Við hittumst á skrifstofu Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns og fyrrverandi ráðherra. Hún biðst afsökunar á óreiðunni og segist alltaf vera á leiðinni að koma sér vel fyrir á nýjum vinnustað. En það er mikið að gerast á þinginu og Lilja berst eins og ljón í stjórnarandstöðu. Það er breyting frá því hún skaust upp á stjörnuhiminn íslenskra stjórnmála þegar hún var sótt í Seðlabankann til að verða utanríkisráðherra.
Við ræðum efnistökin í viðtalinu sem er í bígerð. „Ég er dálítið lokuð,” segir hún afsakandi og brosir. Hún bendir á mynd í hillu. Þarna er fyrirmyndin.
„Ég er ekki einu sinni búin að koma langömmu í ramma,” segir hún og bendir á mynd af fallegri eldri konu.
Athugasemdir