Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Fórnarlambið í forsætisráðuneytinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Fórn­ar­lamb­ið í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir skrif­ar um að­ferð­ina sem Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son beit­ir til að verj­ast gagn­rýni, að bregða sér í hlut­verk fórn­ar­lambs­ins. Hann reyn­ir nú að færa mörk­in til með því að gera það rangt að spyrja rétt­mætra spurn­inga með því að stilla því upp sem árás, ekki að­eins á sig held­ur einnig fjöl­skyld­una.
Stríðið gegn kærendum kynferðisbrota
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Stríð­ið gegn kær­end­um kyn­ferð­is­brota

Sjald­an hef­ur ver­ið jafn harka­lega geng­ið fram gegn þeim sem kæra kyn­ferð­is­brot og und­an­far­ið, þeg­ar þeir hafa ver­ið kærð­ir á móti fyr­ir rang­ar sak­argift­ir og jafn­vel nauðg­un. Gagn­sókn­in gegn op­inni um­ræðu um kyn­ferð­is­brot er haf­in og þar fara tveir lög­menn fremst­ir í flokki. Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir skrif­ar.
„Myndbandið sýnir rótgróna kvenfyrirlitningu“
Úttekt

„Mynd­band­ið sýn­ir rót­gróna kven­fyr­ir­litn­ingu“

Þór­dís Dröfn Andrés­dótt­ir varð að hætta í Flens­borg­ar­skól­an­um í Hafnar­firði vegna þess að þar varð hún fyr­ir að­kasti, út­skúf­un, huns­un og illu um­tali. Þór­dís Dröfn var nefni­lega formað­ur jafn­rétt­is­ráðs þeg­ar for­eldra­fé­lag­ið krafð­ist þess að skóla­yf­ir­völd kæmu í veg fyr­ir að Eg­ill Ein­ars­son og Óli Geir Jóns­son þeyttu skíf­um á ný­nem­a­ball­inu í sept­em­ber 2014, eins og nem­enda­fé­lag­ið hafði ráð­gert.
Systur lýsa ofbeldi móður sinnar
ViðtalKynbundið ofbeldi

Syst­ur lýsa of­beldi móð­ur sinn­ar

„Ég var ekki orð­in tíu ára þeg­ar ég var far­in að fara út með syst­ur mína á sleða seinni part­inn og segja henni að horfa til stjarn­anna, því við gæt­um alltaf ósk­að okk­ur betri tíð­ar,“ seg­ir Linda María Guð­munds­dótt­ir. Hún og syst­ir henn­ar, Svein­dís Guð­munds­dótt­ir, segja að móð­ir þeirra hafi beitt of­beldi en hún hafn­ar ásök­un­um og seg­ir dæt­ur sín­ar ljúga. Fað­ir þeirra vildi ekki tjá sig í sam­tali við Stund­ina.
„Ekkert réttlæti í réttarkerfinu“
FréttirKynbundið ofbeldi

„Ekk­ert rétt­læti í rétt­ar­kerf­inu“

„Hvað er að mér að taka fokk­ing vi­deo­ið,“ sagði mað­ur sem Júlía Birg­is­dótt­ir kærði fyr­ir að taka upp kyn­lífs­mynd­band af þeim og dreifa á net­inu. Hann lýs­ir sig sak­laus­an en á milli þeirra hafa geng­ið skila­boð þar sem hann seg­ist ekki muna eft­ir þessu, en við­ur­kenn­ir að hafa tek­ið upp mynd­band­ið og biðst af­sök­un­ar á því. Júlía höfð­aði jafn­framt einka­mál á hend­ur hon­um en því var vís­að frá fyr­ir hér­aðs­dómi. Hún hef­ur kært þá nið­ur­stöðu. Nú vill hún að hefnd­arklám verði skil­greint í hegn­ing­ar­lög­um en fyr­ir ligg­ur frum­varp á Al­þingi þess eðl­is.
Konan mín  beitti mig ofbeldi
Viðtal

Kon­an mín beitti mig of­beldi

„Þeg­ar tal­að er um heim­il­isof­beldi er yf­ir­leitt ver­ið að lýsa svo svaka­lega ljót­um hlut­um þar sem sterk­ir menn berja litl­ar kon­ur í buff. Þetta var ekk­ert í lík­ingu við það. En þetta var samt hræði­legt,“ seg­ir Dof­ri Her­manns­son. Hann seg­ist hafa bú­ið í sex­tán ár með konu sem hafi beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi. Eft­ir skiln­að hafi hann vilj­að leggja það að baki sér, en nú sé hann að missa sam­band­ið við eldri börn­in og það geti hann ekki sætt sig við.

Mest lesið undanfarið ár