Gefandi sjálfboðaliðastarf
Viðtal

Gef­andi sjálf­boða­lið­astarf

Mjöll Þór­ar­ins­dótt­ir hef­ur um ára­bil starf­að sem sjálf­boða­liði hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. Hún mæt­ir einu sinni í viku, nema yf­ir sum­ar­mán­uð­ina, og er að­al­lega í því að taka á móti fata­gjöf­um sem þarf að flokka. „Það er ekk­ert út í blá­inn að sælla sé að gefa en að þiggja,“ seg­ir hún. „Ég sé það bet­ur hvað mað­ur hef­ur það gott og hvað sum­ir eiga erfitt.“
Safnar fyrir sveltandi börn í Venesúela
Viðtal

Safn­ar fyr­ir svelt­andi börn í Venesúela

Jóna María Björg­vins­dótt­ir, sem bú­sett er að mestu leyti í Panama, hóf ný­lega söfn­un fjár til handa fá­tæk­um mæðr­um og börn­um í Venesúela þar sem hún bjó áð­ur. Hún seg­ir að sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um þjá­ist 25% þjóð­ar­inn­ar af nær­ing­ar­skorti. „Ástand­ið í Venesúela er hræði­lega sorg­legt. Al­gjör­lega lífs­hættu­legt. Land­ið þarf ut­an­að­kom­andi að­stoð.“
„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“
ViðtalKynferðisbrot

„Við ætl­um ekki að leyfa hon­um að vinna“

Nína Rún Bergs­dótt­ir var fjór­tán ára þeg­ar Ró­bert Árni Hreið­ars­son braut á henni. Of­beld­ið hafði gríð­ar­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á sal­erni á barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans að hún fékk að­stoð við hæfi. Hér seg­ir Nína, ásamt for­eldr­um sín­um og stjúp­móð­ur, frá af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is­ins, bar­átt­unni fyr­ir við­eig­andi að­stoð og órétt­læt­inu sem þau upp­lifðu þeg­ar ger­and­inn hlaut upp­reist æru.
„Mér fannst lítið gert úr minni upplifun“
ViðtalKynferðisbrot

„Mér fannst lít­ið gert úr minni upp­lif­un“

Halla Ólöf Jóns­dótt­ir kærði Ró­bert Árna Hreið­ars­son fyr­ir kyn­ferð­is­brot ár­ið 2007, en þrátt fyr­ir að hafa ver­ið dæmd­ur var hon­um ekki gerð refs­ing. Ró­bert Árni beitti blekk­ing­um í gegn­um „Irc­ið“ og sam­skipta­for­rit­ið MSN til þess að ávinna sér traust Höllu þeg­ar hún var á tán­ings­aldri, fékk hana til þess að eiga í kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við sig í gegn­um net­ið og síma og braut síð­an gegn henni á tjald­svæði á Ak­ur­eyri þeg­ar hún var sautján ára göm­ul.
„Það var öskrað á mig og mér hótað“
ViðtalFjármálahrunið

„Það var öskr­að á mig og mér hót­að“

„Ég er kalda­stríðs­barn,“ seg­ir Lilja Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún var í miðju at­burð­anna þeg­ar hrun­ið varð, mætti æv­areið­um þýsk­um kröfu­höf­um og seg­ir frá upp­námi þeg­ar Dav­íð Odds­son lenti í rimmu við Paul Thomsen, stjórn­anda Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Hún fékk síð­an óvænt sím­tal frá Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni um að verða ut­an­rík­is­ráð­herra, en seg­ir að hann hafi gert mis­tök í Wintris-mál­inu og að sætt­ir verði að nást í Fram­sókn­ar­flokkn­um.
Á Íslandi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það niður
Viðtal

Á Ís­landi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það nið­ur

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, seg­ir eng­in tíð­indi ef ein­stak­ling­ur grein­ist með geð­sjúk­dóm, enda glími meiri­hluti fólks við geð­ræn vanda­mál ein­hvern tíma á lífs­leið­inni. Hann seg­ir sér­stak­lega mik­il­vægt að styðja við fjöl­skyld­ur og ungt fólk og vill setja upp sér­staka þjón­ustu fyr­ir fólk á aldr­in­um 14 til 25 ára. Hann hef­ur bor­ið vitni fyr­ir danskri þing­nefnd og hald­ið er­indi fyr­ir franska heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið um hvers vegna fólk í sturlun­ar­ástandi er ekki ól­að nið­ur á Ís­landi, held­ur því hald­ið.
Fegurðin í ljótleikanum
Viðtal

Feg­urð­in í ljót­leik­an­um

Þeg­ar hljóm­sveit­in Hórmón­ar sigr­aði í Mús­íktilraun­um 2016 skar hún sig út úr fal­lega indí-popp-krútt mót­inu, sem svo marg­ir aðr­ir sig­ur­veg­ar­ar höfðu fall­ið inn í, með því að spila kraft­mik­ið og til­finn­inga­þrung­ið pönk. Bryn­hild­ur Karls­dótt­ir er upp­reisn­ar­gjörn ung kona, sviðslista­nemi, og nú­tíma femín­isti og beisl­ar reynslu sína í laga­smíði og söng Hórmóna.
Hjarta og martraðir lögreglumannsins
Viðtal

Hjarta og mar­trað­ir lög­reglu­manns­ins

And­lit Gríms Gríms­son­ar varð lands­mönn­um kunn­ugt þeg­ar hann stýrði rann­sókn­inni á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur í byrj­un árs. Grím­ur er reynslu­mik­ill lög­reglu­mað­ur sem hef­ur kom­ið víða við, en seg­ist vera prívat og ekki mik­ið fyr­ir at­hygli. Hér seg­ir hann með­al ann­ars frá því þeg­ar hann var lög­reglu­mað­ur á vakt þeg­ar mann­skæð snjóflóð féllu á Vest­fjörð­um og hvernig það var að vera nafn­greind­ur í blaða­grein og sak­að­ur um óheið­ar­leika af ein­um þekkt­asta at­hafna­manni lands­ins.

Mest lesið undanfarið ár