Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Það var öskrað á mig og mér hótað“

„Ég er kalda­stríðs­barn,“ seg­ir Lilja Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún var í miðju at­burð­anna þeg­ar hrun­ið varð, mætti æv­areið­um þýsk­um kröfu­höf­um og seg­ir frá upp­námi þeg­ar Dav­íð Odds­son lenti í rimmu við Paul Thomsen, stjórn­anda Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Hún fékk síð­an óvænt sím­tal frá Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni um að verða ut­an­rík­is­ráð­herra, en seg­ir að hann hafi gert mis­tök í Wintris-mál­inu og að sætt­ir verði að nást í Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Við hittumst á skrifstofu Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns og fyrrverandi ráðherra. Hún biðst afsökunar á óreiðunni og segist alltaf vera á leiðinni að koma sér vel fyrir á nýjum vinnustað. En það er mikið að gerast á þinginu og Lilja berst eins og ljón í stjórnarandstöðu. Það er breyting frá því hún skaust upp á stjörnuhiminn íslenskra stjórnmála þegar hún var sótt í Seðlabankann til að verða utanríkisráðherra.

Við ræðum efnistökin í viðtalinu sem er í bígerð. „Ég er dálítið lokuð,” segir hún afsakandi og brosir. Hún bendir á mynd í hillu. Þarna er fyrirmyndin.  

„Ég er ekki einu sinni búin að koma langömmu í ramma,” segir hún og bendir á mynd af fallegri eldri konu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu