Reyndi að kúga dreng til kynlífs með nektarmyndum
Úttekt

Reyndi að kúga dreng til kyn­lífs með nekt­ar­mynd­um

Kyn­ferð­is­leg kúg­un ung­menna í gegn­um sam­skiptamiðla er vax­andi vanda­mál á Ís­landi, sem og um all­an heim. Lög­regla seg­ir af­ar erfitt að eiga við þessi mál því oft sé um er­lenda að­ila að ræða. Í síð­asta mán­uði féll tíma­móta­dóm­ur er varð­ar kyn­ferð­is­lega kúg­un þeg­ar karl­mað­ur var dæmd­ur fyr­ir að hóta að dreifa nekt­ar­mynd af 15 ára dreng ef hann hefði ekki kyn­ferð­is­mök við sig. Karl­menn eru í meiri­hluta þo­lend­ur í þess­um mál­um hér á landi, að sögn lög­reglu.
Halla Tómasdóttir: „Ég er femínisti“
ÚttektForsetakosningar 2016

Halla Tóm­as­dótt­ir: „Ég er femín­isti“

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við sjöttu spurn­ing­unni: „Tel­ur þú að femín­ismi sé mik­il­væg jafn­rétt­is­hreyf­ing eða sé of öfga­full­ur til þess að geta kom­ið jafn­rétt­is­bar­áttu til hjálp­ar?“
Guðni Th. „Fólk geti ekki keypt sér leið fram fyrir biðröðina.“
ÚttektForsetakosningar 2016

Guðni Th. „Fólk geti ekki keypt sér leið fram fyr­ir bið­röð­ina.“

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við fjórðu spurn­ing­unni: „Hvort hall­ast þú frek­ar að aukn­um einka­rekstri eða aukn­um rík­is­rekstri, til dæm­is varð­andi heil­brigðis­kerfi og skóla­kerfi?“
„Kvótakerfið er brot á stjórnarskrá“: Frambjóðendur sitja fyrir svörum
ÚttektForsetakosningar 2016

„Kvóta­kerf­ið er brot á stjórn­ar­skrá“: Fram­bjóð­end­ur sitja fyr­ir svör­um

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við þriðju spurn­ing­unni: „Finnst þér eign­ar­rétt­ur, eins og yf­ir til dæm­is auð­lind­um og fram­leiðslu­tækj­um, mik­il­væg­ur? “
„Ég er á móti málskotsréttinum“: Frambjóðendur sitja fyrir svörum
ÚttektForsetakosningar 2016

„Ég er á móti mál­skots­rétt­in­um“: Fram­bjóð­end­ur sitja fyr­ir svör­um

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við fyrstu spurn­ing­unni: „Hvað finnst þér um máls­skots­rétt for­seta og í hvaða til­fell­um get­ur þú séð fyr­ir þér að nýta hann?“
Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Úttekt

Hæg heima­tök: Um að­gengi fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar að fjár­mun­um rík­is­ins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu: Einn fimmti hluti greiðslna frá ríkinu tekinn út sem arður
ÚttektEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu: Einn fimmti hluti greiðslna frá rík­inu tek­inn út sem arð­ur

Einka­rek­in mynd­grein­ing­ar­fyr­ir­tæki á sviði lækn­is­fræði eru með­al arð­bær­ustu fyr­ir­tækj­anna í heibrigð­is­geir­an­um. Tvö þeirra skila drjúg­um hagn­aði og geta greitt út tug­millj­óna króna arð til hlut­hafa sinna á hverju ári. Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra vill ekki hrófla við mögu­leik­um þess­ara fyr­ir­tækja til að greiða út arð til hlut­hafa en hann ætl­ar hins veg­ar að banna arð­greiðsl­ur út úr einka­rekn­um heilsu­gæslu­stöðv­um. Ekk­ert eft­ir­lit er með arð­greiðsl­um út úr einka­rekn­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um á Ís­landi.
Sigurplan Davíðs Oddssonar
ÚttektForsetakosningar 2016

Sig­urpl­an Dav­íðs Odds­son­ar

Stund­in kynnti sér hern­að­ar­áætl­un um­deild­asta stjórn­mála­manns síð­ari ára, sem vinn­ur að end­ur­komu á valda­stól. Kosn­inga­stjór­ar hans úr röð­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins og út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins hyggj­ast virkja hóp til að breyta við­horfi til hans á sam­fé­lags­miðl­um. Dav­íð Odds­son hef­ur mót­að goð­sögn um sjálf­an sig sem hann kynn­ir mark­visst. Hann ætl­ar að verða mót­væg­ið við „sál­ræn­um vanda“ þjóð­ar­inn­ar. Goð­sögn­in sem hann kynn­ir þjóð­inni sam­ræm­ist hins veg­ar ekki sög­unni.
Fátæku börnin
Úttekt

Fá­tæku börn­in

Sautján ára stúlka sem býr við sára fá­tækt seg­ist finna fyr­ir for­dóm­um frá jafn­öldr­um vegna að­stæðna henn­ar. Hún á að­eins eitt par af skóm og göt­ótt föt. Sam­kvæmt skýrslu UNICEF má gera ráð fyr­ir að 6.100 börn líði skort hvað varð­ar fæði, klæði og hús­næði hér á landi. Þar af líða tæp­lega 1.600 börn veru­leg­an skort. Barna­fá­tækt staf­ar af því að for­eldr­ar hafa ekki fram­færslu sem dug­ar til að mæta grunn­þörf­um barna sinna – og þar standa líf­eyr­is­þeg­ar verst. Erf­ið­ur hús­næð­is­mark­að­ur set­ur einnig stórt strik í reikn­ing­inn en meg­in­þorri ör­orku­líf­eyr­is­þega býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að og flest­ir eru á leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ein­stæð­ar mæð­ur á ör­orku­líf­eyri um bar­átt­una við að tryggja börn­um þeirra áhyggju­lausa æsku.
Feðraveldið í frystihúsinu
Úttekt

Feðra­veld­ið í frysti­hús­inu

Tölu­verð ólga hef­ur ver­ið með­al starfs­fólks í frysti­húsi Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðs­firði síð­ustu vik­ur. Ung kona skrif­aði grein í hér­aðs­fréttamið­il Aust­ur­lands þar sem hún lýsti langvar­andi kyn­bundnu áreiti í ónafn­greindu frysti­húsi fyr­ir aust­an, en jafn­vel þótt hvorki bæj­ar­fé­lag né ger­andi hafi ver­ið nefnd í grein­inni varð öll­um á Fá­skrúðs­firði ljóst um hvern væri að ræða. Stjórn­end­ur Loðnu­vinnsl­unn­ar brugð­ust strax við og réðu tvo sál­fræð­inga til að ræða við starfs­fólk og vinna að­gerðaráætl­un til að bregð­ast við ástand­inu. Engu að síð­ur ótt­ast starfs­fólk að ekk­ert muni breyt­ast, mál­ið verði kæft enn einu sinni og mað­ur­inn fái að halda upp­tekn­um hætti. Hon­um var ekki vik­ið úr starfi á með­an at­hug­un­in fór fram.

Mest lesið undanfarið ár