Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fegurðin í ljótleikanum

Þeg­ar hljóm­sveit­in Hórmón­ar sigr­aði í Mús­íktilraun­um 2016 skar hún sig út úr fal­lega indí-popp-krútt mót­inu, sem svo marg­ir aðr­ir sig­ur­veg­ar­ar höfðu fall­ið inn í, með því að spila kraft­mik­ið og til­finn­inga­þrung­ið pönk. Bryn­hild­ur Karls­dótt­ir er upp­reisn­ar­gjörn ung kona, sviðslista­nemi, og nú­tíma femín­isti og beisl­ar reynslu sína í laga­smíði og söng Hórmóna.

Það var á venjulegum vinnudegi sem Brynhildur Karlsdóttir var að bora gat í gegnum bensíntank og klippa hvarfakúta þegar augu hennar staðnæmdust á olíupolli sem myndaðist á gólfinu. Olían var svo þykk að hún rembdist við að komast í gegnum rimla skítuga niðurfallsins; áferðin var mjúk og kolsvört og heimurinn speglaðist í ófullkominni mynd. Þetta sumar vann hún í förgun hjá Vöku og sá oft svona polla myndast og í hvert skiptið varð hún jafn hugfangin.

Það eru fjögur ár síðan hún vann á verkstæðinu og líf hennar hefur tekið miklum breytingum, en hún segir að hún sé ennþá heilluð af svona sjónum. „Þegar olía blandast við vatn úti á götu býr það til brenglaða endurspeglun sem er í öllum regnbogans litum. Á sama tíma og maður er meðvitaður um hversu mikil náttúruspjöll þetta eru, þá finnst mér ótrúlega töfrandi þessi fegurð sem skapast í ljótleikanum; fantasían er svo fögur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár