Nýja hægri blokkin
ÚttektAlþingiskosningar 2016

Nýja hægri blokk­in

Hægri flokk­arn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Við­reisn fengu nægi­leg­an þing­manna­fjölda til að mynda rík­is­stjórn með þriðja flokki að eig­in vali. Við­reisn hef­ur nú mynd­að banda­lag með Bjartri fram­tíð, frjáls­lynd­um miðju­flokki sem virð­ist vera að færa sig enn lengra til hægri. En get­ur nýja hægri blokk­in mynd­að rík­is­stjórn? Stund­in skoð­aði stefn­ur flokk­anna og hvar þeim ber á milli.
Glaumgosi verður konungur Taílands í skugga hneykslismála
Úttekt

Glaum­gosi verð­ur kon­ung­ur Taí­lands í skugga hneykslis­mála

Þaul­setn­asti þjóð­ar­leið­togi sam­tím­ans, Bhumi­bol Adulya­dej, kon­ung­ur Taí­lands, er lát­inn. Son­ur hans og arftaki, Maha Vajiralong­korn, á að baki þrjú mis­heppn­uð hjóna­bönd, að minnsta kosti sjö börn og gerði hund­inn sinn að yf­ir­manni flug­hers­ins. Lög­gjöf sem bann­ar gagn­rýni á kon­ungs­fjöl­skyld­una ger­ir það af verk­um að Taí­lend­ing­ar vita lít­ið sem ekk­ert um þenn­an vænt­an­lega kon­ung sinn.
Þyngri skattbyrði hjá öllum nema tekjuhæstu hópunum
ÚttektRíkisfjármál

Þyngri skatt­byrði hjá öll­um nema tekju­hæstu hóp­un­um

Frá­far­andi rík­is­stjórn hef­ur lagt höf­uð­áherslu á að lækka skatta á fjár­sterk­ustu hópa ís­lensks sam­fé­lags. Um­tals­verð til­færsla á fjár­hags­leg­um byrð­um hef­ur átt sér stað á á tíma­bil­inu 2013 til 2016, ann­ars veg­ar með breyt­ing­um á skatt­kerf­inu þar sem lág­tekju- og milli­tekju­hóp­ar hafa orð­ið útund­an og hins veg­ar með rík­is­af­skipt­um þar sem hið op­in­bera hef­ur nið­ur­greitt einka­skuld­ir fast­eigna­eig­enda með skatt­fé en leyft bót­um að rýrna.
Flugfreyjur Icelandair skikkaðar í háa hæla
Úttekt

Flug­freyj­ur Icelanda­ir skikk­að­ar í háa hæla

Strang­ar regl­ur ríkja um út­lit og klæða­burð starfs­manna hjá Icelanda­ir en mis­mun­andi kröf­ur eru gerð­ar eft­ir því hvaða stöðu fólk gegn­ir. Flug­freyj­ur eiga að mæta til vinnu í há­um hæl­um og vera með varalit alla vakt­ina. Lækn­ir seg­ir of mikla notk­un á hæla­skóm geta ver­ið heilsu­spill­andi og flug­freyja seg­ist oft hafa ósk­að þess að hafa val um að klæð­ast lág­botna skóm eft­ir erf­iða vakt.
Nýja fólkið sem tekur völdin
ÚttektAlþingiskosningar 2016

Nýja fólk­ið sem tek­ur völd­in

Gríð­ar­leg end­ur­nýj­un verð­ur á þing­manna­lið­inu verði nið­ur­stöð­ur al­þing­is­kosn­ing­anna í takt við nýj­asta þjóðar­púls Gallup. Fjöl­marg­ir nú­ver­andi þing­menn kom­ast ekki inn á þing og tutt­ugu og fimm ein­stak­ling­ar munu taka sæti á Al­þingi í fyrsta sinn. Stund­in kynnti sér þá ein­stak­linga sem eru hvað lík­leg­ast­ir, mið­að við kann­an­ir, til þess að verða þing­menn á næstu kjör­tíma­bili.
Náttúrupassi, ívilnanir og aðstoðarmenn í kosningaham
Úttekt

Nátt­úrupassi, íviln­an­ir og að­stoð­ar­menn í kosn­inga­ham

Staða Ragn­heið­ar El­ín­ar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins er veik­ari en nokkru sinni fyrr. Hvert vand­ræða­mál­ið á fæt­ur öðru hef­ur sett svip á ráð­herra­fer­il henn­ar. Eft­ir að til­kynnt var um haust­kosn­ing­ar réði ráð­herr­ann sér nýj­an að­stoð­ar­mann sem læt­ur ekki sitt eft­ir liggja í kynn­ing­ar­mál­um fyr­ir próf­kjörs­bar­áttu Ragn­heið­ar El­ín­ar.
Eigendur Íslands græða milljarða á náttúruperlunum okkar
Úttekt

Eig­end­ur Ís­lands græða millj­arða á nátt­úruperl­un­um okk­ar

Gríð­ar­leg breyt­ing hef­ur orð­ið á ásýnd lands­ins með fjölg­un er­lendra ferða­manna. Nátt­úruperlurn­ar eru farn­ar að láta á sjá vegna átroðn­ings en á sama tíma sjá fjár­fest­ar auk­in tæki­færi í nátt­úr­unni. Sí­fellt fleiri land­eig­end­ur stefna á að taka gjald af þeim sem vilja sjá nátt­úr­una og í und­ir­bún­ingi er heil­mik­il upp­bygg­ing hót­ela og annarra mann­virkja á jörð­um við nokkr­ar af okk­ar feg­urstu perl­um.
Síðustu dagar Sigmundar
Úttekt

Síð­ustu dag­ar Sig­mund­ar

For­ystu­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um reyna nú hvað þeir geta að gera Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni ljóst að hann eigi þann eina kost vænst­an að stíga til hlið­ar sem formað­ur flokks­ins. Hann er sagð­ur hafa gert af­drifa­rík mis­tök þeg­ar hann tal­aði ít­rek­að nið­ur lof­orð Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar for­sæt­is­ráð­herra um haust­kosn­ing­ar. Ekk­ert hef­ur heyrst frá for­mann­in­um síð­an Lilja Al­freðs­dótt­ir og Gunn­ar Bragi Sveins­son fund­uðu með hon­um á heim­ili Sig­mund­ar.

Mest lesið undanfarið ár