Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð

Þrátt fyr­ir að all­ir ný­skráð­ir heim­il­is-, fyr­ir­tækja- og bíla­leigu­bíl­ar myndu ganga fyr­ir raf­magni ár­ið 2030 og að aðr­ar stað­fest­ar að­gerð­ir yrðu komn­ar til fram­kvæmda, mun það ekki duga til að ná þeim sam­drætti í los­un sem rík­is­stjórn­in stefn­ir að.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð
í kappi við tímann Þótt orkuskipti í vegasamgöngum séu hafin er enn langt í land og aðeins fá ár til stefnu svo markmið náist. Mynd: Shutterstock

Markmið ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2005 og 2030 mun ekki nást með þessu áframhaldi miðað við nýútgefna framreikninga Umhverfisstofnunar. Í grunnsviðsmynd stofnunarinnar, sem m.a. gerir ráð fyrir að árið 2030 gangi allir nýskráðir heimilis- og fyrirtækjabílar fyrir rafmagni, mun samdrátturinn nema 24 prósentum. Í viðbótarspá, sem að auki ráð fyrir að allir nýir bílaleigubílar verði knúnir rafmagni, er reiknað með að losun dragist saman um 26 prósent.

Aukin losun frá stærstu áhrifavöldunum

Vegasamgöngur eru stærsti losunarþátturinn á beinni ábyrgð Íslands – og þar varð aukning árið 2021. Sömu sögu er að segja um landbúnaðinn sem skýrist fyrst og fremst af aukinni áburðarnotkun. Losun frá fiskiskipum er þriðji stærsti þátturinn og þrátt fyrir að hún hafi dregist saman um 23 prósent frá árinu 2005 jókst hún 2021 vegna aukinna aflaheimilda.

Saman telja þessir þrír meginþættir 74 prósent af allri þeirri losun sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Þegar kemur að heildarlosun, sem hefur aukist um 6 prósent milli áranna 1990 og 2021, er það losun frá landnýtingu og stóriðju sem spilar stærstan þátt.

Losun á beinni ábyrgð eykst milli ára

Landsskýrsla um losun gróðurhúsategunda frá 1990 og skýrslu um stefnur aðgerðir og framreiknaða losun til ársins 2050, sem unnar eru af Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Skógræktinni, voru gefnar út í morgun. Í þeim kemur fram að milli áranna 2019 og 2020 varð töluverður samdráttur í losun á beinni ábyrgð Íslands. Þá breytingu má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs og fækkunar ferðamanna á tímabilinu. En árið 2021 var losun á beinni ábyrgð Íslands 2,8 milljónir tonna CO2-ígilda og hafði því aukist um 2 prósent frá fyrra ári. Það stefnir svo í enn meiri losun árið 2022 þegar það ár verður gert upp.

Losun Íslands má almennt skipta í þrjá meginflokka út frá alþjóðlegum skuldbindingum: Losun á beinni ábyrgð Íslands, landnotkun og skógrækt (LULUCF) og losun sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þegar verið að ræða um losun er því ýmist vísað til hvers og eins þessara flokka eða tveggja eða fleiri saman.

Að auki hafa íslensk stjórnvöld sett sér sérstök landsmarkmið.

Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 40 prósent samdrátt var að draga úr losun á beinni ábyrgð okkar um 29 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Þetta markmið verður uppfært á næstunni og má gera ráð fyrir að hlutdeild Íslands verði hækkuð í um 40 prósent.

ESB gefur á hverju ári út losunarheimildir og fjöldi þeirra samsvarar heildarlosun sem er heimil frá ETS-kerfinu. Þær ganga kaupum og sölum milli rekstraraðila en fækkar ár frá ári. ETS-kerfið á með þessum hætti að tryggja að samdráttur í losun eigi sér stað og að hann eigi sér stað þar sem það er hagstæðast.

Ísland mun fara fram úr heimildum

Til þess að mæta skuldbindingu um 29 prósent samdrátt fékk Ísland árlegar losunarúthlutanir. Fyrir árið 2021 var magn þeirra tæplega 2,9 milljónir tonna CO2-ígilda og á það því umfram heimildir sem hægt er að flytja milli ára.

Niðurstaða grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar er sú að án nýtingar sveigjanleikaákvæða, sem heimila tilfærslu úr öðrum losunarflokkum, t.d. vegna aukinnar bindingar á landi, mun Ísland fara umfram losunarúthlutanir á árunum 2022 til 2030.

Þróun til framtíðarSamanburður milli losunar sem fellur undir beina ábyrgð Íslands, losunarúthlutana og markmiðs um 55% samdrátt árið 2030.

Á Íslandi er það staðbundinn iðnaður, s.s. ál- og kísilver og flug innan EES og Bretlands, sem falla undir ETS-kerfið. Árið 2021 var losun frá stóriðjunni 1,8 milljón tonn CO2-ígilda. Það er 116 prósent aukning frá árinu 2005 og samsvarar 40 prósentum af heildarlosun Íslands ef undan er skilin landnotkun.

Losun frá alþjóðasamgöngum náði hápunkti árið 2018 þegar metfjöldi ferðamanna kom til Íslands. Þá var losunin 1.537 þúsund tonn CO2-ígilda sem jafnast á við alla losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum samanlagt.

Hvað segja spárnar?

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að Ísland muni setja sér sjálfstætt markmið, fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands, um 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við losun árið 2005. Til þessa hefur árangurinn verið 12 prósent samdráttur og aðeins um sjö ár til stefnu.

Umhverfisstofnun spáir því að með aukinni rafvæðingu bílaflotans og breyttum ferðavenjum muni losun frá vegasamgöngum dragast saman um tæp 17 prósent til 2030.

Þá gerir hún ráð fyrir að losun frá landbúnaði lækki um 2,5 prósent á sama tímabili, fyrst og fremst vegna  væntrar fækkunar dýra í sauðfjárrækt.

Gert er ráð fyrir að losun frá fiskiskipum dragist saman um 20 prósent til 2030. Samkvæmt orkuskiptaspá verður heildar notkun endurnýjanlegra orkugjafa orðin 2,5 prósent í fiskiskipum árið 2030.

Samdrætti er einnig spáð í öðrum flokkum á beinni ábyrgð Íslands, s.s. hvað varðar úrgang.

Landnotkun og skógrækt: 67 prósent af heildarlosun

Losun Íslands er að mörgu leyti frábrugðin losun annarra landa vegna hlutfallslega mikillar losunar frá landnotkunarflokknum (LULUCF). Flest Evrópuríki eru með meiri bindingu en losun hvað þetta varðar.

67
prósent heildarlosunar kemur frá landnotkun.

Losun sem kemur frá þessum flokki landnýtingar og skógræktar var samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar uppspretta 67 prósenta af losun Íslands árið 2021.

Þessi losun hefur dregist saman um 2 prósent frá 1990 vegna skipulags átaks í skógrækt. Síðan þá hefur binding íslenskra skóga margfaldast. Gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu til ársins 2050 eða um 80 prósent.

Í mínus

En þar sem landnýtingu allri og skógrækt er steypt saman í flokk erum við Íslendingar enn í miklum mínus. Mest er losun gróðurhúsalofttegunda frá mólendi, þá ræktunarlandi og loks votlendi.

Um 90 prósent af allri losun frá mólendi kemur frá framræstu votlendi. Aukin framræsla á síðustu áratugum hefur því leitt til aukinnar losunar. Framreikningar grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar sýna að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis, líkt og stjórnvöld hafa staðfest að stefnt skuli að, mun losun frá mólendi dragast saman um 5 prósent til ársins 2050.

Hvað þarf til?

Umhverfisstofnun og samstarfsstofnanir hafa ekki dregið upp sviðsmynd af því hvað þurfi til að ná markmiðum um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands til ársins 2030. Hvar þyrfti að skera niður eða hvaða aðgerðum að flýta með hraði. Slíkt er ekki skilgreint hlutverk sérfræðinga stofnana í þessari vinnu.

Ýmsar hugmyndir eru þó til í drögum því vissulega er verið að skoða innan stjórnkerfisins hvað hægt er að gera til að nálgast hraðar markmið stjórnvalda, markmið sem eru ekki úr lausu lofti gripin heldur nauðsynleg aðgerð, sem ríki heims stefna með einum eða öðrum hætti að, svo hægja megi á skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Hins vegar er það pólitísk ákvörðun hvaða leiðir verða farnar. Ríkisstjórnin vinnur nú að uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og er hennar að vænta síðar á þessu ári eða á því næsta. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
1
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Leyfisveitingin kom Bjarna ekki á óvart - „Ágætis stemming með þessa niðurstöðu“
4
Fréttir

Leyf­is­veit­ing­in kom Bjarna ekki á óvart - „Ágæt­is stemm­ing með þessa nið­ur­stöðu“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ákvörð­un Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að heim­ila hval­veið­ar hafi ekki kom­ið sér á óvart. Ákvörð­un­in er að hans mati í sam­ræmi við nú­gild­andi lög og regl­ur. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir Bjarni velti þurfi fyr­ir sér hvort stjórn­sýsl­an hafi ver­ið nægi­lega skil­virk og fyr­ir­sjá­an­leg í þessu máli.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
5
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.
Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
7
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Illugi Jökulsson
9
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Auðvitað fullkomlega galið“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
5
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár