Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð

Þrátt fyr­ir að all­ir ný­skráð­ir heim­il­is-, fyr­ir­tækja- og bíla­leigu­bíl­ar myndu ganga fyr­ir raf­magni ár­ið 2030 og að aðr­ar stað­fest­ar að­gerð­ir yrðu komn­ar til fram­kvæmda, mun það ekki duga til að ná þeim sam­drætti í los­un sem rík­is­stjórn­in stefn­ir að.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð
í kappi við tímann Þótt orkuskipti í vegasamgöngum séu hafin er enn langt í land og aðeins fá ár til stefnu svo markmið náist. Mynd: Shutterstock

Markmið ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2005 og 2030 mun ekki nást með þessu áframhaldi miðað við nýútgefna framreikninga Umhverfisstofnunar. Í grunnsviðsmynd stofnunarinnar, sem m.a. gerir ráð fyrir að árið 2030 gangi allir nýskráðir heimilis- og fyrirtækjabílar fyrir rafmagni, mun samdrátturinn nema 24 prósentum. Í viðbótarspá, sem að auki ráð fyrir að allir nýir bílaleigubílar verði knúnir rafmagni, er reiknað með að losun dragist saman um 26 prósent.

Aukin losun frá stærstu áhrifavöldunum

Vegasamgöngur eru stærsti losunarþátturinn á beinni ábyrgð Íslands – og þar varð aukning árið 2021. Sömu sögu er að segja um landbúnaðinn sem skýrist fyrst og fremst af aukinni áburðarnotkun. Losun frá fiskiskipum er þriðji stærsti þátturinn og þrátt fyrir að hún hafi dregist saman um 23 prósent frá árinu 2005 jókst hún 2021 vegna aukinna aflaheimilda.

Saman telja þessir þrír meginþættir 74 prósent af allri þeirri losun sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Þegar kemur að heildarlosun, sem hefur aukist um 6 prósent milli áranna 1990 og 2021, er það losun frá landnýtingu og stóriðju sem spilar stærstan þátt.

Losun á beinni ábyrgð eykst milli ára

Landsskýrsla um losun gróðurhúsategunda frá 1990 og skýrslu um stefnur aðgerðir og framreiknaða losun til ársins 2050, sem unnar eru af Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Skógræktinni, voru gefnar út í morgun. Í þeim kemur fram að milli áranna 2019 og 2020 varð töluverður samdráttur í losun á beinni ábyrgð Íslands. Þá breytingu má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs og fækkunar ferðamanna á tímabilinu. En árið 2021 var losun á beinni ábyrgð Íslands 2,8 milljónir tonna CO2-ígilda og hafði því aukist um 2 prósent frá fyrra ári. Það stefnir svo í enn meiri losun árið 2022 þegar það ár verður gert upp.

Losun Íslands má almennt skipta í þrjá meginflokka út frá alþjóðlegum skuldbindingum: Losun á beinni ábyrgð Íslands, landnotkun og skógrækt (LULUCF) og losun sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þegar verið að ræða um losun er því ýmist vísað til hvers og eins þessara flokka eða tveggja eða fleiri saman.

Að auki hafa íslensk stjórnvöld sett sér sérstök landsmarkmið.

Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 40 prósent samdrátt var að draga úr losun á beinni ábyrgð okkar um 29 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Þetta markmið verður uppfært á næstunni og má gera ráð fyrir að hlutdeild Íslands verði hækkuð í um 40 prósent.

ESB gefur á hverju ári út losunarheimildir og fjöldi þeirra samsvarar heildarlosun sem er heimil frá ETS-kerfinu. Þær ganga kaupum og sölum milli rekstraraðila en fækkar ár frá ári. ETS-kerfið á með þessum hætti að tryggja að samdráttur í losun eigi sér stað og að hann eigi sér stað þar sem það er hagstæðast.

Ísland mun fara fram úr heimildum

Til þess að mæta skuldbindingu um 29 prósent samdrátt fékk Ísland árlegar losunarúthlutanir. Fyrir árið 2021 var magn þeirra tæplega 2,9 milljónir tonna CO2-ígilda og á það því umfram heimildir sem hægt er að flytja milli ára.

Niðurstaða grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar er sú að án nýtingar sveigjanleikaákvæða, sem heimila tilfærslu úr öðrum losunarflokkum, t.d. vegna aukinnar bindingar á landi, mun Ísland fara umfram losunarúthlutanir á árunum 2022 til 2030.

Þróun til framtíðarSamanburður milli losunar sem fellur undir beina ábyrgð Íslands, losunarúthlutana og markmiðs um 55% samdrátt árið 2030.

Á Íslandi er það staðbundinn iðnaður, s.s. ál- og kísilver og flug innan EES og Bretlands, sem falla undir ETS-kerfið. Árið 2021 var losun frá stóriðjunni 1,8 milljón tonn CO2-ígilda. Það er 116 prósent aukning frá árinu 2005 og samsvarar 40 prósentum af heildarlosun Íslands ef undan er skilin landnotkun.

Losun frá alþjóðasamgöngum náði hápunkti árið 2018 þegar metfjöldi ferðamanna kom til Íslands. Þá var losunin 1.537 þúsund tonn CO2-ígilda sem jafnast á við alla losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum samanlagt.

Hvað segja spárnar?

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að Ísland muni setja sér sjálfstætt markmið, fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands, um 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við losun árið 2005. Til þessa hefur árangurinn verið 12 prósent samdráttur og aðeins um sjö ár til stefnu.

Umhverfisstofnun spáir því að með aukinni rafvæðingu bílaflotans og breyttum ferðavenjum muni losun frá vegasamgöngum dragast saman um tæp 17 prósent til 2030.

Þá gerir hún ráð fyrir að losun frá landbúnaði lækki um 2,5 prósent á sama tímabili, fyrst og fremst vegna  væntrar fækkunar dýra í sauðfjárrækt.

Gert er ráð fyrir að losun frá fiskiskipum dragist saman um 20 prósent til 2030. Samkvæmt orkuskiptaspá verður heildar notkun endurnýjanlegra orkugjafa orðin 2,5 prósent í fiskiskipum árið 2030.

Samdrætti er einnig spáð í öðrum flokkum á beinni ábyrgð Íslands, s.s. hvað varðar úrgang.

Landnotkun og skógrækt: 67 prósent af heildarlosun

Losun Íslands er að mörgu leyti frábrugðin losun annarra landa vegna hlutfallslega mikillar losunar frá landnotkunarflokknum (LULUCF). Flest Evrópuríki eru með meiri bindingu en losun hvað þetta varðar.

67
prósent heildarlosunar kemur frá landnotkun.

Losun sem kemur frá þessum flokki landnýtingar og skógræktar var samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar uppspretta 67 prósenta af losun Íslands árið 2021.

Þessi losun hefur dregist saman um 2 prósent frá 1990 vegna skipulags átaks í skógrækt. Síðan þá hefur binding íslenskra skóga margfaldast. Gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu til ársins 2050 eða um 80 prósent.

Í mínus

En þar sem landnýtingu allri og skógrækt er steypt saman í flokk erum við Íslendingar enn í miklum mínus. Mest er losun gróðurhúsalofttegunda frá mólendi, þá ræktunarlandi og loks votlendi.

Um 90 prósent af allri losun frá mólendi kemur frá framræstu votlendi. Aukin framræsla á síðustu áratugum hefur því leitt til aukinnar losunar. Framreikningar grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar sýna að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis, líkt og stjórnvöld hafa staðfest að stefnt skuli að, mun losun frá mólendi dragast saman um 5 prósent til ársins 2050.

Hvað þarf til?

Umhverfisstofnun og samstarfsstofnanir hafa ekki dregið upp sviðsmynd af því hvað þurfi til að ná markmiðum um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands til ársins 2030. Hvar þyrfti að skera niður eða hvaða aðgerðum að flýta með hraði. Slíkt er ekki skilgreint hlutverk sérfræðinga stofnana í þessari vinnu.

Ýmsar hugmyndir eru þó til í drögum því vissulega er verið að skoða innan stjórnkerfisins hvað hægt er að gera til að nálgast hraðar markmið stjórnvalda, markmið sem eru ekki úr lausu lofti gripin heldur nauðsynleg aðgerð, sem ríki heims stefna með einum eða öðrum hætti að, svo hægja megi á skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Hins vegar er það pólitísk ákvörðun hvaða leiðir verða farnar. Ríkisstjórnin vinnur nú að uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og er hennar að vænta síðar á þessu ári eða á því næsta. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár