Ekki full sátt um „forvarnagjaldið“ á Alþingi
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ekki full sátt um „for­varna­gjald­ið“ á Al­þingi

Nokkr­ir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn segj­ast mót­falln­ir því að nýju „for­varna­gjaldi“ verði bætt við skatt­lagn­ingu af hús­eign­um til að fjár­magna varn­ar­mann­virki vegna hraun­vár. Slíkt gjald yrði 8.000 krón­ur á ári af fast­eign sem er með bruna­bóta­mat upp á 100 millj­ón­ir króna. Bú­ist er við því að frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um vernd mik­il­vægra inn­viða á Reykja­nesskaga verði að lög­um í kvöld.
Bjargaði dýrunum í gær, vonast til að ná jólakjötinu fyrir fólkið sitt í dag
ViðtalJarðhræringar við Grindavík

Bjarg­aði dýr­un­um í gær, von­ast til að ná jóla­kjöt­inu fyr­ir fólk­ið sitt í dag

Dýr­in í Grinda­vík eru Guð­mundi Sig­urðs­syni efst í huga. Hann komst inn í bæ­inn í gær og bjarg­aði fjár­stofni sín­um í ör­uggt skjól, til Kefla­vík­ur. Í dag von­ast hann til að bjarga verð­mæt­um, ekki síst jóla­hangi­kjöt­inu sem hann hef­ur ver­ið að reykja fyr­ir allt sitt fólk. „Manni líð­ur ekki nógu vel, á með­an það er ekki bú­ið að ná öll­um dýr­un­um,“ seg­ir Guð­mund­ur við Heim­ild­ina.
Veðurstofan segir „ólíklegt“ að gos hefjist undir hafsbotni utan Grindavíkur
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Veð­ur­stof­an seg­ir „ólík­legt“ að gos hefj­ist und­ir hafs­botni ut­an Grinda­vík­ur

Sér­fræð­ing­ar Veð­ur­stof­unn­ar segja að sam­kvæmt gervi­tung­la­gögn­um síð­an í gær­kvöldi, hafi dýpi nið­ur á topp kviku­gangs­ins norð­ur af Grinda­vík ver­ið áætl­að um 1,5 km. „Lík­ur á eld­gosi á næst­unni verða að telj­ast veru­leg­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Veð­ur­stofu Ís­lands. Tal­ið er „ólík­legt“ að gos fari af stað und­ir hafs­botni.
Mikið undir ef eldur kemur upp á versta stað
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Mik­ið und­ir ef eld­ur kem­ur upp á versta stað

Elds­um­brot í grennd við Svartsengi gætu leitt til eigna­tjóns á áð­ur óþekkt­um skala, sam­kvæmt svört­ustu sviðs­mynd­um, en mik­il­vægt orku­ver og ein helsta ferða­þjón­ustuperla lands­ins gætu ver­ið út­sett fyr­ir hraun­rennsli. Bæj­ar­stjór­inn í Grinda­vík tel­ur að miklu megi til kosta, til að vernda fast­eign­ir Suðu­nesja­búa frá hugs­an­legu tjóni.
„Ákaflega óheppilegt“ að lögreglustjóri segi óábyrgt að Bláa lónið sé opið
Fréttir

„Ákaf­lega óheppi­legt“ að lög­reglu­stjóri segi óá­byrgt að Bláa lón­ið sé op­ið

Fram­kvæmda­stjóri hjá Bláa lón­inu seg­ist ekki átta sig á því hvort lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um hafi ver­ið að tala fyr­ir hönd embætt­is­ins eða bara sem ein­stak­ling­ur, er hann lýsti því yf­ir að hann teldi óá­byrgt að halda lón­inu opnu. Þetta sé á skjön við önn­ur skila­boð sem borist hafi úr al­manna­varna­kerf­inu, sem Bláa lón­ið hafi ákveð­ið að fylgja í einu og öllu.
Seldu vatnsréttindin með jörðinni
Fréttir

Seldu vatns­rétt­ind­in með jörð­inni

Vatns­rétt­indi fyr­ir­tæk­is­ins Icelandic Glacial eru met­in á 11,5 til 18 millj­arða króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir ár­ið 2021, en þau fylgdu jörð sem Sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus seldi fyr­ir­tæki Jóns Ólafs­son­ar á 100 millj­ón­ir króna ár­ið 2006. Nú­ver­andi bæj­ar­stjóri í Ölfusi tel­ur vara­samt að gagn­rýna söl­una eft­ir á, en seg­ir að það væri já­kvætt ef Ölfus ætti enn jörð­ina að Hlíðar­enda.
Hafnar því að Vinabyggð hafi fengið að vera í bílstjórasætinu
ViðtalReitur 13

Hafn­ar því að Vina­byggð hafi feng­ið að vera í bíl­stjóra­sæt­inu

Ann­ar eig­enda Vina­byggð­ar ræð­ir skipu­lags­ferl­ið á reit 13 í sam­tali við Heim­ild­ina. Þór­ir Kjart­ans­son seg­ir alrangt að skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafi leg­ið flöt fyr­ir vilja fjár­festa, í and­stöðu við hags­muni íbúa. Þvert á móti hafi sam­ráð ver­ið meira en geng­ur og ger­ist. Þór­ir seg­ir að þrjá­tíu ára vinátta hans við Ár­mann Kr. Ólafs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra, hafi ekki haft áhrif á fram­gang máls­ins.
Skortur á heildarsýn galli á Kársnesmódelinu
ViðtalReitur 13

Skort­ur á heild­ar­sýn galli á Kárs­nes­mód­el­inu

Fyrr­ver­andi for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar tel­ur að Kópa­vogs­bær hafi ekki unn­ið nægi­lega grunn­vinnu í að­drag­anda þess að reit­ir á Kárs­nesi fóru á deili­skipu­lags­stig. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, aðjunkt í skipu­lags­fræði við HÍ, seg­ir að bær­inn hafi ekki ver­ið í stöðu til að setja skýra um­gjörð um þær for­send­ur sem gilt hafi á hverj­um og ein­um upp­bygg­ing­ar­reit. „Við vilj­um ekki að bygg­inga­geir­inn bara valsi frjáls,“ seg­ir hún við Heim­ild­ina.
„Markaðurinn getur ekki skipulagt samfélag“
VettvangurReitur 13

„Mark­að­ur­inn get­ur ekki skipu­lagt sam­fé­lag“

Reit­ur 13 á Kárs­nes­inu hef­ur ver­ið um­deild­ur ár­um sam­an. Íbú­ar í grennd­inni telja geng­ið á hags­muni sína og hið sama telja sum­ir bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Kópa­vogi. Fjár­fest­ar eru sagð­ir hafa ver­ið við stýr­ið í deili­skipu­lags­gerð þrátt fyr­ir að eiga ein­ung­is hluta reits­ins. Í fyrra seldi fé­lag­ið Vina­byggð reit­inn og fyr­ir­hug­að­ar upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir á hon­um á 1,5 millj­arða króna, til fé­lags í eigu Mata-systkin­anna, sem hafa nú feng­ið bygg­ing­ar­rétt á allri lóð­inni án aug­lýs­ing­ar með sam­komu­lagi við Kópa­vogs­bæ.
Samkeppniseftirlitið sektar Samskip um 4,2 milljarða
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið sekt­ar Sam­skip um 4,2 millj­arða

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur ákveð­ið að leggja 4,2 millj­arða króna stjórn­valds­sekt­ir á Sam­skip, vegna sam­ráðs við Eim­skip á fyrsta og öðr­um ára­tug ald­ar­inn­ar. Sam­an­lagt er um að ræða lang­hæstu sekt­ar­ákvarð­an­ir sem Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur lagt á eitt fyr­ir­tæki vegna rann­sókn­ar eins máls. Sam­skip ætl­ar ekki að una nið­ur­stöð­unni.
Missti eiginmanninn og þurfti að greiða tekjuskatt af jarðarsölu
ViðtalHátekjulistinn 2023

Missti eig­in­mann­inn og þurfti að greiða tekju­skatt af jarð­ar­sölu

„Þetta átti að verða elli­heim­il­ið okk­ar. Þeg­ar Kópa­vogs­bú­ar fóru á Sunnu­hlíð fór­um við í Þver­ár­hlíð. En svo veikt­ist mað­ur­inn og þetta fór allt á versta veg,“ seg­ir Anna J. Hall­gríms­dótt­ir, sem harm­ar það að vera á há­tekju­list­an­um fyr­ir ár­ið 2022. Vera henn­ar á list­an­um kem­ur ekki til af góðu.

Mest lesið undanfarið ár