Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Heidelberghöfn á teikniborðinu vestan við Þorlákshöfn

Sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hef­ur lýst yf­ir áhuga á því að ný höfn, sem byggja þarf svo möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg geti ris­ið vest­an við Þor­láks­höfn, verði fjár­mögn­uð með svip­uðu fyr­ir­komu­lagi og Hval­fjarð­ar­göng, þannig að sveit­ar­fé­lag­ið eign­ist höfn­ina á end­an­um án þess að leggja fram krónu til upp­bygg­ing­ar. Bæj­ar­stjór­inn Elliði Vign­is­son seg­ist vita til þess að rætt hafi ver­ið við líf­eyr­is­sjóði um að­komu að verk­efn­inu og Þor­steinn Víg­lunds­son, tals­mað­ur Heidel­berg og for­stjóri Horn­steins, seg­ir nálg­un sveit­ar­fé­lags­ins eina af þeim sem séu til skoð­un­ar.

Fýsilegra er talið að reisa mölunarverksmiðju þýska sementsrisans Heidelberg vestan við þéttbýlið í Þorlákshöfn, á athafnalóð á milli tveggja fiskeldisstöðva, fremur en á lóð sem fyrirtækið hafði áður fengið vilyrði fyrir í grennd við hafnarsvæðið í Þorlákshöfn, þrátt fyrir að á fyrrnefnda staðnum þurfi að byggja nýja hafnaraðstöðu frá grunni til að starfsemin gangi upp í þeirri mynd sem boðað hefur verið.

Viðræður standa yfir á milli Heidelberg og Sveitarfélagsins Ölfuss um þessa nýju höfn og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri að Ölfus hafi lýst yfir áhuga á því að eignast höfnina til lengri tíma litið, með eins konar „Spalar-módeli“ og vísar þá til þess hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg á Íslandi, segir við Heimildina að mjög gróflega megi áætla að höfn af þessari stærðargráðu kosti 8–12 milljarða króna í uppbyggingu. Það liggi hins vegar ekki fyrir fyrr en hönnunarferli verði lengra á veg komið. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
    Þetta eru algjörir umhverfissóðar.
    0
  • Nina Zurier skrifaði
    Auk þess að vera ein orkufrekasta iðnaðurinn felur sementsframleiðsla einnig í sér vinnslu á hráefnum sem venjulega innihalda köfnunarefni og brennistein og er mjög háð jarðefnaeldsneyti sem aðalorkugjafa sem leiðir til þess að sementsframleiðsla er ein helsta loftmengunin. atvinnugreinum um allan heim. Í þessu verkefni er hvorki horft til umhverfismarkmiða landsins né heilsu og öryggi íbúa á Suðvesturlandi, sem og loftslagsmálum heimsins. https://www.globalefficiencyintel.com/air-pollution-from-global-cement-industry
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Flutningur efnisins getur átt sér stað með kláfum (enska: material ropeway, þýska: materialseilbahn) og finnst mér það sérstaklega athyglisverður valkostur vegna umhverfissjónarmiða.
    Ekki síst námuvinnslur og sementsverksmiðjur nota slíkt erlendis.
    Lengstu flutningaleiðir eru tugir kílómetra (90 km sú lengsta í Svíþjóð), afköstin upp að 500 t á klst.
    Fyrir wikipediu- uppslátt notið t.d. stikkorðin "material ropeway", "Linbanan Kristineberg-Boliden", "Funivie di Savona".
    0
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Ég þekki mig nú ekki vel í þessari sveit. Er nokkur hætta á að þetta gæti orðið einhver Landeyjarhöfn II? Og ríkið og lífeyrissjóðirnir sætu uppi með Svarta Pétur. Sporin hræða þegar sjálfstæðismenn fara út í framkvæmdir og innvinkla peninga annarra í málið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár