Var á leið í Hugarafl þegar sonurinn svipti sig lífi
Viðtal

Var á leið í Hug­arafl þeg­ar son­ur­inn svipti sig lífi

Átta ein­stak­ling­ar sem hafa veikst á geði segja frá því hvernig þeir þurftu að yf­ir­stíga for­dóma sam­fé­lags­ins til þess að leita sér að­stoð­ar, hvernig þeir hefðu vilj­að hafa að­gang að skóla­sál­fræð­ing og hvernig geð­heil­brigðis­kerf­ið reynd­ist þeim í raun. Ein er hrædd um að ef hún hefði ekki feng­ið stuðn­ing Hug­arafls hefði hún svipt sig lífi, líkt og son­ur henn­ar gerði.
Endaði barnshafandi á geðdeild
Viðtal

End­aði barns­haf­andi á geð­deild

Mál­fríð­ur Hrund Ein­ars­dótt­ir, formað­ur Hug­arafls, seg­ir frá því hvernig hvert áfall­ið á fæt­ur öðru varð til þess að hún missti geð­heils­una og metn­að­inn og fest­ist í hlut­verki sjúk­lings, sem átti ekki að rugga bátn­um, ekki ögra sjálf­um sér eða um­hverf­inu, eða gera neitt sem gæti orð­ið til þess að hann fengi kast eða yrði leið­ur. Hún seg­ir frá því hvernig henni tókst að rjúfa þenn­an víta­hring, finna sína styrk­leika og fara að lifa á ný.
Angistin varð yfirsterkari
Viðtal

Ang­ist­in varð yf­ir­sterk­ari

Eig­in­mað­ur Sig­ríð­ar El­ín­ar Leifs­dótt­ur svipti sig lífi í fyrra­vet­ur eft­ir að hafa í mörg ár byrgt niðri erf­ið­ar til­finn­ing­ar og áföll. Á end­an­um varð kvíð­inn yf­ir­sterk­ari. Sig­ríð­ur hvet­ur til opn­ari sam­fé­lagsum­ræðu um sjálfs­víg og tel­ur ábyrga um­ræðu alltaf betri en þögn­ina. Börn­in fengu ekki sál­fræði­hjálp eft­ir sjálfs­víg föð­ur þeirra.
Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Viðtal

Studdi eig­in­mann­inn í sjálfs­víg­inu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.
Sjálfboðaliði ósáttur eftir leynilegt ástarsamband við sjötugan stjórnarformann Sólheima
ViðtalÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­liði ósátt­ur eft­ir leyni­legt ástar­sam­band við sjö­tug­an stjórn­ar­formann Sól­heima

Selma Öz­gen er ein þeirra sem er ósátt við reynslu sína af sjálf­boða­lið­a­starfi á Sól­heim­um. Selma átti í ástar­sam­bandi við stjórn­ar­formann Sól­heima, Pét­ur Svein­bjarn­ar­son, sem er 42 ár­um eldri en hún. Mik­ið valda­mi­s­vægi var á milli þeirra tveggja og seg­ir Selma að hún hafi feng­ið þau skila­boð að hún yrði lát­in fara frá Sól­heim­um ef hún tjáði sig um sam­band­ið, en hún var háð Sól­heim­um með land­vist­ar­leyfi. Gögn sýna hvernig Pét­ur bað hana að halda leynd yf­ir kom­um sín­um til hans.
„Ég horfðist í augu við svartnættið“ 
Viðtal

„Ég horfð­ist í augu við svart­nætt­ið“ 

Svart­nætt­ið hef­ur stund­um ver­ið svo yf­ir­þyrm­andi að það eina sem hef­ur hald­ið í hon­um líf­inu er vitn­eskj­an um að hann geti alltaf fyr­ir­far­ið sér. Myrkr­ið sótti að hon­um strax í æsku en nú hef­ur hann öðl­ast til­gang, bæði í gegn­um föð­ur­hlut­verk­ið og á þingi, þar sem hann er í að­stöðu til þess að berj­ast fyr­ir bætt­um úr­ræð­um í geð­heil­brigðis­kerf­inu. Hann hef­ur misst þrjá vini úr sjálfs­vígi, en sem ung­ling­ur gerði hann sjálfs­vígs­sátt­mála við besta vin sinn sem fór síð­an á und­an hon­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son seg­ir frá þung­lynd­inu, geð­deild og kerfi sem bregst.
Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu
Viðtal

Ekk­ert feim­in við að berj­ast fyr­ir sínu

Líf­ið bros­ir við Hall­dóru Jóns­dótt­ur. Hún er ný­far­in að búa með ást­inni sinni, vinn­ur á bóka­safni eins og hana hafði alltaf dreymt um og hef­ur meira en nóg að gera í að sinna tónlist, keilu, leik­list og öðr­um áhuga­mál­um. Hún sætt­ir sig ekki við að líf annarra sé met­ið verð­mæt­ara en henn­ar og tel­ur að heim­ur­inn verði fá­tæk­ari ef af því kem­ur að fólk með Downs verði ekki leng­ur til.
Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs
Viðtal

Erf­ið­ara að berj­ast við kerf­ið en að eiga barn með Downs

Vikt­or Skúli hef­ur bú­ið í Dan­mörku, í Belg­íu og í Tyrklandi á sinni stuttu ævi. Mamma hans, Sig­ur­björg Hjör­leifs­dótt­ir, seg­ir að það sem þau for­eldr­arn­ir höfðu mest­ar áhyggj­ur af eft­ir að Vikt­or fædd­ist hafi ekki ræst. Þeir hlut­ir hafi gleymst í gleði og amstri hvers­dags­ins. Það sem minni hins veg­ar stöð­ugt á fötl­un hans sé slag­ur­inn við kerf­ið.
Rybak á Íslandi: „Ég verð að leggja áherslu á heilindi“
Viðtal

Ry­bak á Ís­landi: „Ég verð að leggja áherslu á heil­indi“

Al­ex­and­er Ry­bak kom, sá og sigr­aði fyr­ir hönd Norð­manna í Eurovisi­on vor­ið 2009 með lagi sínu Fairytale en lag­ið fékk fleiri at­kvæði en nokk­urn tím­ann hafði þekkst í keppn­inni. Hann hef­ur síð­an ver­ið vin­sæll víða um heim. Al­ex­and­er hef­ur sam­ið og flutt smelli sem hafa sleg­ið í gegn, hann hef­ur unn­ið til verð­launa, skrif­að barna­bók um einelti og um helg­ina kem­ur hann fram á tón­leik­um Gretu Salóme á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík.

Mest lesið undanfarið ár