Evrópusambandið setur tæknirisunum stólinn fyrir dyrnar
Skýring

Evr­ópu­sam­band­ið set­ur tækn­irisun­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar

Sam­fé­lags­miðl­ar og aðr­ir netris­ar munu þurfa að axla meiri ábyrgð á starf­semi sinni en áð­ur sam­kvæmt nýju Evr­ópu­reglu­verki sem verð­ur inn­leitt að fullu á þessu ári (Digital Services Act eða DSA). Twitter hef­ur ekki gert við­eig­andi ráð­staf­an­ir og hef­ur þeg­ar feng­ið gult spjald hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Sam­fé­lags­mið­ill­inn, sem er nú í eigu Elon Musk, á í hættu að þurrk­ast út af evr­ópsk­um mark­aði.
Nálgumst við endalok áhrifavalda?
Skýring

Nálg­umst við enda­lok áhrifa­valda?

Stærstu áhrifa­vald­ar okk­ar tíma, Kar­dashi­an syst­urn­ar, eru að missa áhrif sín. Fylgj­end­ur þeirra segj­ast ekki leng­ur geta tengt við þær vegna þess að líf þeirra er of fjar­stæðu­kennt og full­kom­ið. Pró­fess­or í fé­lags­fræði seg­ir sam­fé­lags­miðla veita fólki meira stjórn en nokk­urn tím­ann áð­ur á því hvernig sjálf­ið birt­ist öðr­um. Ís­lensk­ur áhrifa­vald­ur seg­ir það ekki leng­ur nett að menga jörð­ina. Gætu þetta ver­ið enda­lok áhrifa­valda?
Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á Íslandsbanka stendur enn yfir
Skýring

Rann­sókn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Ís­lands­banka stend­ur enn yf­ir

Ís­lands­banki hef­ur síð­an snemma í janú­ar átt í við­ræð­um við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið um sekt­ar­greiðslu vegna lög­brota sem bank­inn er tal­inn hafa fram­ið í tengsl­um við sölu á hlut rík­is­ins í hon­um fyr­ir rúm­um þrett­án mán­uð­um síð­an. Í árs­reikn­ingi bank­ans kom fram að hann hafi lagt til hlið­ar fjár­muni til að greiða sekt­ina og að hann myndi ljúka við að setja fram sjón­ar­mið sín fyr­ir miðj­an fe­brú­ar. Eng­ar upp­lýs­ing­ar fást um stöðu máls­ins, næst­um tveim­ur mán­uð­um síð­ar.
„Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi“
Skýring

„Linde og Lands­virkj­un stefna að því að gegna lyk­il­hlut­verki í orku­skipt­um á Ís­landi“

Lands­virkj­un hef­ur skrif­að und­ir sam­starfs­samn­ing um að vinna að þró­un á ra­feldsneyti hér­lend­is. Slík þró­un er lyk­il­breyta í orku­skipt­um fyr­ir þunga­flutn­inga og skipa­flot­ann hér­lend­is. End­an­legt hlut­verk Lands­virkj­un­ar, sem í dag er fyrst og síð­ast fram­leið­andi orku, í fram­leiðsl­unni ligg­ur ekki fyr­ir sem stend­ur.
Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum
SkýringEftirmál bankahrunsins

Drama­tísk saga Lárus­ar kom­in í hring í Stoð­um

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, er orð­inn að rekstr­ar­stjóra eins öfl­ug­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lags lands­ins, Stoða hf. Þar hitt­ir hann fyr­ir for­stjór­ann Jón Sig­urðs­son sem Lár­us seg­ir að hafi ver­ið lyk­il­mað­ur í því að ráða hann til Glitn­is þar sem FL Group, sem í dag heit­ir Stoð­ir, var stærsti hlut­hafi Glitn­is. Báð­ir urðu þeir lands­þekkt­ir í góðær­inu á Ís­landi en saga þeirra eft­ir hrun er af­ar ólík þar sem Lár­us háði bar­áttu í dóms­kerf­inu vegna efna­hags­brota á með­an Jón sigldi lygn­ari sjó.
„Að alast upp í tanki er eins brjálæðislega ónáttúrulegt og hugsast getur“
Skýring

„Að al­ast upp í tanki er eins brjál­æð­is­lega ónátt­úru­legt og hugs­ast get­ur“

Ang­ist hef­ur grip­ið um sig er há­hyrn­ing­arn­ir Kiska, Keikó og Kat­ina voru föng­uð af mönn­um og að­skil­in frá fjöl­skyld­um sín­um. Hinir ungu há­hyrn­ing­ar hafa vein­að af skelf­ingu og fjöl­skyld­urn­ar leit­að að þeim lengi. Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir sjáv­ar- og at­ferl­is­fræð­ing­ur seg­ir mjög sterk­ar teng­ing­ar verða inn­an fjöl­skyldna há­hyrn­inga og vina­bönd sömu­leið­is mynd­ast við aðra hópa.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Skýring

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
TikTok ekki talið ógna þjóðaröryggi Íslands en notkun þess er til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu
Skýring

TikT­ok ekki tal­ið ógna þjóðarör­yggi Ís­lands en notk­un þess er til skoð­un­ar hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu

Meira en millj­arð­ur jarð­ar­búa nota TikT­ok. Nú hef­ur mörg­um op­in­ber­um starfs­mönn­um ver­ið bann­að að nota for­rit­ið af ör­ygg­is­ástæð­um. Síð­ast­lið­in fimmtu­dag mætti for­stjóri TikT­ok til yf­ir­heyrslu í banda­ríska þing­inu. Ung­ur ís­lensk­ur TikT­ok not­andi seg­ist ekki hrædd­ari við TikT­ok en önn­ur öpp.

Mest lesið undanfarið ár