hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur allt frá því að hann bauð fyrst fram nýstofnaður árið 1930 og nánast sleitulaust til 1994.

Höfuðborgin varð þannig aðalvígi og nánast prívat umráðasvæði hans lungann úr síðustu öld með ýmsum afleiðingum.

Síðar breyttist það og flokkurinn reytir enn hár sitt í örvæntingu.

Ævintýralegt fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn hafði í kringum 50 prósent fylgi í borgarstjórnarkosningum allt frá fyrstu tíð og stundum miklu meira.

Hann byrjaði í rúmlega 53 prósentum 1930, fór í rúmlega 54 prósent 1938, lá í kringum fimmtíu um og eftir stríðsárin, en rauk svo upp í næstum 58 prósent árið 1958. Þá var oddviti flokksins Gunnar Thoroddsen, þáverandi borgarstjóri.

Gunnar steig þó skömmu síðar til hliðar og við tók fyrsta konan sem borgarstjóri, Auður Auðuns. Henni virðist þó ekki hafa verið treyst fullkomlega, því að ungur borgarfulltrúi, Geir Hallgrímsson, gegndi embættinu með henni. Geir tók svo einn við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár